blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 2
2 I IWWLEWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI OPNAR1. DESEMBER Neytendasamtökin Húsnæðislán dýrust á íslandi Aðeins á íslandi er verðtrygging enn við lýði. Lítið myntkerfi veldur háum vöxtum. [LÆKJARGATA] EES Vísitala: Verðbólga einna lægst á íslandi Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,3% á milli mánaðanna október september og mældist 118,9 stig. Mesta verðbólga á Evr- ópska efnahagssvæðinu á tólf mánað tímabili var í Lettlandi þar sem hún mældist um 7,7%. Minnst var verðbólgan 0,8% í Finnlandi, 0,9% í Svíþjóð og i,S% á íslandi. Meðalverðbólga í EES ríkjum var um 2,4% en um 2,5% á evrusvæðinu. Farice strengurinn: Skoskar rottur söku- dólgar Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að net- samband við útlönd hefur rofnað ítrekað síðustu misserin. Bilunin hefur ávallt orðið þar sem Farice strengurinn liggur yfir Skotland, nánar tiltekið á leiðinni frá Norður Skotlandi til Edinborgar, og nú hefur komið í ljós að rottur hafa nagað sig i gegnum strengin þannig að bilun hefur hlotist af. Flestar bilanirnar hafa orðið við járnbrautabrú eina, en einnig hefur bilana orðið vart í afskiptu héraði þar sem talið er að rottur séu sökudólgarnir. Þetta kom fram i fréttum RUV í gær. Einnig kom fram að ráð- stafanir hafi verið gerðar til að verjast rottuganginum með því að brynverja ljósleiðarann á þeim stað. Eins og komið hefur fram í Blaðinu stendur til að tvöfalda strenginn þar sem hann liggur yfir Skotland og þá ættu bilanir af þessu tagi ekki að verða eins algengar. Samband íslendinga um Far- ice strenginn hefur rofnað alls 14 sinnum síðan strengurinn var tekinn i notkun í byrjun síðasta árs. Vextir, stimpilgjöld og önnur op- inber gjöld eru áberandi hæst á fs- landi miðað við nágrannaríki okkar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ney t- endasamtökin unnu í samstarfi við níu önnur neytendasamtök i Evrópu og kynnt var á sérstökum blaðamannafundi i gær. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir stimpil-, lántöku- og uppgreiðslugjöld hamla eðlilegri samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Það voru þeir Ólafur Klemensson og Jónas Guðmundsson sem tóku skýrsluna saman. Verðtrygging bara á íslandi 1 skýrslunni eru húsnæðislánamark- aðir í tíu löndum bornir saman og horft til þeirra þátta er hafa áhrif á heildar lánakostnað. Um er að ræða löndin Danmörku, Noreg, Sví- þjóð, Finnland, Bretland, írland, Holland, Þýskaland, Austurríki og Islandi. Nokkuð hallar á íslenska neytendur í þessum samanburði og eru nafnvextir t.a.m. um 2 til 7 pró- sentustigum hærri hér á landi en á öðrum Norðurlöndum og almennt hæstir á því svæði sem könnunin nær tiL Þá kemur fram í skýrslunni að lánskostnaður, raunvextir og greiðslugjöld eru einnig hærri hér en í þeim löndum sem samanburð- Afganistan: urinn nær til. Raunvextir eru t.d. að jafnaði um 3 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en í hinum Evrópu- löndunum og lántökugjöld almennt mun hærri hér að Austurríki undan- skildu. Víðast hvar eru lántökugjöld fastar upphæðir en ekki miðað við prósentu af heildarláni líkt og gert er hér. Þá eru uppgreiðslugjöld mun hærri hér og aðeins á íslandi eru lánin verðtryggð. Samkeppnishamlandi gjöld Á fundinum í gær kom fram að hár vaxtamunur á milli samanburðar- landanna hafi ekki komið skýrslu- höfundum á óvart enda sé íslenska myntkerfið lítið og vextir almennt hærri i litlum myntkerfum en í stórum. Þá kom fram gagnrýni á vaxtastefnu Seðlabankans og þar sem bent var á að finna þyrfti aðrar leiðir til hagstýringar en hækkun og lækkun stýrivaxta. Þá gagnrýndi Jóhannes Gunnarsson lántökugjald bankanna og sagði það ekki byggj- ast á sanngirni og að bankarnir notuðu það sem einhverskonar tekjulind. „Það er að sjálfsögðu með öllu óeðlilegt að binda ákveðin gjöld sem bankarnir eru með í ein- hverjar ákveðnar prósentur sem er óumbreytanleg,“ sagði Jóhannes og bætti við „við hljótum að gera kröfu Vaxtahækkunum ber ekki að fagna