blaðið - 05.11.2005, Side 12

blaðið - 05.11.2005, Side 12
12 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Frásagnir afleynilegumfangelsum Bandaríkjamanna vekja hörð viðbrögð: Alþjóðasamfélagið krefst skýringa FRÉTTA- SKÝRING EINAR ÖRN JÓNSSON Bandarísk stjórnvöld hafa sætt mikilli gagnrýni á alþjóðavett- vangi eftir að dagblaðið Washing- ton Post birti grein í vikunni um leynifangelsi sem Bandaríska leyniþjónustan (CIA) rekur á er- lendri grundu. Fangelsin eru sögð vera eða hafa verið í nokkrum löndum Austur Evrópu, Taíiandi og Afganistan og þar hefur meint- um hryðjuverkamönnum verið haldið föngnum og þeir yfirheyrð- ir. CIA setti fangelsin á laggirnar fyrir fjórum árum og hafa þau gegnt mikilvægu hlutverki í stríði stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Á vitorði fárra Tilvist og staðsetning fangelsanna sem gjarnan eru kölluð „svört svæði“ í trúnaðarskjölum, hefur aðeins verið á vitorði lítils hóps embættis- manna í Bandaríkjunum og aðeins forseti og háttsettir leyniþjónustu- menn í hverju landi fyrir sig hafa haft vitneskju um þau samkvæmt grein Washington Post. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því fram í kjölfar greinar blaðsins að fangelsin væru í Póllandi, Rúmeníu, Jórdaníu, Egypta- landi, Marokkó og Afganistan en töl- urnar byggðu þau á upplýsingum úr flugbókum. Pólverjar og Rúmenar hafa neitað þessum ásökunum. Stjórnvöld í Tékklandi segja að Bandarísk stjórnvöld hafi farið þess á leit að fá að reisa leynifangelsi í landinu en beiðninni hafi verið hafnað. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu og Búlgaríu sögðust ekki heldur hafa fengið slíkar beiðnir. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins lýsti því yfir á fimmtudag að hún myndi fyrirskipa rannsókn á frásögnum af leynifangelsunum enda brytu þau í bága við mannrétt- indareglur sambandsins. CIA neitar að tjá sig Talsmenn CIA hafa neitað að svara spurningum um málið og Scott McClellan, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, segist ekki ætla að svara fyrir leyniþjónustuna. Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi Banda- ríkjaforseta reyndi að gera lítið úr tali um leynileg fangelsi og sagði að jafnvel þó að slík fangelsi kynnu að vera til þá þýddi það ekki að pynting- ar væru stundaðar þar. í kjölfar umfjöllunar Washington Post hófust umræður á Bandaríkja- þingi um tillögu demókrata um að banna stranglega allri beitingu pynt- ingá' á vegum bandarískra yfirvalda. Mikil andstaða er við tillöguna innan varnarmálaráðuneytisins og George Bush, forseti, hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn henni. For- setinn telur að bannið muni hefta CIA um of í baráttunni gegn hryðju- verkum. Samkvæmt frétt Washington Post um fangelsin telja leyniþjónustu- menn mikilvægt að geta fangelsað og yfirheyrt meinta hryðjuverka- menn eins lengi og þeir þurfa án af- skipta dómstóla. CIA og Hvíta húsið hafa jafnvel í nafni þjóðaröryggis latt Óldungadeild Bandaríkjaþings til að grennslast fyrir um aðbúnað fanga fyrir opnum tjöldum. Nánast ekkert er vitað um hverjir eru í haldi í fangelsunum eða hvaða yfirheyrslu- aðferðum er beitt þar. Ekki er heldur vitað hvernig ákvarðanir um hvort hneppa eigi fólk í varðhald (og þá hversu lengi) eru teknar. Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum Alþjóðaráð Rauða krossins fór á fimmtudag fram á að fá aðgang að öllum útlendingum sem grunaðir eru um að vera hryðjuverkamenn og eru í haldi Bandarikjamanna. „Við höfum áhyggjur af afdrifum óþekkts fjölda fólks sem hefur verið fangelsað í hinu svo kallaða hnatt- ræna stríði gegn hryðjuverkum og er haldið á ótilgreindum stöðum,“ sagði Antonella Notari, aðaltals- maður Alþjóða Rauða krossins við Reuters-fréttastofuna og bætti við að það væri algert forgangsatriði að fá aðgang að föngum og eðlilegt framhald af starfi samtakanna í Afg- anistan, Irak og Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríska mannréttindavaktin, Gervihnattamynd af húsasamstæðu í Afganistan þar sem talið er að Bandaríska ieyni- þjónustan visti fanga. Human Rights Watch, segir að rétta eigi yfir A1 Kaída-föngunum í stað þess að halda þeim í ótiltekinn tíma í leynilegum fangelsum þar sem þeir njóta engra viðurkenndra réttinda. Ríkisstjórnir erlendra ríkja og mannréttindasamtök hafa haft aukn- ar áhyggjur af meðferð á föngum í haldi CIA eftir að upp komst um slæma meðferð bandaríska hersins á föngum í Afganistan og írak. Meiri leynd hvílir yfir starfsemi CIA en bandaríska hersins sem starfar sam- kvæmt ákveðnum reglum og undir eftirliti þingsins. Sem dæmi má nefna að á sama tíma og varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefur gef- ið út ítarlegar skýrslur um meðferð á föngum í kjölfar Abu Ghraib og Guantanamo-málanna hefur CIA ekki einu sinni viðurkennt tilvist „svörtu svæðanna.“ Ef hún gerði það ættu bandarísk stjórnvöld hugsan- lega yfir höfði sér lögsóknir, ekki síst fyrir erlendum dómstólum, og hætta á alþjóðlegri fordæmingu myndi aukast. Brýtur í bága við bandarísk lög Heimildarmenn Washington Post innan leyniþjónustunnar segja að meðferðin á föngunum brjóti í bága við bandarísk lög og því visti CIA þá og yfirheyri á erlendri grund. Lögfræðingar sem dagblaðið ræddi við halda því reyndar fram að með- ferðin brjóti einnig í bága við löggjöf þeirra landa sem gáfu CIA leyfi til að starfrækja fangelsi á sinni grund. Þau lönd hafa líkt og Bandaríkin und- irritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri grimmi- legri, ómannúðlegri og niðurlægj- andi meðferð eða refsingu. Þrátt fyrir það er þeim sem sjá um yfirheyrslur á vegum CIA erlendis gefið leyfi til að beita harkalegri yfirheyrsluaðferðum en leyfðar eru samkvæmt bandarísk- um lögum og alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum. ■ <@> HYUnDRI hefur gæöin ■-■. ■ .’í'; Góður, betri... stærstur HYunoni SANTAf£fe VerS frá kr. 2.670.000 Bíll á mynd: Hyundai Santa Fe 2.0 dísel, med 17” álfelgum og samlitun B&L - Grjóthálsi 1 -110 ReykjavIk - 575 1200 - www.bl.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 12 TIL l6. Bílasala Akureyrar sími 461 2533 • Bílás Akranesi sími 431 2622 • SG Bílar Reykianesbæ sími 421 4444 • JG Bílar Egilsstaoir sími 471 2524 Veldu Santa Fe, STÆRSTA SPORTJEPPANN frá Hyundai. Áreiðanlegur FJÖLSKYLDUBÍLL og kraftmikill ferðalangur.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.