blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 34
34 I HELGIW FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MaöÍA Upplestur í Iðuá laugardaginn Tangó að argentískum hœtti Dans á milli hjartanna í versluninni Iðu í Lækjargötu verður upplestur um helgina og ýmislegt að gerast. Þar er meðal annars upplestur fyrir börn þar sem lestið er upp úr barnabókum sem eru að koma út fyrir jólin. Þá verða upplestrar fyrir eldra fólkið og má þar nefna að danski rithöfundurinn Irma Lauridsen mun lesa úr verkum sínum. Dagskrá fyrir börnin: • Kl. 1400 lesið upp úr “Hænur eru hermikrákur” sem er myndskreytt listaverkum eftir 9 Gunnellu en hún er á lista yfir 10 best myndskreyttu barnabækur í Bandaríkjunum. • Kl. 14.15 les Sigrún Á. Eiríksdóttir upp úr “Hundurinn sem átti að vera stór”. • Danski rithöfundurinn & Irma Lauridsen verður í Iðu frá kl. 14:00 til 16:00 í tilefni útkomu bókar sinnar Hið Óþekkta, furðulega fyrirbrigði - óskýranlegir atburðir. Bókin fjallar um fólk sem kveðst hafa reynt einkennileg atvik, orðið vitni að kraftaverkum eða beitir í starfi sínu aðferðum sem líkjast töfrum. Irma kemur til með að svara spurningum « viðskiptavina með aðstoð túlks. • Kl. 1430 les Svava Jónsdóttir úr bókinn “Hið óþekkta”. Irma Lauridsen svarar spurningum viðskiptavina. • kl. 1500 mun Þóhallur Heimisson kynna metsölubók sína “Hin mörgu andlit trúarbragðanna”. Hann verður i IÐU frá 1500 til 1700, áritar og svarar spurningum. *r' • Kl. 16.00 munuSalkaoglða fagna í sameiningu útgáfu myndasögubókarinnar “Krassandi samvera” eftir Bjarna Hinriksson og Dönu Jónsson. Persónur bókarinnar, Mímí og Máni, eru íslendingum að góðu kunn, enda hafa þau verið daglegir gestir á myndasögusíðu Morgunblaðsins síðustu ár. SAW PALMETTO EXTRACT FYRIR BLÖÐRUHÁLSKIRTIL GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Á laugardagskvöldið 19. nóvember stendur Tangófélag Reykjavíkur fyrir ástriðufullu tangóballi að argentískum hætti i LeikhúskjaU- aranum. Ballið byrjar klukkan níu að kvöldi og stendur til tvö um nóttina. Aðgangseyrir er 500 krónur og samkvæmt Tómasi Albertssyni frá Tangófélagi Reykjavíkur eru allir velkomnir, byrjendur og lengra komnir. Tómas segir að tangóballið á laug- ardag verði ólíkt venjulegum dans- kvöldum. „Á laugardaginn verður svokallað Milonga sem þýðir dans- kvöld. Við höfum verið með dans- kvöld einu sinni í mánuði í Iðnó með lifandi tónlist en þetta verður með argentísku sniði í fyrsta sinn. Bryndís Halldórsdóttir tangókenn- ari verður plötusnúður og hún mun fara eftir argentísku módeli eins og vaninn er í Buenos Aires. Þar eru vissar hefðir sem tíðkast og eftir hverja þriggja til fjögurra laga syrpu þá er meiningin að fólk fari af gólf- inu og skipti um dansfélaga. Þá er fólk ekkert að einoka einn eða neinn allt kvöldið. I Buenos Aires er þetta mjög strangt og ef þú fylgir ekki hefðinni þá ertu virkilega að synda á móti straumnum,“ segir Tómas og hlær. „En við ætlum nú ekki að hafa þetta eins strangt hér. Þetta verður svona rammi til að hafa kvöldið skemmtilegt fyrir alla. Við viljum sérstaklega hvetja byrjendur og gesti þeirra til að koma og fá tækifæri til þess að dansa við vanari dansara." Tækifæri til að tjá sínar tilfinningar Kathrin Maria Schmucker verður með opna kennslustund í grunn- atriðum tangósins frá klukkan níu um kvöldið en hún er mjög fær tang- ódansari samkvæmt Tómasi. „Það er ekki nauðsynlegt að kunna tangó til að mega vera með. Þú þarft ekki að kunna neitt annað en að geta gengið og flestir kunna það. Grunnstefið í tangó heitir Caminada á spænsku og þýðir bara að ganga.