blaðið

Ulloq

blaðið - 08.11.2005, Qupperneq 17

blaðið - 08.11.2005, Qupperneq 17
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 2005 NEYTENDUR I 17 Losnið við jólaösina, verslið á netinu Nú þegar jólin nálgast er ekki seinna vænna fyrir þá sem vilja vera tímanlega í jólainnkaupun- um til að losna við mestu ösina að fara að huga að þeim. Þægilegasta leiðin er vitanlega að versla þær á netinu og þurfa því aldrei að stíga fæti inní verslunarmiðstöð. Þá er bandaríski dollarinn afar lágur um þessar mundir, eða rétt um 60 krónur, og því tilvalið að reyna að versla sem mest í þeirri mynt. Blaðið skoðaði nokkra möguleika sem eru í boði. Bækur, DVD-myndir og geisladiskar Á Amazon er hægt að kaupa bæk- ur, geisladiska og DVD myndir á prýðilegu verði. Þar hófst til að mynda alveg ótrúleg útsala á DVD myndum nýlega og eru þær boðnar til sölu á verði sem nær allt niður í 6,99 dollara á hverja mynd og allt að 35% afsláttur er á vinsælustu mynd- unum. Þá er framboð á erlendum bókum mjög frambærilegt fyrir þá sem hyggjast gefa harða pakka. Samkvæmt upplýsingum frá Toll- stjóraembættinu þá skiptir þó máli hvaðan er pantað þegar reiknaður er út kostnaður þar sem að almennur io% tollur leggst á allar hljómplötur sem pantaðar eru utan EES-svæð- isins og þar af leiðandi allar hljóm- plötur frá Bandaríkjunum. Ofan á verð allra innfluttra vara leggst líka ætíð 24,5% virðisaukaskattur. www.amazon.com ShopUsa ShopUsa er ekki eiginleg verslun held- ur fyrirtæki sem hjálpar neytendum að komast í tæri við vefverslanir í Bandaríkjunum og þannig nálgast vörur á lægsta mögulega verði. Mark- mið ShopUsa er að gefa viðskiptavin- um sínum fleiri valmöguleika í versl- un enda má finna ótal vörutegundir og vörumerki á veraldarvefnum sem fást ekki á íslandi. Þá er vefverslun notendavænni en önnur að því leyti að hún er opin og aðgengileg allan sólarhringinn en er ekki bundin annmörkum opnunartíma. Munurinn á því að panta í gegn- um ShopUsa og að panta sjálfur á netinu er fólginn í því að öll papp- írsvinna og tollfrágangur er unnin fyrir viðskiptavininn og hann greið- ir einungis eitt afgreiðslugjald ofan á erlenda kaupverðið. Viðkomandi netverslun sendir þá vöruna til Shop- Usa á íslandi sem síðan sér um að afhenda viðskiptavinunum vöruna gegn fyrirfram umsömdu gjaldi. www.shopusa.is Veggfóður fyrir ævintýragjarna Fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á nánasta umhverfi sínu er Wallpaper. com tilvalin vefsíða. Þar er hægt að versla sér alveg nýjan veruleika á mjög einfaldan og handhægan hátt. Meðal þess sem er í boði er sólarströnd, him- ingeimur, landslög af ýmsum toga eða neðansjávarheimur til að líma á vegg- inn og skapa stemmningu sem ekki er hægt að ná fram með málningu. Einnig er hægt að kaupa hefðbundn- ari lausnir eins og ýmiskonar mynstur, liti eða renninga auk þess sem að holl- ráð eru gefin fyrir væntanlega vegg- fóðrara. Því er veggfóður ffá Wallpap- er.com tilvahnn í jólapakka þess sem að þráir nýtt umhverfi en af einhverj- um ástæðum kemst ekki í burtu. Um tvær vikur tekur að fá vöruna afhenta þannig að gott er að vera tímanlega í pöntun. www.wallpaper.com Kolaport- ið er alltaf til staðar Ogþar er margt að sjá Kolaportið hefur nú verið starfrækt í miðborg Reykjavík- ur í nær tvo áratugi og hefur notið viðvarandi vinsælda allt frá upphafi. Fyrstu fimm árin var það staðsett í bilageymslu bílastæðasjóðs Reykjavíkur- borgar, en fluttist á neðstu hæð Tollhússins við Tryggva- götu árið 1994 og hefur verið þar síðan. í Kolaportinu má jafnan gera góð kaup á hinum ýmsustu vörum, hvort sem sóst er eftir góðum saltfiski, þungarokksbolum eða ódýrum DVD-myndum (heyrst hefur af básum sem selja ónotaðar, nýút- gefnar myndir á lægra verði en kostar að leigja þær!) má alltaf fá það aðeins ódýrara í portinu. Sparnaður er hinsvegar ekki eina ástæðan fyrir því að fólk sækir Kolaportið heim um helgar; hin sérstæða stemmn- ing sem þar myndast getur verið gufis ígildi. Fastagestir portsins vita sem er að hægur leikur er að koma sér upp bás þar tímabundið og losa þar með geymsluna úr greypum gærdagsins jafnframt því sem buddan bólgnar lítið eitt. Komandi jólahátíð krefst bæði hreingerninga svo og aukinna fjárútláta, þannig að úrræða- góðir borgarbúar gætu gert margt vitlausara en að leggja í bás einhverja helgina fram að henni. Bása má panta á vefsíðu Kolaportsins, www.kolaportid. is, og greiða með millifærslu - en greiðslu þarf að reiða af hendi í síðsta lagi miðvikudag- inn fyrir þá helgi sem ætlunin er að starfrækja básinn. Sér- stakir kompudagar eru haldnir af og til og hafa verið fastur liður í starfsemi portsins um árabil, er þá ódýrara að leigja bás undir notaða vöru en aðra daga. Næstu kompudagar verða helgina 26.-27. nóvember. haukur@vbl.is Auglýsingadeild 510-3744 ... en gerðu kröfur um gæði „Við hjá Leonard gerum kröfur um gæði. Verslunarlausnin LS Retail frá Landsteinum Streng uppfyllir kröfur starfsemi okkar í Kringlunni og Leifsstöð." Sævar Jónsson, verslunareigandi. LS Retail frá Landsteinum Streng er verslunarlausn fyrir margþættan rekstur sem heldur utan um alla aðfangakeðjuna á einum grunni og býr til samfellt flæði allt frá afgreiðslukassa til skrifstofu. Þú færð skýrslur og heildaryfirsýn í umhverfi sem þú þekkirfrá Microsoft og getur nýtt þér Outlook, Word, Excel og aðrar vörur frá Microsoft. LS Retail er verslunarlausn fyrir fólk sem gerir kröfur um gæði! Microsoft Business Solutions Global ISV Partner of the Year 2005 Lausnir frá Landsteinum Streng eru notaðar I fleiri en 6.700 verslunum með yfir 20.000 afgreiðslukössum víðsvegar um heim. Meðal ánægðra viðskiptavina má nefna: IKEA. Adidas, Debenhams, Pizza Hut, Booths supermarkets, Moss Pharmacy og Concept Sports International (EURO 2004, Olympic Games 2004). LandsteinarStrengur Ármúla 7-108 Reykjavík - Sími 550 9000 - www.landsteinarstrengur.is Microsoft GOLD CERTIFIEP Partrter

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.