blaðið

Ulloq

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 30

blaðið - 09.11.2005, Qupperneq 30
30 I ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 blaöið Því þú gætir unnið miða á þessa sjóðheitu spennumynd með hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Fylgstu með í Blaðinu. WE 11*11*05 mm smfíRHK bíó REGnéacmn uurquríMiu A landsliðið í knattspyrnu Spjöldin kosta skildinginn FIFA hefur nú sent KSÍ reikning upp á 700 þúsund krónurfyrir áminningar íslendinga. „Blóðpeningarsegir framkvœmdastjóri KSÍ Leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu fengu samtals á sig 14 áminningar í síðustu fjórum leikj- um liðsins. Alþjóðaknattspyrnu- sambandið, FIFA, hefur sektað KSÍ um 5.000 svissneska franka vegna fjögurra áminninga sem leikmenn íslands fengu í lokaleik liðsins í undankeppni HM gegn Svíum. Leik- ur liðsins hefur þá kostað KSÍ um 15.500 franka það sem af er árinu en það samsvarar rétt rúmlega 700 þúsund krónum. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands íslands, segir að þetta séu blóðpeningar, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið Knattspyrnusambandið er á alþjóðamælikvarða. Reglurnar „Þetta er náttúrulega samkvæmt regl- um FIFA en hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma svo við tökum því. Okkur finnst alltaf blóðugt að þurfa að borga sektir - eins og reyndar öll- um öðrum held ég. Við erum með sams konar sektarkerfi innan okk- ar knattspyrnusambands í leikjum í Islandsmóti í öllum flokkum og það sama hefur FIFA og EUFA í sín- um keppnum þannig að menn vita alveg að hverju þeir ganga“, segir Geir. Hann segir 700 þúsundin vera umtalsverða fjárhæð fyrir KSÍ sem greidd verður af þeim peningum sem veitt er til A landsliðsins. Hann var þó ekki með upplýsingar til að segja hversu hátt hlutfall af heildar- kostnaði landsliðsins færi í sektirnar. „Þessa peninga væri augljóslega hægt að nota í eitthvað nytsamlegra." Agaleysi Geir vill að landsliðið sýni nú hvað í sér býr og fari að spila betri knatt- spyrnu. „Það hefur sýnt sig í knatt- spyrnunni að góður og agaður leikur á ekki að koma niður á því að menn nái árangri, heldur þvert á móti. I ljósi þess er mjög miður að við skyld- um fá svona mörg spjöld í síðustu leikjum. Við stefnum að því að spila góða knattspyrnu, agaða og árang- ursríka með sem fæstum spjöldum - helst engum. En ég er hins vegar alveg raunsær í því að það er erfitt að spila heilan landsleik án spjalda. Þetta fór á verri hliðina í síðustu leikjunum þar sem við fengum fjög- ur spjöld í þremur þeirra en svoleið- is var það ekki í fyrstu leikjunum þannig að það hefur greinilega eitt- hvað slaknað á.“ Geir nefnir reyndar að menn hafi ekki verið alveg sáttir við allar áminningarnar en segir að svona sé jú knattspyrnan. ■ Tyson mætir Maradona Járn-Mike Tyson mætti í sannkall- að skúrkakvöld í sjónvarpi þegar Diego Armando Maradona tók á móti honum á mánudagskvöld í sjónvarpsþætti sínum Nótt tíunnar (La noche del xo). Tyson nýtti tímann í Buenos Aires til að skoða sig um í borginni og heimsótti meðal annars fátækra- hverfi þar sem hann spjallaði við íbúana. Gerrard til frambúðar Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, hefur sagt frá því að hann vilji verja æviárunum hjá liðinu og geti vel hugsað sér að þjálfa hjá því þegar hann leggur skóna á hilluna. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem í sum- ar var mikið rætt um að hann myndi fara frá Anfield liðinu. „Ég velti því alltaf fyrir mér hvað ég geti tekið mér fyrir hendur þegar ég hætti að spila. Ég veit að í sumar sagði Benit- ez (knattspyrnustjóri Liverpool) að ég gæti vel þjálfað í framtíðinni en að hafði nú hvarflað að mér fyrr. g hef alltaf viljað vera hérna eins lengi og mögulegt er“, segir Gerrard á heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er á__________________________r ég ekki nema 25 ára gamall þannig að ég á vonandi nóg eftir en framtíð- in er vissulega eitthvað sem ég huga að. Hvað sem gerist vona ég að það tengist Liverpool á einhvern hátt.“« • • Oruggt og heilbrigt umhverfi æsk nar Á dögunum kom út nýtt vegg- spjald frá framkvæmdastjórn íþrótta- og Ólympíusambands Islands þar sem settar eru fram leiðbeinandi viðmiðunarreglur varðandi samskipti þjálfara, leið- beinenda og umsjónarmanna barna og unglinga. Leiðbeiningunum er ætlað að vinna gegn áreiti, einelti og afbrigðilegri hegðan og tryggja með þeim hætti aukið öryggi og heilbrigt umhverfi ungs fólks á vettvangi íþróttanna. ■ SS bikarinn: Spennandi leikir Fjórir leikir verða leiknir í SS bikar karla í kvöld. Spennan verður líklega mest í Hafnar- firði þar sem Haukar taka á móti KA mönnum að Ásvöll- um. Aðrir leikir eru viðureign Valsmanna og Stjörnunnar í Laugardalshöll, leikur Þórs og Selfoss sem fer fram í Höllinni norðan heiða og svo tekur Stjarnan 2 á móti Eyjamönnum í Garðabænum. Xavierdópaði Lyljapróf knattspyrnumannsins Abel Xavier hjá Middlesbrough sem tekið var af honum eítir leik í Evrópukeppninni á dögun- um hefur reynst jákvætt. Talið er að Xavier hafi notað stera fyr- ir leikinn og því má hann búast við árs leikbanni í kjölfar þess. Ástöðunaskilið David James, markmaður Manchester City er sannfærð- ur um eigið ágæti og telur sig eiga skilið að standa á milli stanganna í marki Englands í Þýskalandi næsta sumar.„Auð- vitað yrði ég fyrir gífurlegum vonbrigðum ef ég kemst ekki í liðið fyrir úrslit HM þar sem ég trúi því að ég sé einn af þremur bestu markmönnun- um í Englandi“, segir hann.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.