blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaðiö Forsœtisráðherra: Engar heimildir í gildi um yfirflug eða lendingar Össur Skarhéðinsson segir að íslensk stjórnvöld hafi veitt formlegt leyfi til aðfljúga með meinta hemdarverka- menn um ísland. Halldór Ásgrímsson segir það út í hött. Össur vísar í yfirlýsingu Davíðs Odd- sonar sem birt er á vefsíðu Hvíta húss- ins í mars 2003. Þar er gefin heimild fyrir flugi um íslenska lofthelgi og til millilendinga. Össur krefst þess að þessi heimild verði afturkölluð. For- sætisráðherra segir fráleitt að tengja yfirlýsinguna við fangaflugvélar á vegum CIA. „Það er algjörlega út í hött. Yfirlýsingin kemur þessu máli ekkert við,“ segir Halldór. „Við höf- um samþykkt hér yfirflug, það átti við um Afganistan, Bosníu, Kosovo og aðgerðirnar í Irak. En það er frá- leitt að tengja þessar yfirlýsingar saman við óskylt mál. 1 öllum þeim tilvikum sem ég nefndi áðan átti það við um tilteknar aðgerðir, sem lauk einhverjum vikum síðar, og þar af leiðandi eru þær fallnar úr gildi.“ Ólöglegt fangaflug stenst enga skoðun „Vefsíða Hvíta hússins skiptir engu máli í þessu sambandi. Þessi yfirlýs- ing á ekkert við um þetta stríð gegn hryðjuverkum. Það liggur hinsveg- ar fyrir að langflestar þjóðir heims hafa myndað bandalag í baráttunni gegn hryðjuverkum og það bandalag stendur af okkar hálfu. Það er verið að framselja fanga á milli landa með eðlilegum og löglegum hætti og það á við um okkur eins og aðra. En það að flytja fanga til annarra staða til þess að komast undan einhverjum reglum stenst enga skoðun. Við Is- lendingar erum bundnir af mann- réttindasáttmála Evrópu og sátt- mála Sameinuðu þjóðanna í þessum efnum. Það er engri þjóð sem aðild BlaÖið/SteinarHugi á að þessum sáttmálum heimilt að gera slíka hluti og við skulum vona að það hafi ekki gerst.“ Halldór segir íslensk stjórnvöld fylgjast með fanga- flugsmálinu og þeim fréttum sem borist hafa um leynileg fangelsi. „Ég tel mjög mikilvægt að menn gangi í málið og ef kemur í ljós að eitthvað slíkt hafi átt sér stað þoli það enga skoðun. Við íslendingar, frekar en aðrar þjóðir viljum enga aðild eiga að því.“ Veit ekkert um lendingar fangavéla hér á landi Halldór segir ekkert liggja fyrir um meintar lendingar fangaflug- véla á vegum CIA hér á landi. „Ég veit ekkert meira um það. Það ligg- ur fyrir að hér fer um borgaralegt SJOVA Sjóvá bætir öryggi barna Nokkrir hressir piltar af Leikskóladeildinni í Sjálandsskóia í Garðabæ í endurskinsvest- um frá Sjóvá en félagið hefur á síðastliðnum þremur árum dreift endurskinsvestum í leikskóla. Gjöfin er liður í víðtæku forvarnarstarfi Sjóvá en með henni vill félagið leggja sitt af mörkum til að bæta öryggi barna í umferðinni. flug, og við eigum enga möguleika á að vita nákvæmlega hverjir eru far- þegar í því flugi. En miðað við það sem komið er fram þá verða menn að sjálfsögðu á varðbergi í þeim efn- um, en það er ekkert meira um það að segja, á þessu stigi málsins. Við teljum að slík mál þoli enga skoð- un og við viljum enga aðild eiga að slíku. Ég held að það sé ekkert hægt að segja það skýrar. Við erum aðilar að alþjóðlegum sáttmálum sem við að sjálfsögðu virðum og höfum ver- ið í farabroddi um að setja. Okkar afstaða er því alveg ljós.“ ■ Ríkissjóður: Skatttekjur aukast Greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um ríflega 20,5 milljóna króna á fyrstu 9 mánuðum árs- ins. Skatttekjur frá ársbyrjun til septemberloka námu rúmlega 228 milljónum króna, sem jafn- gildir 22% aukningu milli ára. Aukning skatttekna á sér rætur í nær öllum helstu skattstofn- um, t.d. hækkaði innheimtur tekjuskattur um nánast 10% frá fýrra ári. Fjármagnstekjuskattur tvöfaldaðist milli ára en taka ber þeim tölum með fyrirvara vegna óreglulegrar innheimtu sl&ra skatta. Gjöldin jukust hins vegar um 4,7% á sama tímabili, ef undan er skilinn einskiptiskostnaður vegna sölu Símans og innlausnar spariskírteina. Hröð aukning hefur orðið milli ára í tekjum ríkissjóðs vegna þess upp- gangs sem nú er í hagkerfinu. í mömmuleit < Ætli fílamamma sé best - eða kaimski kr ókó dílamamma ? * Hlý og falleg saga fyrir yngstu bömin um mömmur af öllu tagl, Spennandi kvöld Skemmtileg saga um Hræðslupúkann, Öskurapann, Óþekktarormana og fleiri skrýtnar skepnur. Frumleg og glæsileg bók eftir verðlaunahöfund. ÁiUug iónidóttlr Mál og mennlng edda.is SEKSY kvenmannsúr meö svartri eða bleikri skífu. Armbandsólin er úr svörtu/ Ijósu leðri settri Swarovski kristöflum sem einfalt er að minnka eða staekka að vid. Útsölustaðir: Jens Kringlunni • Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 ■ Helgi Sigurósson úrsmiður Skólavörðustíg 3 ■ Georg Hannah úrsmiður Keflavik ■ Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi ■ Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.