blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 36
36 I SAMSKÍPTI KYNJÁNA LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaðið Daður i sinni skemmtilegustu mynd - molar úr bókinni Súperflört Það hafa allir daðrað einhvern tíma á lífsleiðinni og flestir vonandi lent í því að daðrað sé við þá, hvort sem er í vinnunni, á kaffihúsinu eða skemmtistöðum borgarinnar. Það er að sjálfsögðu allt saman gott og gilt og ekkert út á daður að setja sem slíkt ef rétt er haldið á spöðunum. Því miður hafa margir einsett sér að eyði- leggja þetta hugtak - 'daður' (sem ætti með réttu að vera afspyrnu fallegt) og breyta því í leiðinlega klisju sem hefur á sér neikvæða merkingu með því að ganga alltof langt þegar tilraunir eru gerðar til að heilla aðra manneskju. Hafa ber í huga að daður hefur aldrei neitt gott í för með sér nema það sé gert á tiltölulega góðan máta því sannast hefur að misheppnað daður getur eyðilagt möguleika einstaklings á því að svo mikið sem litið sé við þeim. Það eru bara því miður ekki margir sem geta komið með fáránlega frasa og haldið samt sem áður reisn og virðingu. Rock Star: INXS Hver verður næsta rokkstjarna og söngvari INXS? Rokk og ról á sunnudögum! sun kl.21 © i mmvjmmmm jp’ mm-~■■ í> i m L-U A ‘ M ■Knfliú t>. ms f'm ■ V m 3 zJM 1 |teÉ1 L ' f 1 » r r| fm : • 4 J rvfkf ‘fl Bókin Súperflört er skemmtileg lesn- ing sem í einu og öllu hefur það að markmiði að kenna fólki sem er í leit að ást hvernig bera eigi sig að og hvað ber að varast. Hér koma nokkr- ir fróðleiksmolar' úr bókinni. • Breyttu líkamstjáningunni, þá fylgir hugurinn oft á eftir. Berðu höfuðið hátt, þá hækkar sjálfs- matið líka og hlutirnir verða auð- veldari. • Gullhamrar eru ekki borðtenn- iskúlur, það þarf ekki að slá þá fram og aftur. • Láttu augun hvíla á manneskj- unni svo að hann/hún viti að þú hefur tekið eftir henni. Depl- aðu augunum ef þú hefur áhuga - ...blikkaðu ef þú vilt meira. • Fyrsta daðuraugnaráðið („mér finnst þú flott/ur") ætti ekki að vara lengur en það sem tekur þig að segja þetta upphátt. Fyrst í stað ertu að leika: „Ég sé þig, sérðu mig líka?" og sýnir áhuga með snöggum augnagotum. • Að totta spangirnar á sólgleraug- unum, snúa drykkjarröri ertandi, hreyfa fingurna upp og niður stilkinn á vínglasi. Það virðist sakleysislegt að gæla við hluti, en það er býsna kænleg leið til að sýna einhverjum að þér finnist hann aðlaðandi - án þess að leggja allt undir. • Ef þú horfir á hann/hana yfir öxl- ina þegar þú gengur eða stendur, ertu að segja: „Ég veit að þú ert að horfa og ég hef áhuga, en þú verður að koma til mín." • Efþú ert að reyna að ganga í aug- un á einhverjum, þegiðu þá og leyfðu þeim að tala. Náttúran gaf okkur tvö eyru og einn munn. Notist í sömu hlutföllum. • Byrjaðu á því að heilla viðkom- andi með hnyttnum og skemmti- legum samræðum á léttu nótun- um, haltu svo áhuganum með því að koma honum/henni til að skellihlæja. Hlátur í eina mínútu gerir okkur afslöppuð í allt að 45 mínútur! • Að fara á skallann er næstum alltaf efst á listanum yfir mis- heppnuð Jesús-minn-ég-trúi- ekki-að-ég-hafi-gert-þettastefnu- mót. Það á líka við um daður við fyrstu kynni. EKKI DETTA ONÍ FLÖSKUNA!!! halldora@vbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.