blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 22
22 I BÆKUR LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2006 blaöiö Danadrottning og tengdadóttirin „Já, nú stendur allt í blóma." segir Danadrottning i brúðkaupsveislu Friðriks og Mary Bókin Margrét, persónuleg frásögn Danadrottningar af óvenjulegri ævi eftir Annelise Bistrup, er komin út hjá forlag- inu Tara. Bókin er 280 síður og prýdd fjölda ljósmynda. í þessum kafla segir Margrét Þórhildur opinskátt frá því þegar hún hitti tengdadóttur sína, Mary Donald- son, í fyrsta sinn. „Ég hef alltaf álitið að það yrði að koma af sjálfu sér hverja Friðrik og Jóakim hittu - og fyndu, en ég ýjaði líka að því þegar þeir voru yngri, að það væri ekki óviturlegt, ef þeir kvæntust stúlkum frá öðrum lönd- um. Fyrir því er löng hefð í ættinni - og fyrir því er góð og gild ástæða. Vissulega neyðist viðkomandi til að læra málið og það er ekki alltaf jafn auðvelt að gera Dönum til hæfis - svona málfarslega séð, en stúlkan er þá heldur ekki með það sem Eng- lendingar kalla „strings attached”. Vitanlega eiga allir einhverja fortíð en hún gengur þá ekki meðal okkar á götunni. Að öðru leyti á ekki að vera að skipta sér af þessu. Drengirn- ir hafa vitað hvers krafist var stjórn- skipulega séð og þeir vissu að ég þurfti að veita samþykki mitt í ríkis- ráðinu. Sem betur fer gerðu þeir mér það auðvelt. Við höfðum frá upphafi miklar mætur á Alexöndru prins- essu og Mary krónprinsessu. Ég hitti Mary Donaldson í fyrsta skipti sumarið 2003. Friðrik hringdi í mig síðdegis. „Mamma, lítur þú við hjá mér í tebolla?“ „Er það vegna þess að þig langar til að ég hitti Mary?“ „Já, einmitt.“ „Mig langar mjög mikið til þess.“ Ég var glöð og mjög spennt, en ekkert sérstaklega óróleg. Það sem ég hafði séð til ótrúlegrar háttvísi og hæglátrar framkomu Mary - þrátt fyrir mjög svo uppáþrengjandi for- vitni fjölmiðlanna - sýndi mér að það hlaut að vera eitthvað alveg sér- stakt við þessa stúlku. Þótt valið sé með hjartanu, þarf fólk ekki að taka heilann úr sam- bandi. Það er það góða við þetta. Krónprinsinn var að verða 36 ára þegar hann gekk í hjónaband. Það kom mér ekkert á óvart að það tók Friðrik nokkur ár að ná þessu þroskastigi. Móðir mín, sem var vitur kona, sagði alltaf: „Friðrik á eftir að finna þá réttu. Hafið engar áhyggjur af því.“ Með þessu teboði var Friðrik að segja mér frá því á óyggjandi hátt, að hann hefði hitt stúlku sem hann langaði í raun og veru að eiga. Hin- rik prins hafði hitt Mary við annað tækifæri, en nú var ljóst að þetta var rammasta alvara. Síðar, yfir jólin á Marselísborg, fengum við tækifæri til að kynnast Mary nánar, í tvo heila daga í faðmi fjölskyldunnar, þar sem við vorum öll og hegðuðum okkur jafn vel eða kjánalega og við nú gerum. Við átt- um ekki bara að vega hana og meta. Hún átti líka að sjá í hvers konar fjölskyldu hún væri komin og gera upp við sig hvort hún þyrði að binda trúss sitt við slíkt fólk. Ég geng út frá því að þeim þyki vænt um hvort annað. Það er gefið mál nú til dags. Það var það líka þegar foreldrar mínir giftu sig (Ingi- ríður drottning var af Bernadotte- ættinni, dóttir Gústafs Adólfs V Svía- konungs), en mömmu verkefni var líka að veita pabba þann stuðning sem hann þarfnaðist. Það fellur ým- islegt til, þótt engin sé starfslýsingin, því þetta er 24 tíma vinna á