blaðið - 05.11.2005, Page 47

blaðið - 05.11.2005, Page 47
blaöið LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 ÍÞRÓTTZR I 47 Enski boltinn um helgina Um helgina fer fram n.um- ferð ensku úrvalsdeildar- innar í knattspyrnu og umfjöllun um leik Manc- hester United og Chelsea er annarsstaðar á síðunni. Aðrir leikir helgarinnar eru: I dag klukkan 12.45 mætast Aston Villa og Liverpool á Villa Park í Birmingham. Liverpool hefur verið aðeins á uppleið að undanfórnu en sigur í síðustu umferð gegn West Ham var afar þýðingarmikill. Liðið er þó enn í i3.sæti með 13 stig en í 9 leikjum. Aston Villa er þremur sætum neðar en í 11 leikjum. Það má búast við hörkuleik og líkleg úrslit eru jafntefli eða útisigur. Klukkan 15.001 dag eru 5 leikir. Arsenal - Sunderland fer fram á Higbury í London. Þetta ætti að verða auðveldur heimasigur hjá Arsenal og önnur úrslit eru stórslys fyrir Arsene Wenger og hans menn. Blackburn - Charlton fer fram á heimavelli Blackburn. Hermann Hreiðarsson verður án efa í byrjunarliði Charlton en liðið hefur unnið alla sína fimm leiki til þessa á útivelli í deildinni og er 1 ó.sæti með 19 stig en Blackburn er í i2.sæti með 14 stig. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Hemma Hreiðars og félaga og líklegt er að þeir tapi sínum fyrstu stigum á útivelli á leiktíðinni í þessum leik. Fulham - Manchester City fer fram á Craven Cottage heimavelli Fulham sem er fyrir leikinn í ís.sæti með aðeins 9 stig en City er komið fjórða sæti með 20 stig. Það má teljast líklegt að gott gengi strákanna hans Stuart Pearce í City haldi áfram og þeir vinni Fulham. Newcastle - Birmingham fer fram í Newcastle og þar má fastlega reikna með að Newcastle með Michael Owen og Alan Shearer í fantaformi rúlli upp meiðslahrjáðu liði Birmingham en 11 leik- menn liðsins eru meiddir. West Ham - W.B.A. mætast á Upton Park heimavelli Hamr- anna. West Ham er í 9,sæti með 15 stig en W.B.A. er í fjórða neðsta sæti með 8 stig. Bæði lið töpuðu um síðustu helgi og hvorugu tókst að skora f leik sínum. Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið uppá framhaldið að gera.West Ham til að halda sér í efri hlutanum og W.B.A. til að þoka sér frá fallbaráttunni að sinni. Við skjótum á heimasigur. Klukkan 17.15 í dag leika Portsmouth og Wigan á Fratton Park f Portsmouth. Hvenær springur blaðran hjá Wigan sem er í öðru sæti deildarinn- ar? Kannski verður það í þess- um leik, en þeir gætu hangið á jafntefli sem yrðu mjög góð úrslit fyrir þá. Portsmouth er f i4.sæti með 10 stig en þeir burst- uðu Sunderland um síðustu helgi 1-4 sem gefur þeim aukið sjálfstraust fyrir þennan leik. lan Rush - lcelandair Masters í dag Icelandair og enska knattspyrnugoð- ið Ian Rush flautuðu til leiks í gær á fótboltamóti fyrir lengra komna knattspyrnumenn, eins og segir í fréttatilkynningu mótsins. Þarna verða samankomnir marg- ir frægir fótboltamenn frá Englandi sem og héðan frá íslandi. Frá Eng- landi má nefna Ian Rush, John Wark, Tony Woodcock, Graham Rix, Frank Stapleton, Clayton Blackmore og Jan Mölby. Sky Sports íþróttasjónvarpsstöðin er að auki hér á landi að gera sérstak- an þátt um mótið. Margir af þekktari knattspyrnu- mönnum okkar Islendinga á undan- förnum áratugum verða með í þessu móti og leika undir merkjum Ice- landair. Leikmennirnir eru; Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson, Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Arn- ór Guðjohnsen, Sverrir Sverrisson, Arnar Gunnlaugsson, Kristinn Tóm- asson og markvörðurinn Þorsteinn Bjarnason. Þó svo að þessir leikmenn séu komnir af léttasta skeiði, þá þarf topp- dómara því oft er það þannig að hug- urinn ber menn lengra en getan, eða þannig. Kristinn Jakobsson, Gylfi Þór Orrason, Garðar Örn Hinriksson, Erlendur Eiríksson og Eyjólfur Ólafs- son verða dómarar á mótinu. Orslitin hefjast klukkan 13.00 í dag í Egilshöllinni. B BlaíiS/Frikki Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu Jón Hjartarson rithöfundur og leikari skráði Við fögnum útgáfunni með skemmtun í Kringlunni laugardaginn 5. nóvember kl. 14 Fram koma ■ jÉHnHHI Sigríður Þorvaldsdóttir WsBbKíÍmÆjSBsm£HB& Þórunn Lárusdóttir jón Hjartarson 'fHP1 Ingibjörg Lárusdóttir og fleiri. Þetta er skemmtileg bók um skemmtilega, jákvæða og sem sannarlega hefur þurft á þeim eiginleikum að halda til að takast á við lífið. Sérstakt tilboð í verslununum Mál og menning, Penninn og Eymundsson: 3380 kr.l um ramma þi;/7 >a(dsdt'óttw lakkonu ml HP.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.