blaðið - 09.11.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Flugvél hrapar
á verslun
Lítil flugvél brotlenti á
Wal-Mart verslun í bænum
Manchester í New Hampshire í
Bandaríkjunum í gær. Flug-
maður vélarinnar virðist hafa
slasast alvarlega en ekki er
vitað til þess að nokkur hafi
slasast á jörðu niðri. Verslunin
var rýmd í kjölfar slyssins. Vél-
in, sem var notuð til vöruflutn-
inga, var nýbúin að taka á loft
af flugvelli í nágrenninu þegar
hún hrapaði og sagði vitni að
svo virtist sem flugmaðurinn
hefði ætlað að reyna að lenda
á ný með þessum afleiðingum.
Drukkin hjaít-
ardýr ráðast
á elliheimili
Ibúum á elliheimili í Svíþjóð
brá heldur betur í brún þegar
tvö kengfull hjartardýr réðust
inn á lóð heimilisins. Dýrin
tvö, kýr ásamt kálfi sínum,
urðu drukkin af því að éta
epli sem farin voru að gerjast.
Eplin höfðu þau fundið fyrir
utan elliheimilið í bænum
Sibbhult í suðurhluta Svíþjóð-
ar. Lögreglu tókst að stöldcva
dýrunum á flótta en þau
snéru brátt aftur enda sólgin
í hina forboðnu ávexti. Voru
þau orðin drukkin mjög og
árásargjörn og þurfti því að
kalla til veiðimann ásamt
hundi til að koma þeim burt af
lóðinni. Lögregla veitti þeim
ekki eftirför en gekk úr skugga
um að eplin væru íjarlægð
Franska ríkisstjórnin setur neyðarlög vegna ástandsins í landinu:
Heimilt að setja á útgöngubann
Franska ríkisstjórnin setti í gær neyð-
arlög vegna óeirðanna sem hafa geis-
að í landinu í næstum tvær vikur.
Samkvæmt lögunum verður meðal
annars heimilt að setja á útgöngu-
bann í borgum og bæjum í landinu.
Jacques Chirac, forseti Frakklands,
sagði að lagasetningin væri nauðsyn-
leg til að koma aftur á friði og ró í
landinu en óeirðirnar sem þar hafa
geisað eru þær verstu í áratugi. Þeir
sem brjóta útgöngubannið eiga yfir
höfði sér allt að tveggja mánaða fang-
elsisvist. Dominique de Villepin hét
því að koma aftur á reglu í landinu
en varaði við að það kynni að taka
tíma. Aðeins dró úr óeirðunum í
nágrenni Parísar aðfararnótt þriðju-
Hræ bíla sem óeirðaseggir lögðu eld að í
Strassbourg f austurhluta Frakklands.
dags eftir að skotið hafði verið á lög-
reglu kvöldið áður en í öðrum hlut-
um Frakklands héldu þær áfram
af fullum krafti. Gengi evrunnar
lækkaði í gær vegna ofbeldisins og
franskir embættismenn hafa áhyggj-
ur af þvi að ástandið kunni að hafa
áhrif á ferðamannaiðnaðinn og fjár-
festingar í landinu. Borgaryfirvöld
í París gáfu frá sér tilkynningu í
gær þess efnis að ferðamönnum
væri óhætt að koma til borgarinnar
en ríkisstjórnir ýmissa landa hafa
varað þegna sína við að ferðast til
Frakklands vegna ástandsins þar.
Ekki hefur dregið að ráði úr ferða-
mannastraumi til landsins eftir að
óeirðirnar brutust út en Frakkland
er eitt af mestu ferðamannalönd-
um heims og þangað koma um 75
milljónir ferðamanna á ári hverju.
