blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Áhrifin og kjarninn
BlaöiMngó
Gunnar Eyjólfsson er einn
virtasti leikari íslendinga enda
á hann langan og farsælan leik-
feril. „Af hverju fór ég að leika?
Það er nú það. Ekki fann ég upp
leiklistina. Þetta voru áhrif frá
þeim sem höfðu þessa þrá innra
með sér. Þegar maður fer í leik-
hús og sér leikið í fyrsta skiptið
þá opnast nýr heimur,“ segir
hann aðspurður af hverju hann
hafi valið sér þetta lífsstarf.
„Það er sagt að við séum með
fimm skilningarvit og ekki skal
ég bera á móti því. En svo er sjötta
skilningarvitið og það er kjarninn í
þér. Það er mjög þýðingarmikið að
gera sér grein fyrir þvi að í hverri
einustu manneskju er glóð. Sum-
ir kæfa þessa glóð. Þá er hún eins
og blóm sem fær enga vökvun og
springur því ekki út. Það er þýðing-
armikið að fólk geri sér grein fyrir
því að það fékk í vöggugjöf kjarna
sem því var gefið að vinna úr og
verða fyrir vikið eins og göfugustu
byggingar sem til eru - vitar. Vitar
voru byggðir á sjávarströnd til að
lýsa öðrum og til að rata sjálf í ör-
uggt var.
Það var svo margt sem hafði
áhrif á mig þegar ég var að alast
upp. Ég gleymi því aldrei þegar ég
sá í fyrsta sinn manneskju með
herðakistil. Þetta var ung kona
sem hafði flutt til Keflavíkur með
móður sinni. Mæðgurnar voru blá-
fátækar og leigðu eitt herbergi og
eldhús uppi á lofti í Suðurgötunni.
Þær unnu fyrir sér, móðirin með
saumaskap en sú bæklaða gekk í
alla vinnu og var dugnaðarforkur.
Ég hef verið níu eða tíu ára þeg-
ar þetta var og átti oft leið þarna
framhjá. Ég var ófeiminn strákur
sem var fljótur að koma mér inn á
gafl hjá fólki. Eitt sinn fór ég upp
til þeirra mæðgna og var boðið inn.
Ég sat á rúmi á móti þessari ungu
konu sem var svona bogin. Það var
þjáning í andliti hennar. Ég spurði:
,Valgerður, af hverju er bakið á þér
svona?“ Þá leit hún á móður sína
sem var að prjóna. Móðirin svaraði:
,Valgerður mín, segðu drengnum
sannleikann”. Þá sagði unga konan
við mig. „Þú veist það Gunnar að
þegar við deyjum þá förum við til
Guðs og verðum englar. Þá getum
við flogið um allan heim af því við
erum sendiboðar Guðs. Guð var
svo góður við mig að hann gaf mér
mína vængi í vöggugjöf. Ég er með
tösku á bakinu og vængirnir mínir
eru inni í henni. Þegar ég dey opna
ég töskuna og flýg út um gluggann.
Ég get flogið hvert sem er en fyrst
ætla ég að fljúga til Guðs og þakka
honum fyrir vöggugjöfina.”
Þessi orð höfðu djúp áhrif á mig.
Ég sagði við félaga mína: „Við meg-
um aldrei stríða henni Valgerði,
hún er engill. Herðakistillinn er
vængjapokinn hennar“.
Valgerður dó mörgum árum
seinna þegar ég var erlendis. Ég var
í heimsókn hjá móðursystur minni
í Keflavík og gekk Suðurgötuna.
Ég nam staðar við hús Valgerðar,
horfði upp í gluggann og hugsaði:
,Mikið vildi ég hafa verið stadd-
ur hérna þegar Valgerður opnaði
gluggann og flaug til Guðs“.
Samhjálp og náungakærleikur
Heldurðu að kynni af fólki eins og
Valgerði hafi gert þig að jafnaðar-
manni?
„Meðal annars. Ég var alinn upp
á miklu íhaldsheimili. Pabbi var
einn af stofnendum íhaldsflokks-
ins og seinna Sjálfstæðisflokksins.
Hann var góður maður sem fékk
berkla í bakið þegar hann var sautj-
án ára og gekk álútur. Hann fór
norður í land og ætlaði að leita sér
læknishjálpar en hafði ekki efni
á því. Hann vann sig upp og varð
verslunareigandi í Keflavík.
Ég man eftir því að á kreppuárun-
um söfnuðust atvinnulausir menn
oft saman í versluninni, keyptu sér
malt eða appelsín og drápu tímann
með því að ræða landsins gagn og
nauðsynjar. Eitt sinn var verið að
ræða stofnun sjúkrasamlags. Sjálf-
stæðismenn voru algjörlega á móti
sjúkrasamlagi en Alþýðuflokk-
urinn taldi þetta þýðingarmikið
velferðarmál. Þetta var rætt í búð-
inni og ég fylgdist með umræðum.
