blaðið - 08.11.2005, Page 8

blaðið - 08.11.2005, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2005 Waóið Héraðsstjóri lifir af árás Dauðsfall í kjölfar óeirða Ný komið ^Duxur.f^f Grímsbævið Bústaðarveg • Ármúta 15 • Hafnarstræti 106 600 Akureyri • Sfmi 588 8050. 588 8488. 462 4010 email: smartgina@simnet.is græna linan ’arian restaurant Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, var handtekinn í Chile í gær, aðeins örfáum tímum eftir komu hans til landsins. Fujimori sem er 67 ára var handtekinn á grundvelli framsalskröfu stjórnvalda í Perú en hann er eftirlýstur vegna ákæra um spillingu og mannréttindabrot. Hann kom til Chile á sunnudag án þess að gera boð á undan sér til að vekja athygli á framboði sínu til for- seta Perú. „Ég hef í hyggju að dvelja tímabundið í Chile til að efna loforð mitt við stóran hluta perúísku þjóð- arinnar sem hefur hvatt mig til að bjóða mig fram til forseta Perú í kosningunum 2006,“ sagði hann. Fujimori lýsti því yfir fyrir fáeinum vikum að hann hyggðist bjóða sig fram í forsetakosningunum í land- inu á næsta ári þrátt fyrir að hann ætti yfir höfði sér handtöku ef hann kæmi til landsins. Lögregla sagði að Fujimori yrði í Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, var handtekinn í Santiago í Chile í gær. haldi á meðan beðið væri ákvörðun- ar um hvað gert yrði við framsals- kröfu stjórnvalda í Perú. Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann hefur dvalið í Japan síðan hann hraktist frá Perú árið 2000 en hann er af japönsku bergi brotinn og með japanskan ríkisborgararétt. Þar sem hann er japanskur ríkis- borgari hefur ekki verið hægt að fá hann framseldan frá Japan. ■ Ofbeldi fœrist enn í aukana í Frakklandi. Tveir lögreglumenn sœrðust alvarlega eftir skotárás og kveikt var í meira en 1400 bílum aðfararnótt mánudags. Slokkviliðsmaður þerrar augun inni í rústum kvikmyndavers sem brann í Asniéres-sur- Seine, úthverfi Parlsar. Reynt var að ráða Sher Mohammed, héraðsstjóra í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans, af dögum í gærmorgun. Árásarmaðurinn sprengdi bíl sinn í loft upp þegar Mo- hammed var á leið á skrifstofu sína í héraðshöfuðborginni Lashkar Gah. Héraðsstjórinn slapp án meiðsla en tilræðismaðurinn missti báða hend- ur og fætur. Leyniþjónustumenn reyndu í gær að fá hann til að gefa sér eins miklar upplýsingar og hægt væri enda var honum vart hugað líf. Maður sem sagðist vera talsmaður stuðningsmanna ríkisstjórnar Tali- bana sem steypt var af stóli árið 2001 lýsti yfir ábyrgð á árásinni. „Sjálfsmorðsárásin var gerð af ein- um af hinum heilögu stríðsmönnum okkar. Hann hét Salahuddin og var 55 ára,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði að árásinni hefði verið beint gegn hersveitum Bandaríkjamanna sem hafa bækistöðvar nálægt skrif- stofu héraðsstjórans. Talsmaður hér- aðsstjórans sagði að í gærmorgun hefði hann haft í hyggju að funda með talsmönnum Bandaríkjahers og öryggissveitum til að ræða örygg- ismál í hinu róstursama héraði. ■ Maður á sjötugsaldri sem misst hafði meðvitund eftir barsmíðar í Stains, úthverfi Parísar, lést í gær á sjúkrahúsi. Þetta er fyrsta dauðsfall- ið sem tilkynnt er um síðan óeirðirn- ar hófust í úthverfum borgarinnar fyrir 12 dögum. f Grigny sunnan við París þurfti að flytja tvo lögreglu- menn alvarlega slasaða á sjúkrahús eftir að skotið hafði verið á þá með haglabyssu. Hvorugur mun þó