íranar standa fast á sínu
Hótanir um að íranar verði kærðir
fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóð-
ana og verði jafnvel beittir refsiað-
gerðum í kjölfarið fá þá ekki til að
hætta við kjarnorkuáætlanir sínar
segir Ali Larijani, aðalsamninga-
maður Irana í viðræðum um kjarn-
orkumál í gær. „Öryggisráðið mun
ekki hræða frana til hlýðni. Við
tökum slíkar hótanir ekki alvarlega,"
sagði Ali við fréttamenn. Yfirvöld í
Teheran neita ásökunum Bandaríkj-
anna um að tilgangur kjarnorkuáætl-
unarinnar sé að framleiða kjarna-
sprengjur. Bæði Evrópusambandið
og Bandaríkin hafa ítrekað varað Ir-
ana við því að þeir verði kærðir fyrir
Öryggisráðinu nema þeir fylgi álykt-
unAlþjóðakjarnorkumálastofnunar-
Aðalsamningamaður (rana, Ali Larijani, í
viðræðum um kjarnorkumál
innar frá því í september. Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunin mun ræða
kjarnorkumál írana á ný síðar í mán-
uðinum en stofnunin hefur lýst yfir
ánægju sinni með bætta samvinnu
við þá á undanförnum vikum.
Ali Larijani hefur boðið Evrópusam-
bandinu upp á að taka aftur upp við-
ræður um kjarnorkumál landsins
sem fóru út um þúfur fyrir nokkr-
um vikum. Larijani segir ennfremur
að tilboðið sé síðasta tilraun þeirra
til að blása lifi í samningaviðræðurn-
ar. Hann lagði áherslu á að íranar
myndu aldrei láta af kröfu sinni um
réttinn til að auðga úran en fyrri
viðræður um kjarnorkumál írana
steyttu einmitt á þeirri kröfu. Larij-
ani sendi utanríkisráðherrum Bret-
lands, Frakklands og Þýskalands
tilboð um að taka upp viðræður á ný
á sunnudag. Ráðherrarnir segjast
vera að íhuga tillögur Larijanis en
hafa ekki sagt af eða á um hvort þeir
hyggist ganga að þvi.
Brýn þörf á
matvælaaðstoð
Fimm milljónir manna eru í
brýnni þörf á matvælaaðstoð
í Malaví en verð á maískorni
hefur hækkað svo mikið að
margir hafa ekki efni á því.
Uladi Mussa, landbúnaðarmála-
ráðherra Malaví sagði að á
einum mánuði hefði heild-
söluverð á maís tvöfaldast. Nú
kostar kílóið af maískorni 30
bandarísk sent en var áður að-
eins 15 sent. Hækkunin reynist
mörgum illviðráðanleg í landi
þar sem meira en þrír fjórðu
þjóðarinnar hfa á minna en
einum Bandaríkjadal á dag.
Fjórir hermenn
farast í sjálfs-
morðsárás
Fjórir bandarískir hermenn fór-
ust í árás sjálfsmorðssprengju-
manns við eftirlitsstöð fyrir
sunnan Bagdad á mánudag.
Sjálfsmorðsárásirnar voru gerð-
ar þegar bandarískar og íraskar
hersveitir börðust við stríðs-
menn úr röðum A1 Kaída-sam-
takanna í bænum Husaybah
við landamæri Sýrlands.
Hernaðaryfirvöld telja að marg-
ir erlendir stríðsmenn komi
til landsins gegnum bæinn.
Þá hefur yfirráð bandaríska
hersins sagt að fimm her-
menn úr úrvalssveitum
hafi verið ákærðir fyrir að
misþyrma íröskum fongum.
Mennirnir hafa verið færðir
til í starfi á meðan rannsókn
á málinu stendur yfir.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
Kærar þakkir fyrir þátttöku í glæsilegasta prófkjöri sem haldið hefur verið.
Sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík og meðlimum þeirra eru færðar innilegar þakkir fyrir
óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd prófkjörsins.
Frambjóðendum í prófkjörinu er þökkuð drengileg og heiðarleg kosningabarátta.
Með ósk um að prófkjörið sé fyrsti áfanginn í sigri sjálfstæðismanna
í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Með góðri kveðju,
Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík