blaðið

Ulloq

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 24

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 24
24 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö Að baða sig í vetursins kalda Ijóma íslenski Alpaklúbburinn býður reglulega upp á námskeið í ísklifri en slíkur mótþrói er gagnslaus og lítið gefandi til lengdar. Betur færi að fallast í faðma við veturinn og baða sig í hans kalda ljóma, enda kemur hann alltaf aftur hvort sem fólki líkar betur eða verr. Félagar í Islenska Alpaklúbbnum teljast klár- lega til slíkra vetrarunnenda; þeirra áhugamál gengur öðru fremur út á ísi klæddar brekkur og þverhnípi, snævi þakta tinda og mikilfenglegt útsýnið þaðan. Kuldi er engin fyrir- staða, nema síður sé. Af vefsíðu félagsins, isalp.is, má greina að meðlimir þess búa yfir mikilli lífsgleði og ævintýraþrá. Einkabrandararnir streyma unn- vörpum á spjallsvæðinu og talað er um fjöll og tinda eins og gamla vini og félaga frekar en grasivaxnar grjót- hrúgur. ís- og fjallaklifur er þó ekk- ert gamanmál og ekki athöfn sem fólk ætti að taka sér fyrir hendur án mikils undirbúnings, andlegs og líkamlegs. íslenski Alpaklúbburinn býður reglulega upp á byrjendanám- Sjálfsagt hefur farið framhjá fáum að vetur er í nánd. Nú er hægt að loka sig af, hækka hitann á ofninum og ímynda sér að landið manns sé ekki kennt við ís, Mynd/ttOK Ekki er óalgengt aö þyngdaraflinu sé ögr- aö hressilega við ísklifur. Stundum svarar það f sömu mynt. Frækinn ísklif urkappi rennir sér á skiðum í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Mynd/ROK skeið í ísklifri (sem reyndar er skylda að sækja hafi maður áhuga á því að taka þátt í ferðum þeirra), en þar eru öll helstu grunnatriði klifursins tek- in vandlega fyrir og af festu. Skiptast þau jafnan í bóklegan hluta, þar sem farið er í saumana á hnútum, hugtök- um og búnaði sem kunna þarf skil á við ísklifur. í verklegum hluta námskeiðanna er haldið út á ísinn og klifur, línutryggingar og notkun ísskrúfna kennd, meðal annars. Oft má heyra kvartanir yfir því að aðstæður til útiveru á íslandi séu erfiðar vegna snjóþyngsla og kulda- kasta. Vissulega er margt til í því að erfitt getur verið að skokka utan- dyra í janúarmánuði. Þá er hinsveg- ar lagið að finna sér bara eitthvað annað spennandi að gera í stað þess að koðna niður í stofunni í skjóli framtaksleysis. Eins og að klifra á ís, til dæmis, eða fara á skíði. Oft má reyndar sameina þetta tvennt og gera af mikla leiðangra og ævintýra- ferðir. Næsta fyrirhugaða ísklifur- námskeið Alpaklúbbsins mun fara fram síðari hluta nóvember. Nánar er hægt að kynna sér framkvæmd þess og agnúa á áðurnefndu vef- svæði klúbbsins. haukur@vbl.is Hvernig irœrí að próta eitthvað nýtt? Atlasinn getur komið að skemmtilegum notum við að skipuleggja ferðalagið Hver vill ekki ferðast á nýja og framandi staði? Ár hvert heldur ótölulegur fjöldi Is- lendinga í ferðalög til borga á borð við Lundúni og Kaupmannahöfn, að ekki sé minnst á sólþyrsta sem sjá ástæðu til þess að flatmaga á Costa Del Sol eða Mallorca. Það er gott og blessað; allir ofangreindra staða hafa bæði sjarma og ríka menningarhefð til að bera. En stundum er gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi, ferðast til landa þar sem menning og samfélag er gerólíkt okkar eigin. Til þess að fá hugmyndir um slík get- ur verið bæði gagnlegt og gaman að rýna í tölfræði alls kyns sem finna má í heimilisatlasnum. Af hverju ekki einsetja sér að sækja t.d. heim einhverja af fámenn- ustu þjóðum jarðarinnar og athuga hvernig lífið þar horfir við innfædd- um? Efst á lista trónir náttúrulega Vatíkanið með sína 770 íbúa, en það er eiginlega svindl. Á Túvalúeyjum í Kyrrahafi (sem nú eru helst þekkt- ar fyrir að hafa internetlénið ,tv á sínum snærum) eru einungis 9.750 íbúar, en þær hafa verið byggðar að minnsta kosti 300 ár (sumir telja reyndar að byggð hafi verið á eyj- unum í a.m.k. 2000 ár). Þeir sem hafa á annað borð gaman af því að flatmaga í sólbaði á strönd gætu ugglaust vel fundið sig þar - og ekki er mikil hætta á því að hverfa í fjöldann heldur. Sé lítill áhugi á því að ferðast handan Evrópu eru þó nokkrar smáþjóðir þar sem gaman gæti verið að heimsækja, San Mar- ino, Liechtenstein og Mónakó, svo dæmi séu nefnd. Einnig gæti verið áhugavert að heimsækja einhverjar af fátækustu þjóðum heims, spjalla við fólkið þar og sannreyna endanlega hvort að Eþíópía er sannarlega í hópi fátækustu þjóða heims, en mikið er samt fallegt þar. peningar og hamingja fara raunveru- lega saman. Fimm þeirra fátækustu; Mósambík, Sómalía, Erítrea, Eþíóp- ía og Kongó (í þessari röð) eiga það sameiginlegt að vera allar í Afríku. Því ætti að reynast auðvelt að skipu- leggja ódýra og fljótlega yfirreið um þau öll og kynna sér kjör íbúa þar. Að þeirri ferð lokinni mætti svo huga að því að líta til Lúxemborg, Sviss, Japan, Liechtenstein og Nor- egs, en þær þjóðir eru einmitt ríkast- ar. Sá sem færi í slíkt ferðalag yrði ugglaust margs vísari um heiminn sem hann býr í. I það minnsta er um að gera að rýna í atlasinn reglulega og vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og stöðum, hafi maður áhuga á því að víkka sjóndeildarhringinn. haukur@vbl.is ///7/TILBOÐ aðeins kr. á mann 5777000 Hraunbær 121 Tilboðiö gildir alla virka daga frá kl 11:00 til 17:00

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.