blaðið - 09.11.2005, Síða 28

blaðið - 09.11.2005, Síða 28
28 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöiö Hin skáldlega blekking Ein af áhugaverðustu bókum þessa árs er Argóarflísin eftir Sjón en þar leiðir höfundur sam- an tvo heima, fornan goðsagnar- heim og nútímaheim. Aðalper- sóna bókarinnar er Valdimar Haraldsson sem árið 1949 gerist farþegi á dönsku skipi. Þar um borð er sjómaðurinn Keneifur, einn af Argóarförum Jasonar. Keneifur skemmtir áhöfninni með ævintýralegum sögum. ,Aðalögrunin var að setja þessar tvær sögur í eina bók og reyna með skáldlegum blekkingum að fá lesandann til að trúa því að Kenei- fur sé sögupersóna í verkinu,“ segir Sjón. „Ég er mikill aðdáandi grísku goðsagnanna og las þær frekar ungur. Ég hef alltaf haft þessar fígúr- ur í höfðinu. Svo var ég spenntur fyr- ir Thorvaldsen sem krakki því inn á heimilið kom sýningarskrá úr Thor- valdsensafninu og þar var til dæmis hin fræga stytta Bertels af Jasoni. Ég byrjaði á ferðasögu Valdimars fyrir ári og hafði til hliðsjónar ellefu blaðsíður úr ferðasögu sem langafi minn, Matthías Þórðarson, skrifaði og heitir Innan lands og utan. Ég leit- aði einnig fanga í bókinni Ég sigli minn sjó sem er ferðaminningar Hrafns Valdimarssonar. Þannig bók væri ekki hægt að skrifa í dag því hún byggist upp á fylliríum, slags- málum og kvennafari um öll heims- ins höf.“ Kyrrlátt líf og goðsaga Hvað með stílinn, Valdimar hefur sinn stíl ogKeneifur svo allt annan stíl. Hvernig náðirðu þessum ólíku stíltegundum? ,Hvað Valdimar varðar sótti ég tón- inn og andann í verk langafa míns. Rödd Valdimars var mjög sterk í hausnum á mér, rödd þessa sérvitra, nokkuð óþægilega hofmóðuga karls. Þegar ég þurfti að ná sambandi við þá rödd þá náði ég í tvær til þrjár lín- ur frá Matthíasi og spann út frá því. Jón Karl Helgason hefur kallað þetta íslenskan guðspekifélagsstíl. Þegar kemur að Keneifi þá las ég Ódysseifskviðu þegar hún var endur- útgefin hjá Bjarti í fyrra og gleypti hana í mig. Ég ákvað að líkja ekki eft- ir þýðingu Sveinbjarnar Égilssonar, það hefði verið eins og að ganga sjálf- viljugur í eldinn. Ég sótti þó til hans einhver hugtök og einstaka orðfæri en bjó fyrst og fremst til mitt eigið tungutak og leyfði því að vera svolít- ið hátíðlegt og þrungið. Það skemmtilegasta við að skrifa söguna var að í hinum móderníska heimi um borð í skipinu er fátt að gerast en vegna sérstaks hugarfars aðalpersónunnar verður þetta allt dálítið skrýtið og sérkennilegt. Þessu kyrrláta lífi tefldi ég síðan á móti goðsögunni sem er þrungin af stórum atburðum, stórkostlegu fólki, guðum og skrímslum. Það var mjög spennnandi. Ef ég hefði skrif- að 140 síður af goðsögu þá hefði bókin ekki virkað. Það hefði verið of mikið, eins og verið væri að öskra upp í eyrað á manni því goðsagan er svo stór og fyrirferðarmikil." Skrifaði í sjálfstrausti Síðasta bókþín hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Þess eru dæmi að menn hafi dalað mjög eftir að hafa gefi út verðlaunabækur en þetta ergreinilega ekki að henda þig þvíArgóarflísin er mikið listaverk. Varstu meðvitaður um pressuna sem fylgir verðlaunum? „Maður hefur