vera í lífshættu. Félagar lögreglumann- anna sögðu að unglingagengi hefði setið fyrir þeim og ráðist á þá. Á fjórða tug lögregluþjóna særð- ust í átökum við óeirðaseggi aðfarar- nótt mánudags og eldur var lagður að meira en 1400 farartækjum um land allt. Kvikmyndaver brann til grunna og reynt var að kveikja í fjölda opinberra bygginga. Þetta eru mestu óeirðir í landinu í áratugi og hefur ofbeldið aukist á hverjum degi og breiðst út til fleiri borga og lands- hluta. Ennfremur var kveikt í fimm bílum fyrir framan aðalbrautar- stöðina í Brussel í Belgíu og er það í fyrsta sinn sem óeirðirnar berast út fyrir landamæri Frakklands. Ríkisstjórnir nokkurra landa hafa varað þegna sína við því að ferð- ast til Frakklands vegna ofbeldisins sem þar geisar. Yfirvöld sæta harðri gagnrýni Frönskyfirvöld hafa verið harkalega gagnrýnd fyrir vangetu þeirra við að stöðva ofbeldið þrátt fyrir að hafa beitt fjölmennu lögregluliði gegn óeirðaseggjum og hvatt til friðar. Jacques Chirac, Frakklandsforseti, hélt neyðarfund með ríkisstjórn- inni á sunnudag vegna ástandsins. ,Lögin verða að eiga síðasta orðið,“ sagði Chirac eftir fundinn. „Frakk- ar eru staðráðnir í því að vera sterk- ari en þeir sem vilja sá fræjum of- beldis eða ótta og þeir munu verða handteknir, dæmdir og þeim refsað,“ sagði Chirac. Einnig hvöttu stærstu samtök múslima í Frakklandi til þess að látið yrði af öllu ofbeldi og eyðileggingu. ■ Fujimori hand- tekinn í Chile Sýrlendingar íhuga beiðni Sameinuðu þjóð- anna: Mehlis vill yfirheyra mág forsetans Sýrlendingar hafa ekki svarað formlegri beiðni Sameinuðu þjóðanna um að fá að yfirheyra sex sýrlenska embættismenn í tengslum við morðið á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forseta Líbanons. Sýrlenskur embættis- maður sem ekld vildi láta nafns sín getið sagði þó að verið væri að íhuga beiðnina í gær. Dagblaðið Al-Hayat hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að einn sexmenninganna sé Assef Shawkat, mágur Bashar al- Assads, forseta Sýrlands. Shawk- at var háttsettur yfirmaður innan leyniþjónustu sýrlenska hersins. Þrír aðrir úr hópi sex- menninganna voru einnig hátt- settir innan leyniþjónustunnar og tveir þeirra gengust undir herþjálfun í Beirút um það leyti sem morðið var framið. Þýski saksóknarinn Detlev Mehlis sem hefur stjórnað rannsókninni hefur kvartað yfir því að sýrlensk stjórnvöld og embættismenn séu ekki nógu samvinnuþýð. Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna fór fram á það í lok síðasta mán- uðar að Sýrlendingar sýndu rannsóknarnefndinni fullan samtarfsvilja annars yrði gripið til „frekari aðgerða" gegn þeim. Dauðadæmd- ur flóttafangi handsamaður Flóttafangi sem dæmdur hafði verið til dauða var handtekinn í Louisiana á sunnudag eftir að hafa verið þrjá daga á flótta. Lögregla handtók Charles Victor Thompson þar sem hann var ofurölvi fyrir utan vínbúð í bænum Shreveport í Louisiana. Thompson tókst að flýja þegar til stóð að flytja hann á milli fangelsa í Houston í Texas á fimmtudag með því að klæðast borgaralegum fötum og villa á sér heimildir. Thompson sem er 35 ára var upphaflega sakfelldur árið 1999 fyrir að hafa skotið fyrrverandi kærustu sína og vin hennar til bana en hlaut dauðadóm í lok síðasta mánaðar. (JUtTILBOÐ aðeins kr. á mann 5777000 Hraunbær 121 Tilboöiö gildir alla virka daga frá kl 11:00 til 17:00

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.