blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 45

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 45
blaðið FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁI 45 Jennifer viðurkennir að Gwyneth hafi haft rétt fyrir sér Jennifer Aniston hefur viðurkennt að hafa verið óvarkár í garð Gwyneth þegar hún og Brad Pitt opinberuðu samband sitt. Þá hefur hún sagt að í framtíðinni muni hún verða miklu varkárari í tali um ástarlíf sitt. Gwyneth Paltrow gagnrýndi þau eftir að hún hætti með Pitt fyrir að tala svo opinberlega um brúðkaup þeirra. Stuttu eftir að Gwyneth hætti með Pitt sagði hún: „Það væri miklu auðveldara að komast í gegnum málin ef Brad og Jennifer hefðu ekki talað við fjölmiðlana svo fljótt“. Jennifer hefur nú sagt að Gwyneth hafi haft rétt fyrir sér og að nú hafi hún lært af reynslunni. EITTHVAÐ FYRIR... . œvintýragjarna Sjónvarpið, Rocky og Bullwinkle í ævintýrum, kl. 20.40 Bandarísk ævintýra- mynd frá 2000 þar E-' sem teiknimyndahetj- urnar Rocky og Bull- winkle bregða sér yfir í raunheiminn og eiga í höggi við hættulegt fólk. Leikstjóri er Des McAnuff og meðal leikenda eru Rene Russo, Jason Alexander, Piper Perabo, Randy Quaid og Ro- bert De Niro. .gamansama Sirkus, Good Bye Lenin!, kl. 21.15 Gamanmynd sem fjallar um upp- reisnargjarnan dreng í Austur- Þýskalandi árið 1989, rétt fyrir fall Berlínarmúrsins. Aðalhlutverk: Daniel Brúhl, Kathrin Sass og Chulp- an Khamatova Leikstjóri: Wolfgang Becker.2003. .stjörnur Stöð 2, Stjörnuleit 3, kl. 20:30 Nú taka leikar að æsast í Idol- Stjörnuleitinni. Áheyrnaprófum er lokið og 111 hafa verið valdir úr þeim 1600 sem reyndu fyrir sér. Nú liggur leiðin í Salinn í Kópavogi þar sem dómnefnd fær það vandasama verk að skera niður hóp keppenda í 35 sem komast áfram. Dennis Quaid teygir sig eftir stjörnunum Leikarinn Dennis Quaid er nú opinberlega orðinn einn af Hollywood stjörnunum en hann hefur nú fengið nafn sitt í eina af stjörnum í kvikmyndaborginni frægu. Leikarinn lék meðal annars í myndinni The Day After Tomorrow og í myndinni Mine and Ours. Stutt spjall: Bjarni Arason Bjarni Ara er þáttastjórnandi á Bylgjunni Hvernig hefurðu það í dag? „Ég eralveg massa góður". Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? ,Fyrir góðum áratug, fjórtán árum held ég, ég byrjaði sem kvöldmaður á Aðalstöð- inni um skeið. Þá fór ég á aðal tlmann á milli eitt og fjögur sem er sá tími sem ég er búinn að vera á allargötursíðan." Hvernig finnst þér að vinna í útvarpi? „Mér líkar mjög vel, þetta er hluti af minni ástríðu sem er tónlist og útvarp er hluti af minni ástríðu líka". Langaði þig að verða útvarpsmaður þegar þú varst lítill? „Nei, ég ætlaði að verða leikari en það hefur ekki orðið úr því ennþá. Ég sýndi reyndar snemma merki í tónlistaráttina". Er vinnan í útvarpi öðruvfsi en þú hefð- irbúistvið? „Nei reyndar ekki en þetta er búin að vera mikil þróun frá því að ég byrjaði fyrst, þetta er orðið allt öðruvísi, (upphafi var það þannig að útvarþsmenn spiluðu það sem þeim fannst skemmtilegast þó að það hafi verið einhver grind sem tónlistin féll inn í. Útvarpsmenn mættu með sína geisladiska á vaktina og spiluðu það sem þeir voru í skapi til að spila en það skilaði ekki eins góðum árangri og heilstæðri stefnu. Núna spila ég tónlist Bylgjunnar. Ég spila ekki beint mína tónlist og hún kemur í raun og veru ekki mínum tónlistarsmekk við nema að því leyti að ég tek ákvarðanir ásamtfleirum um það hvaða tónlist er í spilun". Hvernig er dæmigerður dagur hjá Bjarna Ara? „Ég mæti á skrifstofuna á morgnana, tek púlsinn, það ermikið um fundarhöld framan af, ég fer í loftið eftir hádegið og svo tekur við að vinna við eigin tónlist, æfingar og Spurning dagsins Ætlarðu að fá þér NFS fréttastöðina? auðvitað er ég að syngja allar helgar og í brúðkaupum á sumrin og slíkt. Hvert er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt? „Eg er fréttafíkill og þátturinn 60 mínútur hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér". Hver myndirðu vilja að væri síðasta spurningin í þessu viðtali? „Ertu ekki rosa ánægður með nýju plöt- una?" „Jú rosalega ánægður með nýju plötuna, hún kemur sterk inn og ég vona að sem flestum líki hún" BjarniTryggvason Nei Sigurþór Friðjónsson Nei Karl Einarsson Nei Guðmundur Bjarna- son Ég er ekki búinn að ákveða það Lárus Einarsson Égveit ekki einusinni hvað það er Bjarni Axelsson Nei TIL HAMINGJU, GUNNELLA! STÓRVIÐBURÐUR í BÓKMENNTA- OG LISTA- HEIMINUM: A listayfir 10 best myndskreyttu barnabækur í Bandaríkjunum 2005. Gunnella er fyrsti íslenski listamaðurinn sem hlýtur þennan eftirsótta heiður. Stórglæsileg og bráðfýndin bók um ráðkænsku íslenskra kvenna! Höfundur sögunnar er Bruce McMillan, margverðlaunaður höfundur, sem einnig skrifaði hina skemmtilegu bók 77/ Fiskiveiða fóru. Sigurður A. Magnússon þýddi báðar bækurnar sem eru líka fáanlegar á ensku. rm Salka Ármúla 20 • sími 552 1122 • www.salkaforlag.is W

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.