þvf að lokum borga neytendur brúsann segir Jóhann es Gunnarsson. til þess að menn hætti að taka svona prósentur og taki þann kostnað sem verður til vegna láns við að útbúa skjöl og annað slíkt þannig að við förum í sama far og víðast hvar í ná- grannalöndum okkar þar sem þetta er krónutala." Jóhannes sagði enn- fremur að uppgreiðslu-, lántöku- og stimpilgjöld gerðu neytendum það of kostnaðarsamt að færa sig á milli fjármálafyrirtækja og því væru þessi gjöld samkeppnishamlandi. „Ég minni á það að árlega slá bank- arnir ný met í hagnaði þannig að það er borð fyrir báru þar að mínu mati. Lældtandi vaxtamunur kæmi neytendurS'að sjálfsögðu til góða.“B Sakamál: Friöargæsluliöar kallaöir heim Spenna f Afganistan hefur farið stig vaxandi aö undanförnu Fram kom 1 ræðu utanríkisráðherra, Geirs H. Haarde á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að kalla friðargæslu- Iiða heim frá norðurhluta Afganistan. Að sögn ráðherra hefur spenna farið stigvaxandi á svæðinu undanfarnar vikur og hafa árásir verið gerðar á full- trúa óháðra hjálparsamtaka og á friðar- gæsluliða. Geir segir að forsendur fyrir veru borgaralegra íslenskra friðargæslu- liða hafi því breyst nokkuð. Þátttöku í endurreisnarsveit í norðurhlutanum verður því hætt, en að öllu óbreyttu verður áfram íslensk friðargæslusveit í vesturhlutanum. Einnig kom fram að kannaðir verði möguleikar á því að finna íslensku framlagi til friðargæslu stað annarsstaðar í landinu, sem sam- ræmist kröfum um öryggi borgara- legra friðargæsluliða. Sveitin sem sam- anstendur af 8 - 9 manns, og starfað hefur í norðurhluta landsins, fór í þjálf- unarbúðir til Noregs í lok júlí sl. Hópur- inn hefur verið staðsettur 1 borginni Mayama í Faryab-héraði síðan í byrjun september. Engar líkur á að fangar hafi verið um borð Geir kom ekkert inn á fangaflugsmálið svokallaða í ræðu sinni en flugvél sem bendluð hefur verið við fangaflug CIA lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag. Össur Skarphéðinsson og fleiri þing- menn viku að þessu í svörum sínum við ræðu Geirs. Össur sagði að mann- réttindi væru algild, og að þau ættu einnig við um meinta hermdarverka- menn. Þingmaðurinn spurði hvort ráð- herrann hyggðist banna ferðir þessara véla um íslenska lögsögu. Geir sagði að umrædd vél hefði verið skoðuð af tolla- yfirvöldum, og að hann teldi fullvíst að engir fangar hefðu verið um borð í vélinni. ■ Bankaræn- ingi í tveggja ára fangelsi Rúmlega fertugur karlmaður, Hilmar Ragnarsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað bankarán í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Bankaránið var framið i útibúi Sparisjóðs Reykja- víkur við Hátún í janúar 2004. Annar maður framdi ránið með Hilmari, fen hvorki sá né ránsfeng- urinn, rúmar 600 þúsund krónur hafa fundist. Mennirnir ruddust inn í bank- ann með nælonsokka á höfði og rörbúta að vopni. Þeir hótuðu gjaldkera og viðskiptavini líf- láti ef þeir fengju ekki afhenta peninga. Hilmar neitaði ætíð sök en engu að síður þótti sýnt að hann hefði tekið þátt í ráninu. Auk fang- elsisdómsins var hann dæmdur til að greiða um 1,8 milljón króna í skaðaætur og málskostnað. Remington 870 Express Magnum pumpa kr. 36,900.- Byssuskápar 6-8 byssur, læst innrahólf.tvöföld læsing kr. 27,900,- Byssuskápar 8-13 byssur, læst innrahólf, tvöföld læsing, Verð kr. 36,900,- Ný sending af Benelli hálfsjálvirkum og pumpum,einnig glæsilegar Bettinsoli tvíhleypur. Vesturröst i«rv.nlun v*lölm«nntin> SMurSS1<770«5U)»0 r«!*I)75t O Helðsklrt (3 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað - ^ Rigning, litilsháttar //' Rlgnlng 1J Súld 4:^1' Snjókoma fj Slydda XJJ Snjóél \jj Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreai New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 07 14 02 -03 04 04 0 03 06 10 16 -03 01 17 02 07 01 04 03 18 07 05 Breytilegt 4« ✓ ✓ / / 5° Breytilegt 9° Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 0+ ✓ / '/* / / *5° / ' '/// / // 5° Á morgun -2° -2“ / // 3°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.