blaðið - 08.11.2005, Síða 16

blaðið - 08.11.2005, Síða 16
16 I WEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 200S blaöiö Jólabókaverðstríð að hefjast Nú fer jólavertíðin í hönd hjá bóksölum. Fjöldi titla er þegar kominn í sölu og fleiri eiga eftir að bætast við. Blaðamaður komst að því að tveir bókatitlar vinsælla bóka eru þegar komnir á tilboðsverð og eiga eflaust eftir að lækka meira þegar nær dregur jólum. Þannig voru Vetararborgin og Myndin af pabba báðar á 4.690 hjá Máli og menningu og Eymundsson en hafa nú lækkað umtalsvert. Undanfarin ár hafa matvöruverslanir boðið upp á bækur fyrir jól og kappkostað að selja þær lægra en bókabúðirnar. Á móti kemur að bókabúðir státa af mun fleiri titlum. Þannig komst blaðamaður að því að bókabúð Eymundsson- ar státar af 8-9000 titlum á meðan fjöldi titla í matvöruverslunum er nokkur hundruð. Margrét Kristín Pálsdóttir hjá Máli og menningu segir fólk vera farið að kaupa jólabæk- urnar. Mál og menning heldur úti metsölulista vikunnar og þann- ig geta kaupendur áttað sig á hvað er vinsælast hverju sinni. „Þær bækur sem eru vinsælastar hjá okkur núna eru Valkyrjur eftir Þráinn Bertelsson, Skuggabaldur eftir Sjón og sömuleiðis Argóarflísin eftir sama h ö f u n d segir Margr- ét og bæt- ir við að Sjón hafi verið vinsæll frá því hann fékk bókmennta- verðlaun Norður- landaráðs. Marg- ét segir bókina um Jörðina líka mjög vinsæla ásamt bókinni Við enda hringsins eft- ir Tom Eglan. Benedikt Sigurðs- son verslunarstjóri í bókaverslun Ey- mundssonar segir söluna fara mjög vel á stað og að hún sé alltaf að færast fyrr á árið. „Bækurnar eru að koma fyrr út nú en áður og útgáfa er orðin dreifðari en hún var,“ segir Benedikt. Hann segir að það eigi eflaust eftir að verða verðstríð á bókum fyrir þessi jól eins og undanfarið. „Vin- sælustu titlarnir fara á kostnaðarverði vegna verð- stríðsins,“ segir Benedikt og bætir við að það græði enginn sem selji bækurnar á því verði. Hann er þó bjartsýnn á jólasöluna og segir hana fara vel á stað. Hagkaup býður upp á 300 bóka- titla fyrir þessi jól að sögn Hildar Guðlaugsdóttur innkaupamanns hjá Hagkaupum. Um síðustu helgi var tilboð á hókum hjá þeim en Hild- ur segir verðið endurmetið frá degi til dags. „Jólavertíðin er rétt að byrja en samkeppnin eykst þegar nær dregur jólum,“ segir Hildur. Hún seg- ir Hagkaup kappkosta að hafa lægra verð en bókabúðirnar. 1 Bónus fengust þau svör að bóka- vertíðin þar yrði ekki komin á fullt skrið fyrr en í lok nóvember. Sam- kvæmt upplýsingum er Vetrarborg- in að koma í verslanir á allra næstu dögum og er gert ráð fyrir að hún verði á 3.599 kr. Hjá Bónus er kapp- kostað að vera með lægsta verðið og þeir kanna verð hjá öðrum bók- sölum reglulega. Bónus bíður upp á 200-250 titla í stóru búðunum. ■ Verðsamanburður á tveimur bókatitlum Vetrarborgin Myndin af pabba Mál og menning 3.750 3.280 Eymundsson 3.750 3.280 Hagkaup 3.987 2.788 Bónus 3.599 2.899 <K> HYurmm hefur gæðin Ven Bí 11 á mynd : Hyun I; ÁreiSanleiki og lúxus Sigurvegari í alþjóólegum gæóakönnunum ,>8&L - Grjóthálsi 1 - 11I Reykja\ Qj»ÍÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 TIL l8 OG tAU ^r REYKJAItÉ’SBÆ SÍMI 921 4A44 * JG BÍLAR EGILS ÍLASALA AKUREYRAR __

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.