“ Tómas seg- ist búast við að margir láti sjá sig enda skemmtilegt kvöld framundan. „Tangó kemur frá úthverfum Buenos Aires og fólk var að sækjast eftir ást. Það var kannski mikil eymd, ein- manaleiki og leit eftir ást þar. Tangó er dans á milli hjartanna og tækifæri til að tjá sínar tilfinningar og vera ástríðufullur. Ef par dansar saman þá gefur það sig alla þær þrjár mín- útur sem það dansar saman. Þetta er tækifæri til að tjá sínar dýpstu til- finningar þannig að tangó er mjög ástríðufullur dans,“ segir Tómas að lokum. svanhvit@vbl.is Hönnunardagar 2005 Menning og tíska á Hótel Borg Á sunnudaginn 20. nóvember verður hönnunarsýning á Hótel Borg. Á sýningunni munu þrír hönnuðir þær Ásta Guðmundsdóttir, Ragna Fróða og skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kr Ingvarsdóttir standa fyrir metnaðarfullri og óvenjulegri tískusýningu. Þær Ásta, Ragna og Guðbjörg hafa allar hlotið menntun og mikla reynslu á sínu sviði: Ásta Guðmundsdóttir er mennt- aður fatahönnuður frá Pforzheim í Þýskalandi. Fyrirtæki hennar Ásta créative clothes er staðsett á Lauga- vegi 25. Hönnun hennar er á boð- stólnum viða, í Ameríku, Japan og Scandinavíu og víða í Evrópu. Hún var tilnefnd árið 2004 til Den store Nordiske designpris í Skandinavíu. Ragna Fróða er menntaður fata- hönnuður frá LISSA í París og textíl- deild MHÍ. Fyrirtæki hennar Path of Love ehf og verslun er staðsett á Laugavegi 28. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis og var meðal annars tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir hönnun sína 2005. Guðbjörg Kr Ingvadóttir skart- gripahönnuður er menntaður gull- smiður og skartgripahönnuður í Kaupmannahöfn. Fyrirtæki hennar Aurum er staðsett á Bankastræti. Hún fékk 1. verðlaun fyrir skart- gripahönnun í St Pétursborg árið 2000 og hlaut menningarverðlaun DV fyrir listhönnun árið 2001. Auk tískusýningarinnar sem hefst klukkan 15:00 verður boðið upp á mjög sérstæða lifandi klassíska tón- list af íslenskum kvenn-blásarakvin- tett og sérhannaðri blandaðri tónlist frá listamanninum Barða. Listdans og kampavín er einnig í boði og kynnir verður leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir. Þjóðminjasafnið: Lítiö könnuð tímabil 1 listasögu íslands Á morgun mun Þóra Kristjánsdóttir list- og sagnfræðingur á Þjóðminjasafni íslands kynna lítið könnuð tímabil í listasögu fslands í fyrirlestri og leiðsögn um sýninguna Mynd á þili. Þóra hefur unnið að viðamikilli rannsókn á myndlist fyrri alda undanfarin ár og er sýningin afrakstur hennar. Fyrr á árinu kom út bókin Mynd á þili í samstarfi Þjóðminjasafnsins og JPV útgáfu. Þessi helgi er jafnframt síðasta sýningarhelgi þessarar yfirgripsmiklu sýningar en hún er opin a opnunartímum Þjóðminjasafnsins kl. 11-17. Fyrirlestur Þóru hefst kl. 14:00 með leiðsögn um sýninguna. Fólker á laugardaginn í fyrirlestrasal hvatt til þess að mæta tímanlega því Þjóðminjasafnsins og honum lýkur mikill áhugi er á fyrirlestrinum. Hafnarhúsið Erró með leiðsögn Á sunnudaginn klukkan 15:00 verður Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir með leið- sögn í Hafnarhúsinu um sýninguna Listamaður verður til. Á sýningunni má sjá verk Erró frá barnsaldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á íslandi í Lista- mannaskálanum árið 1957. Sýndar eru myndir sem hann gerði á upp- vaxtarárum sínum á Kirkjubæjar- klaustri, á námskeiði sem unglingur í Handíðaskólanum í Reykjavík og síðar sem fullgildur nemandi við þann skóla, ásamt myndum frá námsárum hans við akademíurnar í Osló, Flórens og Ravenna. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfileika- ríkum og vinnusömum, ungum manni sem frá barnæsku einsetti sér að verða listamaður. Sýningar- Erró: Djöfullinn frá Pompei,1956 stjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, deildarstjóri safnadeildar Listasafns Reykjavíkur. Sýningin stendur til 23. apríl 2006.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.