blaðið - 09.11.2005, Page 12

blaðið - 09.11.2005, Page 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaóió Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ástralíu Yfirvöld telja sighafa komið í vegfyrir alvarlega hryðjuverkaárás með handtöku íygrunaðra hryðjuverkamanna í Sydney ogMelbourne. Búast má viðfrekari handtökum á nœstunni. Lögregla í Ástralíu handtók 17 grun- aða hryðjuverkamenn í tveimur stærstu borgum landsins í gær. Yf- irvöld segja að með aðgerðunum hafi þau komið í veg fyrir hryðju- verkaárás sem hefði haft hörmu- legar afleiðingar í för með sér. Rót- tækur múslimaklerkur hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt árásirnar. Meira en 500 lögreglu- menn sem nutu stuðnings þyrlna tóku þátt í áhlaupunum í Sydney og Melbourne. Átta manns voru hand- teknir í Sydney og níu í Melbourne og að auki voru vopn, tölvur, bak- pokar og efni til sprengjugerðar gerð upptæk. Einn hinna grunuðu var í lífs- hættu eftir að hafa skipst á skotum við lögreglu. Þá særðist lögreglumað- ur einnig lítillega. „Ég er ánægður með að við skulum hafa komið í veg fyrir það sem ég tel að hafi verið lokaundirbúningur fyrir meiriháttar hryðjuverkaárás hér í Ástralíu,“ sagði Ken Moroney, lögregluforingi í New South Wales í viðtali við útvarpsstöð. Síðar sagði hann að það mætti eiga von á frek- ari handtökum á næstu dögum og vikum. Howard varaði við hryðjuverkaógn John Howard, forsætisráðherra Ástr- alíu, sem varaði við hugsanlegum hryðjuverkaárásum í landinu í síð- ustu viku, þakkaði öryggissveitum fyrir framgöngu þeirra í sjónvarps- ávarpi. „Þetta land hefur aldrei verið undanskilið þegar kemur að hugsan- legum hryðjuverkaárásum,“ sagði Howard og bætti við að þannig yrði ástandið enn um sinn. Howard hrað- aði afgreiðslu umdeilds frumvarps um lög gegn hryðjuverkum í síðustu viku með þeim rökum að það væri nauðsynlegt til að geta brugðist við til- tekinni yfirvofandi hryðjuverkaógn. Sérfræðingur í eyðingu sprengja gengur í átt að lögreglumanni eftir að hafa kannað grunsamlegan bakpoka í nágrenni Sydney í gær. Líberíumenn kjósa forseta Önnur umferð forsetakosninganna í Líberíu var haldin í gær og stóð val- ið á milli George Weah og Ellen John- son Sirleaf. George Weah er fyrrver- andi knattspyrnustjarna sem hlaut mest fylgi allra frambjóðenda í fyrri umferð kosninganna. Weah er af mörgum talinn sigurstranglegastur en hann nýtur mikillar lýðhylli í hinu stríðshrjáða landi ekki síst meðal ungs fólks. Ellen Johnson Sirleaf er hagfræð- fyíuA CH-ánmx KÉRASTASE Sérfræðingur frá KÉRASTASE b/ður upp á hárgreiningu með hátækni tölvubúnaði föstudaginn 11. nóvember frá kl. 13-17. Dagana 14.-24. nóvember er 20% afsláttur af permanenti. Sími: 566 60 90 GK Snyrtistofq BIOTHERM Sérfræðingur frá BIOTHERM verður til ráðgjafar fimmtudag og föstudag frá kl. 13-18. Glæsilegir kaupaukar sé verslað fyrir kr. 4.000.