blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Frásagnir afleynilegumfangelsum Bandaríkjamanna vekja hörð viðbrögð: Alþjóðasamfélagið krefst skýringa FRÉTTA- SKÝRING EINAR ÖRN JÓNSSON Bandarísk stjórnvöld hafa sætt mikilli gagnrýni á alþjóðavett- vangi eftir að dagblaðið Washing- ton Post birti grein í vikunni um leynifangelsi sem Bandaríska leyniþjónustan (CIA) rekur á er- lendri grundu. Fangelsin eru sögð vera eða hafa verið í nokkrum löndum Austur Evrópu, Taíiandi og Afganistan og þar hefur meint- um hryðjuverkamönnum verið haldið föngnum og þeir yfirheyrð- ir. CIA setti fangelsin á laggirnar fyrir fjórum árum og hafa þau gegnt mikilvægu hlutverki í stríði stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Á vitorði fárra Tilvist og staðsetning fangelsanna sem gjarnan eru kölluð „svört svæði“ í trúnaðarskjölum, hefur aðeins verið á vitorði lítils hóps embættis- manna í Bandaríkjunum og aðeins forseti og háttsettir leyniþjónustu- menn í hverju landi fyrir sig hafa haft vitneskju um þau samkvæmt grein Washington Post. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því fram í kjölfar greinar blaðsins að fangelsin væru í Póllandi, Rúmeníu, Jórdaníu, Egypta- landi, Marokkó og Afganistan en töl- urnar byggðu þau á upplýsingum úr flugbókum. Pólverjar og Rúmenar hafa neitað þessum ásökunum. Stjórnvöld í Tékklandi segja að Bandarísk stjórnvöld hafi farið þess á leit að fá að reisa leynifangelsi í landinu en beiðninni hafi verið hafnað. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu og Búlgaríu sögðust ekki heldur hafa fengið slíkar beiðnir. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lýsti því yfir á fimmtudag að hún myndi fyrirskipa rannsókn á frásögnum af leynifangelsunum enda brytu þau í bága við mannrétt- indareglur sambandsins. CIA neitar að tjá sig Talsmenn CIA hafa neitað að svara spurningum um málið og Scott McClellan, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, segist ekki ætla að svara fyrir leyniþjónustuna. Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta reyndi að gera lítið úr tali um leynileg fangelsi og sagði að jafnvel þó að slík fangelsi kynnu að vera til þá þýddi það ekki að pynting- ar væru stundaðar þar. í kjölfar umfjöllunar Washington Post hófust umræður á Bandaríkja- þingi um tillögu demókrata um að banna stranglega allri beitingu pynt- ingá' á vegum bandarískra yfirvalda. Mikil andstaða er við tillöguna innan varnarmálaráðuneytisins og George Bush, forseti, hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn henni. For- setinn telur að bannið muni hefta CIA um of í baráttunni gegn hryðju- verkum. Samkvæmt frétt Washington Post um fangelsin telja leyniþjónustu- menn mikilvægt að geta fangelsað og yfirheyrt meinta hryðjuverka- menn eins lengi og þeir þurfa án af- skipta dómstóla. CIA og Hvíta húsið hafa jafnvel í nafni þjóðaröryggis latt Óldungadeild Bandaríkjaþings til að grennslast fyrir um aðbúnað fanga fyrir opnum tjöldum. Nánast ekkert er vitað um hverjir eru í haldi í fangelsunum eða hvaða yfirheyrslu- aðferðum er beitt þar. Ekki er heldur vitað hvernig ákvarðanir um hvort hneppa eigi fólk í varðhald (og þá hversu lengi) eru teknar. Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum Alþjóðaráð Rauða krossins fór á fimmtudag fram á að fá aðgang að öllum útlendingum sem grunaðir eru um að vera hryðjuverkamenn og eru í haldi Bandarikjamanna. „Við höfum áhyggjur af afdrifum óþekkts fjölda fólks sem hefur verið fangelsað í hinu svo kallaða hnatt- ræna stríði gegn hryðjuverkum og er haldið á ótilgreindum stöðum,“ sagði Antonella Notari, aðaltals- maður Alþjóða Rauða krossins við Reuters-fréttastofuna og bætti við að það væri algert forgangsatriði að fá aðgang að föngum og eðlilegt framhald af starfi samtakanna í Afg- anistan, Irak og Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríska mannréttindavaktin, Gervihnattamynd af húsasamstæðu í Afganistan þar sem talið er að Bandaríska ieyni- þjónustan visti fanga. Human Rights Watch, segir að rétta eigi yfir A1 Kaída-föngunum í stað þess að halda þeim í ótiltekinn tíma í leynilegum fangelsum þar sem þeir njóta engra viðurkenndra réttinda. Ríkisstjórnir erlendra ríkja og mannréttindasamtök hafa haft aukn- ar áhyggjur af meðferð á föngum í haldi CIA eftir að upp komst um slæma meðferð bandaríska hersins á föngum í Afganistan og írak. Meiri leynd hvílir yfir starfsemi CIA en bandaríska hersins sem starfar sam- kvæmt ákveðnum reglum og undir eftirliti þingsins. Sem dæmi má nefna að á sama tíma og varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur gef- ið út ítarlegar skýrslur um meðferð á föngum í kjölfar Abu Ghraib og Guantanamo-málanna hefur CIA ekki einu sinni viðurkennt tilvist „svörtu svæðanna.“ Ef hún gerði það ættu bandarísk stjórnvöld hugsan- lega yfir höfði sér lögsóknir, ekki síst fyrir erlendum dómstólum, og hætta á alþjóðlegri fordæmingu myndi aukast. Brýtur í bága við bandarísk lög Heimildarmenn Washington Post innan leyniþjónustunnar segja að meðferðin á föngunum brjóti í bága við bandarísk lög og því visti CIA þá og yfirheyri á erlendri grund. Lögfræðingar sem dagblaðið ræddi við halda því reyndar fram að með- ferðin brjóti einnig í bága við löggjöf þeirra landa sem gáfu CIA leyfi til að starfrækja fangelsi á sinni grund. Þau lönd hafa líkt og Bandaríkin und- irritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri grimmi- legri, ómannúðlegri og niðurlægj- andi meðferð eða refsingu. Þrátt fyrir það er þeim sem sjá um yfirheyrslur á vegum CIA erlendis gefið leyfi til að beita harkalegri yfirheyrsluaðferðum en leyfðar eru samkvæmt bandarísk- um lögum og alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum. ■ <@> HYUnDRI hefur gæöin ■-■. ■ .’í'; Góður, betri... stærstur HYunoni SANTAf£fe VerS frá kr. 2.670.000 Bíll á mynd: Hyundai Santa Fe 2.0 dísel, med 17” álfelgum og samlitun B&L - Grjóthálsi 1 -110 ReykjavIk - 575 1200 - www.bl.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 12 TIL l6. Bílasala Akureyrar sími 461 2533 • Bílás Akranesi sími 431 2622 • SG Bílar Reykianesbæ sími 421 4444 • JG Bílar Egilsstaoir sími 471 2524 Veldu Santa Fe, STÆRSTA SPORTJEPPANN frá Hyundai. Áreiðanlegur FJÖLSKYLDUBÍLL og kraftmikill ferðalangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.