blaðið - 09.11.2005, Side 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005
DAGSKRÁ I 37
Bergur Þór er í þáttunum Stelpurnar
1
◄
◄
Hvernig hefurðu það í dag?
Ég hef það Ijómandi gott í dag.
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í
fjölmiðlum?
Eg byrjaði að vera í áramótaskaupinu árið
1996.
Hver er helsti munurinn á leikhúsi og
sjónvarpi
Það er æðislegt að vinna í sjónvarpi en að
sumu leyti öðruvísi en leikhúsið, vinnan
í sjónvarpi er yfirveguð og það er ekki
jafn mikill hasar og í leikhúsinu en mjög
skemmtileg.
Langaði þig að verða leikari þegar þú varst lítill?
Já, að vera í áramótaskaupi fannst mér vera eins og að komast I landsliðið í
fótbolta. Ég held að ég hafi viljað verða Stuðmaður, það var eitthvað leikhús-
legt við það og mig langaði að fara í dans og söngvarhlutverk.
Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hefðir búist við?
Það er kannski helst biðin I sjónvarpi sem hefur komið mest á óvart en
maður þarf að bíða svo mikið eftirýmsum tæknimálum eins og þegar
verið er að stilla upp Ijósum, leikmynd, tækjum og tólum. Á meðan bíður
leikarinn en þaðfer mikill tími hjá leikurum í sjónvarpi í að bíða. Ég erfarinn
að kunna vel að meta biðina í dag enda gott að geta stillt sig inn á að vera
rólegur og yfirvegaður.
Hvað er það skemmtilegasta við að vera í Stelpunum?
Það er mjög lærdómsríkt, Skari er flinkur leikstjóri og félagsskapurinn er
fínn og það er skemmtilegt oft hjá okkur.
Dæmigerðurdagur
Ég vakna klukkan sjö, kem fjölskyldunni á fætur og útbý morgunmat og
borða morgunmat með fjölskyldunni og kem börnunum í skólann og leik-
skólann og fer svo I vinnuna til fjögur. Eftir það fer ég i Stelpurnar fjóra daga
vikunnar, annars get ég farið heim og borðað kvöldmat með fjölskyldunni.
Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt?
Alit efni sem vel er gert, ég hef mjög gaman af góðum teiknimyndum, góð-
um spennuþáttum og heimildarmyndum. Maður sér fljótlega hvort efnið
sé vandað og ég hef mest gaman af efni með góðum leik og efni sem veitir
mérinnblástur.
Hvernig myndirðu segja að þú takir gagnrýni
Ég er alltaf að læra það betur og betur, ég hef í gegnum árin verið frekar
viðkvæmur fyrir gagnrýni þó svo að ég hafi ekki viljað viðurkenna það. Ég
er að læra það betur og betur að þeir sem eru að gagnrýna opinberlega eru
í rauninni bara bloggarar.
EITTHVAÐ FYRIR...
Stöð 2, Supernanny US 20:40
Ofurfóstran Jo Frost er kominn til
Bandaríkjanna þar sem hennar bíð-
ur ærið verk, að kenna ungu og ráð-
þrota fólki að ala upp og aga litla og
að því er virðist óalandi og óferjandi
ólátabelgi.
Sjónvarpið, Honeyboy, kl. 22.40
Heimildamynd um blúsarann David
“Honeyboy” Edwards. Meðal þeirra
sem koma fram í myndinni eru B.B.
King, Sam Carr og Willie Foster.
Myndin verður endursýnd klukkan
15.45 á sunnudag.
.{!>'., * v j t.’ ii.* t"' * '
Sirkus, 21.0 So You Think You
CanDance
, Framleiðendur American Idol eru
komnir hér með splunkunýjan
raunveruleikaþátt þar sem þeir leita
að besta dansara Bandaríkjanna.
; >
Hver er uppáhalds fréttamaðurinn þinn?
Geir A. Guðsteinsson
Ég hef alltaf verið mjög
hrifinn af Sigmundi Erni
Helga Guðmundsdóttir
Inga Lind
Svava Björg Einarsdóttir
Logi Bergmann
Darri Mc Mahon
Arnar íþróttafréttamaður
Ólöf Bjarnadóttir
Ég á engan uppáhaldsfréttamann
Sigrún Lilja Sigurðardóttir
Edda Andrésdóttir
Madonna spilar á
tónleikum í London
í nœstu viku
adonna mun syngja á einum tónleikum á klúbbi í London. Tónleik-
arnir verða á staðnum London Koko þann 15. nóvember, og áhorf-
endur eru verðlaunahafar úr keppni. Þessi staður er Madonnu
hugleikinn, en hann var áður kallaður Camden Palace
og þar spilaði hún fyrstu tónleika sína í Eng-
landi árið 1983. Síðasta mánudag kom út
fyrsta smáskífan, „Hung up“, af komandi
breiðskífu, „Confessions on a danceflo-
or“, sem er væntanleg 14. þessa mánað-
ar. Farnar eru að heyrast raddir um
tónleika á næsta ári þótt ekkert sé
enn staðfest. Söngkonan sagði
um tónleikahald: „Ég er ennþá
að kanna alla möguleika. Ef ég
fer á tónleikaferðalag verð-
:a sumar. Og
ra diskó með
Ég myndi
einbeita mér að danstón-
list og nýju plötunni
en ekki gömlum lög-
um. Ég spilaði gamla
stöffið á Re-Invention-
tónleikaferðinni“.
Sharon Osbourne segir
Madonnu eins og gamla mellu
Sharon Osbourne segir Madonnu líta út eins og
„gamla mellu“ og gagnrýnir hana fyrir að skifta
endalaust um ímyndir. „Einn daginn klæðir hún
sig eins og mellu, annan eins og hestagellu og ann-
an og þann þriðja er hún farin að lesa fyrir litlu
börnin þar sem hún lítur út eins og bókasafns-
fræðingur og svo aftur eins og mella“. Osbourne
spyr sig hver Madonna sé eiginlega og segir hana
orðna of gamla fyrir þetta og segir að hún ætti
alla vega að vita hvaða trúabrögð hún aðhyllist
en eins og flestir vita hefur Madonna tekið upp
Kabbalah trú. „Þú getur ekki verið með mismun-
andi ímyndir og samt verið trú sjálfri þér en mér
er alveg sama hver þú ert“. Sharon er heldur ekki
sátt við að hún sé að skrifa heimskar barnabækur
og að hún skuli lesa þær fyrir börn.
9-15.nóv
Brauöstangir
opið alla daga 16-22 Rekjavíkurvegi 62 Hafnarfirði Núpalind 1 201 Kóp