Pabbi sagði: „Það er algjör óþarfi
að vera með eitthvað sem kallast
sjúkrasamlag. Ég hef efni á að
borga lyf og sjúkrahússhjálp fyrir
mig og mína“. Þá sagði barnmarg-
ur maður: „En Eyjólfur, það hef ég
ekki, á þá mitt fólk að deyja?“ Þá
kom á pabba og hann sagði: „Nei,
nei, það er til nokkuð sem heitir
samhjálp og náungakærleikur."
Þetta samtal í búðinni og orðin
„Ég hef efni á - ég hef ekki efni á“
hefur alltaf setið í mér. Ætli það
hafi ekki verið um það bil ári síðar
sem Ólafur Thors, sem var mikill
vinur pabba, lýsti yfir stuðningi
við stofnun sjúkrasamlags. Þá var
eins og páfinn hefði talað. Eyjólfur
Bjarnason sá ekkert lengur athuga-
vert við að stofna sjúkrasamlag.
Löngu seinna hitti ég Ólaf Thors
á gangi við Albert Hall ásamt eig-
inkonu sinni. Ólafur sagði: „Gunn-
ar minn, er það rétt sem ég heyri,
ertu farinn að kjósa kratana?“ „Já,“
svaraði ég. „Hvað kom eiginlega
fyrir, fékkstu höfuðhögg, dreng-
ur?“ spurði hann. Ég svaraði: „Nei,
ég fékk svo mikið af Sjálfstæðis-
flokknum og stefnu hans í gegn-
um hann pabba og þig“. Þá sagði
hann. „Segðu það öðrum en mér að
hann pabbi þinn sé sjálfstæðismað-
ur. Hann Eyjólfur vissi ekkert um
hvað Sjálfstæðisflokkurinn snerist.
Hann hefur alla tíð verið svartasta
íhald“. Þetta var rétt lýsing hjá
Ólafi. Pabbi var íhaldsmaður og
mátti alveg vera það.“
Allaballar púa
Hvað með þig? Þú varst krati, ertu
núna Samfylkingarmaður?
„Nei, Samfylkingarmaður er ég
ekki. Ég á enga leið með fyrrver-
andi allaböllum sem burðast með
skuggalega fortíð. Þeir frelsast ekki
með því að fara í samkrull við Sam-
fylkinguna.
Ég man eftir því að eitt sinn
kom til íslands kona sem var að-
stoðarmenningarmálaráðherra
Sovétríkjanna og hélt fund í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Ég var þar og
bar fram spurningu um ritskoðun
og val á leikritum. Ég hafði kynnt
mér málið og vissi að í Sovétríkj-
unum var ekki hægt að setja á svið
hvaða leikrit sem var. Þessi kona
gerði nokkuð sem var mjög klókt.
Hún sagði um leið og hún benti á
mig: „Ég vil vekja athygli ykkar á
því að þessi maður hefur fyrirfram
neikvæðar skoðanir um Sovétríkin.
Hann spyr þannig“. Þá úaði allt alla-
ballaliðið á mig. Það hikaði ekki
við að púa fólk niður ef það talaði
öðruvísi en þeim og þeirra stefnu
hentaði. Ég nefni engin nöfn en get
gert það ef á þarf að halda.“
Fyrirlíturðu hóphugsun?
,Já. Ég hugsa oft til Halldórs Lax-
ness. Hann var leitandi og fór sínar
andlegu leiðir út um allan völl - og
það var gott. Þegar hann skrifaði
söguna um Veru Hertz sýndi hann
hvað hann var mikill maður. Hann
þurfti ekki á peningum að halda
og gat þess vegna látið söguna um
Veru Hertz fara með sér í gröfina.
Hann sagði hana vegna þess hvern-
ig hann sjálfur var innrættur. Hann
vildi segja sannleikann. Þetta gerði
hann að hetju í mínum augum.“
Innra brosið
Þú stundar kínverska leikfimi sem
heitir Chi Gong og kennir hana.
Hvaðfœrir hún þér og öðrum?
„Þessi kínversku fræði hjálpa
manni til að lifa í núinu, forða
manni frá fortíðarhyggju og þvi að
brenna orku í fortíðina. Fortíðin er
liðin. Lærðu af mistökunum svo
þú endurtakir þau ekki en finndu
styrk þinn í núinu til að takast
á við framtíðina. Ekki mikla fyr-
ir þér erfiðleika framtíðarinnar,
GLÆSILEGUR SAMKVÆMISFATNAÐUR Opið mán.-föstud. kl. 10-18 lau 10-14
VPrhh^hnn v/Laugalæk. sími 553 3755