blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Libby segist saklaus
Lewis Libby kveðst vera saklaus aföllum ákceruliðum en hann gœti áttyfir höfði sér allt að
30 ára fangelsi. Réttarhöld munu reynast ríkisstjórn George Bush erfið og háttsettir menn
innan hennar verða hugsanlega kallaðir til vitnis.
I. Lewis Libby, fyrrverandi starfs-
mannastjóri Dick Cheneys, varafor-
seta Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir
sakleysi sínu fyrir framan dómara
vegna CIA-lekamálsins svokallaða.
Libby var ákærður fyrir að hafa
hindrað framgang réttvísinnar,
meinsæri og að hafa sagt ósatt við
yfirheyrslur. Libby kvaðst vera sak-
laus af öllum ákæruliðum en hann
gæti átt yfir höfði sér allt að 30 ára
fangelsisdóm verði hann sekur fund-
inn.
Libby sagði af sér í síðustu viku
í kjölfar ákærunnar og sagði Ted
Wells, lögfræðingur hans, að hon-
um væri í mun að hreinsa nafn sitt.
Titringur innan ríkisstjórnarinnar
Ákærurnar á hendur Libby hafa
valdið titringi innan ríkisstjórnar
George Bush ekki síst þar sem rann-
sókn stendur enn yfir á þætti Karl
Rove, eins helsta ráðgjafa forsetans.
Ennfremur hefur málið beint kast-
ljósinu á ný að röksemdafærslu ríkis-
stjórnarinnar fyrir innrásinni í írak.
Talið er að réttarhöld muni reynast
stjórninni erfið og að háttsettir
menn innan hennar, þar á meðal
Dick Cheney, verði kallaðir til vitnis.
Rove ekki sloppinn
Dagblaðið Washington Post sagði
á fimmtudag að Patrick Fitzgerald,
sérskipaður saksóknari í málinu,
væri að íhuga að leggja fram ákærur
á Rove fyrir að hafa sagt ósatt við
yfirheyrslur. í greininni sagði enn-
fremur að innan Hvíta hússins væru
menn að velta fyrir sér framtíð Ro-
ves og jafnvel hefði komið til tals að
Bush losaði sig við hinn nána banda-
mann sinn til að koma í veg fyrir
frekara tjón vegna CIA-lekamálsins.
Scott McClellan neitaði að tjá sig um
„vangaveltur" um framtíð Roves.
Til að bæta gráu ofan á svart birt-
ist ný skoðanakönnun CBS-sjón-
varpsstöðvarinnar sama dag sem
meðal annars sýndi að aðeins 35%
almennings bæri traust til forsetans
og hefur hann aldrei verið óvinsælli
síðan hann tók við embættinu árið
2001. ■
I. Lewis Libby hlustar á Ted Wells, lögfræðing sinn, tala viö fjölmiðlafólk fyrir utan dóms-
húsiö í Washington í fyrradag.
Kínverjar senda Evrópusambandinu skýr skilaboð:
Vilja að vopnasölubanni verði aflétt
Kínverjar segja að vopnasölubann
Evrópusambandsins á landið sem
staðið hefur í 16 ár hafi neikvæð
áhrif á viðskipti og að því ætti að af-
létta. Búast má við að málið beri á
góma í viðræðum Hu Jintao, forseta
Kína, við leiðtoga ríkja Evrópusam-
bandsins í næstu viku.
Li Zhaoxing, utanríkisráðherra
Kína, ítrekaði andstöðu stjórnvalda
við bannið á fundi með fjölmiðlum.
,Allir leiðtogar Evrópusambandsins
sem ég hef hitt telja að bannið sé arf-
leið Kalda stríðsins, sé byggt á slæm-
um grundvelli, komi engum að
gagni og valdi aðeins skaða,“ sagði
Li og bætti við að því hefði átt að
henda í ruslið fýrir löngu síðan.
