blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 48

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 48
48 I AFPREYING LAUGADAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö Microsoft herðir róðurinn Microsoft hefiir ákveðið að spýta í lófana til þess að flýta verkefni sínu sem gengur út á að koma bókum úr Þjóðarbók- hlöðu Breta (British Library) á stafrænt form. Hafist verður handa skömmu eftir áramót við að skanna þær bækur sem ekki eru varðar með höfundar- réttarlögum og kemst þjónust- an í notkun strax á næsta ári. Asinn kemur í kjölfar þess að Google birti á þriðjudaginn fyrstu bækurnar sem skann- aðar hafa verið í hinu svipaða print.google.com verkefni. í því er netverjum boðið að leita f hinum fjölmörgu bókum sem fyrirtækið er búið að koma á stafrænt form og skoða þær síður sem skila niðurstöðum. Fimm ár í geimnum Út með loftpökkuðu nautasteik- ina með sveppum og epladuftið. Geimrannsóknastofnun Banda- ríkjanna, Nasa, hélt á miðviku- daginn hátíð utan loffhjúps jarðar í tilefni af fimm ára af- mælisvist í Alþjóðlegu geimstöð- inni. Þann annan nóvember 2000 kom fyrsti leiðangurinn í geimstöðina en síðan þá hafa menn verið óslitið í geimnum. Nú er tólfti leiðangurinn í stöð- inni og héldu þeir upp á þessa miklu hátið með hátíðarkvöld- verði. Á jörðu niðri urðu hátíða- höldin öllu fyrirferðarmeiri. Öflugasti bassi í heimi síðu 42 Á laugardögum birtir Blaðið enn veglegri Su Doku talna- þraut en aðra daga vikunnar. Þetta er gert vegna gífurlegra vinsælda þessarar dægradval- ar. Ásamt hinni hefðbundnu Su Doku þraut bjóðum við einnig upp á flólaiari Sam- urai Su Doku í samstarfi við 109 Su Doku. Lausnir birtast hér á mánudaginn. Nei, Atli í umbrotinu klikkaði ekki á myndinni með þessari grein. 1 raun og veru er þessi vifta öflugasti bassa- hátalari í heimi, Eminent Tech TRW 17, sem nær allt niður á tíðnisviðið 1Hz, sem er svipað og í þotuhreyfl- um, kjarnorkusprengjum og jarð- skorpuhreyfingum. Til samanburð- ar má nefna að á góðum degi nær venjulegur bassahátalari allt niður í 20Hz. Blöð viftunnar mynda loft- vegg á stærð við meðalstofu- vegg og breytir þannig öllu herberginu í einn risastóran bassahátalara. Verðið er þó ekki fyrir hvern sem er en eitt eintak af þessari há- væru viftu kostar tæpar 800 þúsund krónur. |i|Vb« li^A 1 w¥M*y 4VU1 I Mm áUmmm -útkomu DVDfagnað Hin alíslenska brettakvikmynd Why Not verður frumflutt sunn- an heiða í Laugarásbíói klukkan 18.00 í dag í tilefni af útgáfu myndarinnar á DVD. Það er Divine hópurinn frá Akureyri sem tók myndina á ferðalagi um Evrópu síðasta vetur og að sögn þeirra sem sáu frumsýningu myndarinnar norðan heiða í ágúst er þetta eðal snjóbretta og skeit mynd í bland við nett fíflalæti. Blackout Kvikmyndin Blackout verður svo sýnd strax að Why Not lokinni en hún kemur frá Villiköttunum (Wild- cats) frá Kanada en þrír úr Divine rákust á Villi- kettina við tökur á þeirri mynd hér á landi svo tökur frá Islandi er að finna á myndinni. Sætaframboð er takmarkað og verðið er hóf- lega ákveðið 500 krónur svo það er spurning um að mæta snemma. - ...-..- Akureyri Divine hópurinn er stoltur af upprunanum. Niður með fokkuna, Jón Fjórða útgáfa leiksins Sýndarskip- herrann (Virtual Skipper) kemur út á næstunni og er framleiðand- inn, Nadeo, farinn að monta sig af útkomunni. í tilkynningu segir að hin nýja útgáfa sé jafngóð fyrir sjó- fara sem aðra þar sem aldrei hafi sést annar eins leikur. Þá segir að leikurinn nái að kalla fram fegurð hafsins á tölvuskjáinn auk þess sem það hegði sér eins og í raunveruleik- anum. í leiknum stjórna spilarar skútum og geta keppt í heimsfræg- um siglingakeppnum við enn fræg- ari hafnarborgir, s.s. Rio de Janiero, Marseilles, Valencia, Sidney og San Fransisco. Myndbrot úr leiknum lofar góðu en tíminn leiðir í ljós hversu vel ís- lenskt áhugafólk um siglingar tekur honum. Resident Evil gengur aftur Nintendo DS útgáfa af upphaflegu uppvakningaslátruninni .Resident Evil, er væntanleg á næsta ári. Þeir sem fengið hafa að skoða leikinn eru á því að sæmilega hafi tekist til og fagna því að sígildur leikur sem þessi komi út fyrir DS vélina. Sýnis- hornið er að minnsta kosti sagt lofa góðu og er það víst á allan hátt eins og upphaflegi leikurinn, nema það er búið að koma honum úr PlayStati- on í Nintendo. Hins vegar kom Resident Evil 4 fyr- ir PlayStation 2 til Islands í fyrradag. Þar fara leikmenn í hlutverk Leon S Kennedy sem þarf að finna dóttur forseta Bandaríkjanna en henni hef- ur verið rænt. Okkar maður heldur til Evrópu í leit sinni og leiða atburð- ir hann inní afskekkt þorp þar sem hræðileg veira hefur lagst á íbúana. Leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára og er aðeins fyrir þá hörðustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.