heyrt margar sögur af rithöfundum sem lokast vegna þess að þeir vita ekki hvernig þeir eiga að fylgja verðlaunabók eftir. Annað er að verðlaunaveitingum fylgir áreiti og ferðalög sem kemur í veg fyrir að menn geti setið og skrifað. Ferðalögunum fylgir til dæmis að menn eru alltaf að tala um verðlaunaverkið. Það er erfitt að setjast niður og einbeita sér að nýju verki ef maður er stanslaust að tala um eitthvað sem maður er löngu búinn að skrifa. Ég vissi af öllu þessu og daginn eftir að ég fékk verðlaunin tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði að vera með bók og afþakkaði öll ferðalög þar til nú í haust. Ég settist niður og notaði meðbyrinn sem ég fann fyrir með verðlaununum. Verðlaunum eins og þessum fylgir ákveðið sjálfs- traust. Það dvínar þegar frá líður og ég ákvað að skrifa í þessu sjálfs- trausti og sjá hvað myndi gerast.“ Þú hefurfengið mjög lofsamlega dóma fyrirþessa bók. Þú hlýtur að gleðjastyfir því? „Það er mikill léttir. Það var í mér ákveðinn kvíði því þetta er fyrsta bókin eftir Skugga Baldur. Nú fer ég ótrauður í næsta verk. Ég er alltaf með margt í gangi. Það liggur fyr- ir að skrifa lokabindið í ritröð sem hófst með Augu þín sáu mig. Ég held samt að sú bók verði ekki næst. Ég hef verið að viða að mér efni í bók sem fjallar um mann sem er miðill og starfar í sjónvarpi og verður fyrir ákveðnu áfalli í upptöku á einum þætti. Út frá því áfalli segi ég sögu hans og fjölskyldu hans sem er ná- tengd sögu sálarrannsóknarfélag- anna og dulspekifélaganna á íslandi í upphafi 20. aldar.“ ■ VBílalíf www.bilalif.is Sími.562 1717 Bílasala Matthíasar Toyota Avensis 1.8.,sjálfsk. Árg 1998, Ek.129þús km, Rafmagn í rúðum,Abs, Fj-samlæsinar, Ásett verð 690þúsTILBOÐ 550þús. Land Rover Discovery V8 Windsor 7manna., Árg.1998, Ek.139þús km.Vel búinn bill ,Smur- bók Ásett verð 1,090þús. Áhv bílalán 430þús Hyundai Accent Gls 1500., Árg 2000 Ek.74þús km Smurbók. sumar og 4 vetradekk. Ásett verð 450þús. Toyota 4Runner 3.0 V6 35" Árg 1990 Ek.193þús km. Er með skoðum 06., Ásett verð 290þús. Vw Golf 1600 Highline, Árg 11 /2000., Ek.102þús km., Ásett verð.995þús. TiLBOÐ. 180þús út og yfirtaka á bílaláni Kr.685.þús Til Sölu SKI DOO MXZ X 440 Ár 2002 100HÖ, Nýupptekinn mótor, skipt um legur um allt - Neglt - CA ásett verð 590þús. Góður stgr afsláttur. Jeep Cherokee Grand Laredo 4.0, Árg.2000 Ek.68þús. Rafmagn í öllu, Ásett verð 1.500þús.Áhv. Bílalán 960þús. M.benz E200 Stw, Sjálfsk,abs.,Álfelgur, Litað gler, Dráttarkúla, Reyklaus, Ásett verð 480þús. Opel Calipra 2.0Turbo 200hö,Rafmagn í rúðum., Beinsk 6gíra, Cd.,Racing kúpling,og margtfl. Billinn er í toppstandi Ásett verð 740þús Nissan Patrol 38744" Elegance,árg 2002. Ek92þús km, Sjálfsk. Einn með öllu. Ásett verð 4.890þús.Tilboð 4.690þús m Ford Explorer XLT Árg.2004 ek.32þús mílur.,7manna, Rafmagn í öllu, Reyklaus og margt fl.Ásett verð 2.990þús. GMC sierra 1500 Duramax 6.6 dísel, Árg.2001,Ek.99þús km,Sumar og vetradekk, Smurbók., Bíll í top standi. Ásett verð 2.690þús. TILBOÐ.2.250þús. www.bilalif.is simi.562 1717 bilalif@bilalif.is Kletthálsi 2

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.