blaðið

Ulloq

blaðið - 05.11.2005, Qupperneq 48

blaðið - 05.11.2005, Qupperneq 48
48 I AFPREYING LAUGADAGUR 5. NÓVEMBER 2005 blaöiö Microsoft herðir róðurinn Microsoft hefiir ákveðið að spýta í lófana til þess að flýta verkefni sínu sem gengur út á að koma bókum úr Þjóðarbók- hlöðu Breta (British Library) á stafrænt form. Hafist verður handa skömmu eftir áramót við að skanna þær bækur sem ekki eru varðar með höfundar- réttarlögum og kemst þjónust- an í notkun strax á næsta ári. Asinn kemur í kjölfar þess að Google birti á þriðjudaginn fyrstu bækurnar sem skann- aðar hafa verið í hinu svipaða print.google.com verkefni. í því er netverjum boðið að leita f hinum fjölmörgu bókum sem fyrirtækið er búið að koma á stafrænt form og skoða þær síður sem skila niðurstöðum. Fimm ár í geimnum Út með loftpökkuðu nautasteik- ina með sveppum og epladuftið. Geimrannsóknastofnun Banda- ríkjanna, Nasa, hélt á miðviku- daginn hátíð utan loffhjúps jarðar í tilefni af fimm ára af- mælisvist í Alþjóðlegu geimstöð- inni. Þann annan nóvember 2000 kom fyrsti leiðangurinn í geimstöðina en síðan þá hafa menn verið óslitið í geimnum. Nú er tólfti leiðangurinn í stöð- inni og héldu þeir upp á þessa miklu hátið með hátíðarkvöld- verði. Á jörðu niðri urðu hátíða- höldin öllu fyrirferðarmeiri. Öflugasti bassi í heimi síðu 42 Á laugardögum birtir Blaðið enn veglegri Su Doku talna- þraut en aðra daga vikunnar. Þetta er gert vegna gífurlegra vinsælda þessarar dægradval- ar. Ásamt hinni hefðbundnu Su Doku þraut bjóðum við einnig upp á flólaiari Sam- urai Su Doku í samstarfi við 109 Su Doku. Lausnir birtast hér á mánudaginn. Nei, Atli í umbrotinu klikkaði ekki á myndinni með þessari grein. 1 raun og veru er þessi vifta öflugasti bassa- hátalari í heimi, Eminent Tech TRW 17, sem nær allt niður á tíðnisviðið 1Hz, sem er svipað og í þotuhreyfl- um, kjarnorkusprengjum og jarð- skorpuhreyfingum. Til samanburð- ar má nefna að á góðum degi nær venjulegur bassahátalari allt niður í 20Hz. Blöð viftunnar mynda loft- vegg á stærð við meðalstofu- vegg og breytir þannig öllu herberginu í einn risastóran bassahátalara. Verðið er þó ekki fyrir hvern sem er en eitt eintak af þessari há- væru viftu kostar tæpar 800 þúsund krónur. |i|Vb« li^A 1 w¥M*y 4VU1 I Mm áUmmm -útkomu DVDfagnað Hin alíslenska brettakvikmynd Why Not verður frumflutt sunn- an heiða í Laugarásbíói klukkan 18.00 í dag í tilefni af útgáfu myndarinnar á DVD. Það er Divine hópurinn frá Akureyri sem tók myndina á ferðalagi um Evrópu síðasta vetur og að sögn þeirra sem sáu frumsýningu myndarinnar norðan heiða í ágúst er þetta eðal snjóbretta og skeit mynd í bland við nett fíflalæti. Blackout Kvikmyndin Blackout verður svo sýnd strax að Why Not lokinni en hún kemur frá Villiköttunum (Wild- cats) frá Kanada en þrír úr Divine rákust á Villi- kettina við tökur á þeirri mynd hér á landi svo tökur frá Islandi er að finna á myndinni. Sætaframboð er takmarkað og verðið er hóf- lega ákveðið 500 krónur svo það er spurning um að mæta snemma. - ...-..- Akureyri Divine hópurinn er stoltur af upprunanum. Niður með fokkuna, Jón Fjórða útgáfa leiksins Sýndarskip- herrann (Virtual Skipper) kemur út á næstunni og er framleiðand- inn, Nadeo, farinn að monta sig af útkomunni. í tilkynningu segir að hin nýja útgáfa sé jafngóð fyrir sjó- fara sem aðra þar sem aldrei hafi sést annar eins leikur. Þá segir að leikurinn nái að kalla fram fegurð hafsins á tölvuskjáinn auk þess sem það hegði sér eins og í raunveruleik- anum. í leiknum stjórna spilarar skútum og geta keppt í heimsfræg- um siglingakeppnum við enn fræg- ari hafnarborgir, s.s. Rio de Janiero, Marseilles, Valencia, Sidney og San Fransisco. Myndbrot úr leiknum lofar góðu en tíminn leiðir í ljós hversu vel ís- lenskt áhugafólk um siglingar tekur honum. Resident Evil gengur aftur Nintendo DS útgáfa af upphaflegu uppvakningaslátruninni .Resident Evil, er væntanleg á næsta ári. Þeir sem fengið hafa að skoða leikinn eru á því að sæmilega hafi tekist til og fagna því að sígildur leikur sem þessi komi út fyrir DS vélina. Sýnis- hornið er að minnsta kosti sagt lofa góðu og er það víst á allan hátt eins og upphaflegi leikurinn, nema það er búið að koma honum úr PlayStati- on í Nintendo. Hins vegar kom Resident Evil 4 fyr- ir PlayStation 2 til Islands í fyrradag. Þar fara leikmenn í hlutverk Leon S Kennedy sem þarf að finna dóttur forseta Bandaríkjanna en henni hef- ur verið rænt. Okkar maður heldur til Evrópu í leit sinni og leiða atburð- ir hann inní afskekkt þorp þar sem hræðileg veira hefur lagst á íbúana. Leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára og er aðeins fyrir þá hörðustu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.