- eða meira. Sími: 5 34 34 24 Kjarni - Þverholti 2, 270 Mosfellsbær ingur sem hefur langa reynslu að baki í stjórnmálum. Hún virðist hafa dregið á Weah á undanförnum tveimur vikum enda hefur hún ver- ið iðin við að gagnrýna hann og draga í efa getu hans til að stjórna landinu þar sem atvinnuleysi er mikið og ýmsa grunnþjónustu vantar eftir margra ára átök. Sirle- af sagði í viðtali við AFP-fréttastof- una að hún teldi að boðskapur sinn væri að skila sér til líberísku þjóðar- innar og ef allt gengi að óskum yrði hún fyrsta konan sem væri lýðræð- islega kjörin forseti í Afríkuríki. Stungin til bana af býflugum Hundruð þúsunda æstra bý- flugna stungu konu til bana eft- ir að bíll sem hún var í ók á raf- stöð þar sem þær höfðu byggt sér bú. Atvikið átti sér stað í Jóhannesarborg í Suður Afríku. Bráðaliði sem kom á vettvang sagði að konan og eiginmaður hennar hefðu reynt að komast út úr bílnum en ekki getað það fyrir býflugnasveimnum. Hann sagði ennfremur að býflugurn- ar hefðu gert sig heimakomnar í gömlu rafstöðinni og kynnu innrásinni illa. Konan sem var á sjötugsaldri lést á staðnum en eiginmaður hennar var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús og mun að öllum líkindum ná sér. Handsprengja grandar þremur Handsprengja sem notuð var í bolta stað í kastleik varð þremur ungmennum að bana í Novi Grad í Bosníu á laugardag. Tveir menn um tvítugt létu lífið samstundis en stúlka á sama aldri lést á leið á sjúkrahús. Þrjú ungmenni til viðbótar slösuðust misalvarlega í spreng- ingunni. Sprengingin átti sér stað skömmu eff ir hádegi á svæði í bænum þar sem ungt fólk kemur gjarnan saman. Lög- regla sagði að rannsókn hefði verið fyrirskipuð á atvikinu og neitaði að tjá sig frekar um það. Vitni sögðu að ungmennin hefðu kastað sprengjunni á milli sín áður en hún spralck í höndum eins þeirra. Mikið er um ólögleg vopn í Bosníu síðan í stríðinu frá 1992 - 1995 og hræðileg atvik sem þessi eiga séroft stað þrátt fyrir að lögregla og friðargæslulið hafi hvatt fólk til að sldla vopnunum. Maraþonhlauparinn Paul Tergat er einnig sendiherra Alþjóðamatvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna. Maraþonhlaupari sendiherra gegn hungri Kenýski maraþonhlauparinn Paul Tergat sem sigraði í New York maraþoninu er einnig sendiherra gegn hungri fýrir Alþjóðamatvæla- áætlun (World Food Programme) Sameinuðu þjóðanna. Tergat hefur þakkað árangur sinn í íþróttum því að hafa fengið matvælaaðstoð frá stofnuninni sem barn. „Fáir geta betur útskýrt hvernig matvælaaðstoð getur gerbreytt lífi barns,“ sagði James Morris, fram- kvæmdastjóri Matvælaáætlunar- innar. „Hann er lifandi sönnun þess hvernig lítilsháttar hjálp, eins og ein skólamáltíð á dag, getur skipt sköpum. Við erum mjögþakk- lát Paul fyrir hið frábæra starf hans og skuldbindingu sem sendiherra gegn hungri.“ Tergat komst í sögubækurnar árið 2003 þegar hann varð fyrstur manna til að hlaupa maraþon und- ir tveimur tímum og fjórum mínút- um. Hann ólst upp í Baringo-héraði í Kenýa þar sem fátækt var mikil og þurrkar geisuðu. Árið 1977 hóf Mat- vælaaðstoðin að bjóða upp á ókeypis máltíðir í skólanum hans og skipti það sköpum. „Án matar var mjög erfitt að ganga í skólann, hvað þá að einbeita sér að náminu. Máltíðirnar frá Matvælaaðstoðinni gerðu okkur kleift að fá sem mest út úr menntun okkar,“ sagði Tergat og bætti við að ókeypis máltíð hefði einnig ver- ið hin besta hvatning til að sækja skóla. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.