dag, all- an ársins hring. Þetta var það sem Mary átti að bindast. Friðrik er betur undir lífið búinn en pabbi var, vegna þess að Friðrik hefur lifað miklu fjölbreyttara og frjálsara lífi en pabbi fékk tækifæri til. Ég held að Friðrik eigi eftir að verða Mary mjög góð stoð. Und- anfarin ár hefur hann öðlast það innra öryggi sem er nauðsynlegt til þroska. Svo hittir hann Mary á hár- réttum tíma - og býr yfir hugrekki til að gefa því tækifæri, en samt ekki kasta sér út í neitt, fyrr en þau væru bæði viss.“ Eltingaleikur slúðurblaðanna Þetta síðdegi í Amalíenborgarhöll er það þroskuð ungkona, sem ersátt við sjálfa sig, ígóðu jafnvœgi ogafar ástfangin afFriðriki, sem drottning- in drekkur te með. „Það má vel vera að Mary hafi þótt þetta svolítil prófraun, en ég reyndi að gera allt til þess að henni liði ekki eins og hún hefði verið spurð útúr. Maður spyr ekki spurninga á þann hátt. Það gera menn ekki! Ég er að minnsta kosti ekki þannig. Ég er heldur ekki þannig gerð að vilja troða góðum ráðum upp á fólk. Við ræddum vítt og breitt og ég vonaðist eftir þvi að ég gæti sagt eitthvað sem skipti máli og hún gæti nýtt sér. Til að byrja með skipti það mestu máli að Mary fyndi, að hún væri hjart- anlega velkomin. Maður á ekki að vera nærgöngull, en Mary er búin að missa móður sína og ég hugsaði með mér, að ef ég gæti á einhvern hátt komið í hennar stað, þá langaði mig mikið til þess. Ég vildi að Mary vissi að ég væri til staðar ef hún þarfnaðist mín.“ Hvað Mary krónprinsessu varðaði, varþað risaskref, að stíga út úr lítt áberandi áströlsku lífi sínu og inn í óvcegið kastljós fjölmiðlanna. „Það er ljóst að það hefur verið yfir- þyrmandi fyrir báðar tengdadætur okkar að upplifa eltingaleik slúður- blaðanna. Hann getur á stundum orðið verulega Ijótur, en að mínu mati hafa þær staðið sig með prýði. Þetta eru greindar ungar konur, báð- ar tvær. Þegar við Hinrik giftum okkur var okkur sem betur fer hlíft við verstu hliðum afar ágengra fjölmiðla. í dag hafa mörkin fyrir því hve ná- lægt fjölmiðlarnir koma, færst enn nær. Hvað er til ráða? Sjálf sé ég ekki aðra úrkosti en að sleppa því að spila með. Á hinn bóginn tel ég líka, að í Danmörku eigum við okk- ur mennskara líf en sumir aðrir þjóð- höfðingjar, vegna þess að hér koma fjölmiðlar þrátt fyrir allt fram við okkur á mannsæmandi hátt. Ég hef sem betur fer aldrei reynt fjölmiðla að illkvittni.“ Nú stendur allt í blóma Þann 14. maí 2004 gengu Mary Elizabeth Donaldson og Friðrik krónprins af Danmörku í hjónaband í Frúarkirkju í Kaupmannahafnar- biskupsdæmi. Brúðhjónin viknuðu og sömuleiðis milljónir danskra og evrópskra áhorfenda sem fylgdust með atburðinum. Tvær manneskjur sem elska hvor aðra láta engan ósnortinn. 1 ræðu sinni í brúðkaupsveislunni í Fredensborgahöll kom drottningin með örlitla viðvörun, ekki einung- is til brúðhjónanna, heldur líka til hinnar brúðkaupsölvuðu dönsku þjóðar: „Já, nú stendur allt í blóma. Allir umhverfis ykkur eru glaðir og fagn- andi, en hér er ekki eilíft sumar, það getur komið bæði rigning og slag- veður. Og þrátt fyrir ferskan and- vara getur stundum verið þröngt í danska skrúðgarðinum, hvað svo sem hann er snotur að sjá.“ Fyrsta barn krónprinshjónanna, 15 marka drengur, fæddist þann 15. okt- óber 2005. Hjónin stíga dans í veislunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.