Heimsókn Hus til Bretlands,
Þýskalands og Spánar hefst á þriðju-
dag en þaðan mun hann halda til
Suður Kóreu þar sem hann mun
sækja leiðtogafund Efnahagssam-
vinnustofnunnar Asíuríkja.
Þjóðir ESB ekki sammála
Vopnasölubannið hefur verið eitt
af meginumfjöllunarefnum á fund-
um leiðtoga Evrópusambandsins
og Kína á síðustu árum. Frakkar og
Þjóðverjar hafa hvatt til þess að bann-
inu verði aflétt en Bretar og aðrar
þjóðir Evrópusambandsins eru því
ósammála. Þær bera við áhyggjum
Bandaríkjamanna af öryggi á Kyrra-
Li Zhaoxing, utanríkisráðherra Kfna, ítrekaði andstööu Kínverja viö vopnasölubann
Evrópusambandsins og hvatti til þess að því yrði aflétt á fundi t gær.
hafssvæðinu, ekki síst vegna Taívan.
Kínversk stjórnvöld segjast ekki
hafa áhuga á að kaupa vopn frá ríkj-
um Evrópusambandsins heldur séu
þau á móti banninu af grundvallar-
ástæðum.
Vopnasölubanninu var komið á
eftir að kínversk stjórnvöld bældu af
hörku mótmæli stúdenta á Torgi hins
himneska friðar í Peking árið 1989. ■
Ráðist á
lögreglumenn
Að minnsta kosti sex lögreglu-
menn féllu og ío særðust í árás
á eftirlitsstöð í bænum Buhriz
fyrir norðan Bagdad í gær. Upp-
reisnarmenn, vopnaðir vélbyss-
um og sprengjum, sátu fyrir
lögreglumönnunum og réðust
á þá úr öllum áttum snemma
morguns. „Við vissum ekki
hvaðan skothríðin kom,“ sagði
lögregluforingi sem lifði af skot-
árásina sem stóð í 15 mínútur.
„Við skutum á móti en vissum
ekki að hverju eða hverjum."
Skar af sér
fingur
og ók á tré
Hollenskur tannlæknir sem
skar af sér fingur og sviðsetti
bílslys í því skyni að reyna að
svíkja fé út úr tryggingafélagi
hefur verið dæmdur í skilorðs-
bundið fangelsi og til greiðslu
sektar fyrir uppátækið. Mað-
urinn sem er fimmtugur ók á
tré eftir að hafa skorið af sér
fingurinn í þeirri von að geta
sannfært rannsóknarmenn
tryggingafélagsins um að stýri
bílsins hefði valdið skaðanum.
Nákvæm rannsókn á áverkum
mannsins og vettvangi slyssins
sýndi hins vegar svo að ekki
varð um villst að hann hefði
ekki getað misst fingurinn í
slysinu. „Þetta var ekki slys
heldur aflimun sem hann
framkvæmdi sjálfur eða fékk
einhvern til að gera fyrir sig,“
sagði talskona dómstólsins.
Maðurinn hafði vonast til að
fá 1,8 milljón evra út úr trygg-
ingafélaginu fyrir uppátækið
en þarf þess í stað að greiða
25.000 evra sekt auk þess
sem hann hlaut sex mánaða
skilorðsbundinn fangelsisdóm.
Frabær verð
hagkvæmustu jólainnkaupin
Erum að taka upp nýjar vörur
í verslun
Eldhúsáhöld^Fatnaður
Gjafavara/Klukkur
Leikföng/Ljós
Skartgripir,Snyrtigræjur
úr, útvörp
ofl.ofl
ARGOS listinn FRÍR
* MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Verslun B. Magnússon
Austurhrauni 3/ KAYS s:555-2866
www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is
Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-14
demetra
Skólavörðustíg 21a Sími 551 1520
fjlœsilegur kristall, handunniS
íslenskt gler og aSrar gjajavörur
V______________J V
"á
J
jfrábœrt verS, mikiS úrual