blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 28
28 I GÆLUDÝR
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Nýjar reglur um kattahald
Þann 23. ágúst síðastliðinn tók gildi ný samþykkt um kattahald í Reykjavík og hefur borgin nú lagt út í auglýsingaher-
ferð til þess að kynna hina nýju skilmála. Á sérstakri heimasíðu sem sett hefur verið upp vegna þessa á vegum umhverf-
issviðs Reykjavíkurborgar, og hægt er að komast inná í gegnum www.reykjavik.is, er sagt að markmið endurskoðunar
,á eldri samþykktum um kattahald sé það að „fækka óskilaköttum í borginni og skapa meiri sátt um kattahaldið."
Rúmlega 500 óskilakettir enda í
Kattholti á hverju ári eftir að hafa
fundist í borginni án viðunandi
merkinga. Um helmingur þeirra fá
ný heimili, fjórðungur er sóttur af
eigendum sínum en því miður þarf
að svæfa um fjórðung þeirra. Til að
draga úr þeim gífurlega fjölda katta
sem enda á vergangi þá hefur borgin
nú ákveðið að eigendum katta sé
héðan í frá skylt að merkja þá varan-
lega með þar til gerðum örmerkjum.
Örmerki er samkvæmt upplýs-
ingum frá Reykjavíkurborg lítill
kubbur sem dýralæknir kemur fyrir
undir húð kattar og geymir 15 stafa
númer, nokkurskonar kennitölu
kattarins. Umhverfissvið Reykja-
víkurborgar heldur síðan skrá yfir
merkta ketti og þangað eru eigendur
þeirra skuldbundnir til að tilkynna
númer örmerkisins eftir að því
hefur verið komið fyrir ásamt nafni
eigandans. Hægt er að koma þeim
upplýsingum til umhverfissviðs ann-
aðhvort símleiðis í síma 4118500, eða
með skráningu á heimasíðu þess. Þá
verður það gert að skyldu að kettir
verði merktir með hálsól þar sem
fram kemur heimilisfang og síma-
númer eigenda svo að hinn almenni
borgari geti komið óskilaköttum
til eigenda sinna ef þeir týnast í lífs-
ins ólgusjó. Því eru vonir bundnar
við það að nýja samþykktin muni
fækka óskilaköttum verulega og
auka líkurnar á því að týndir kettir
finni leiðina heim.
Skylt að gelda fress
Nýju reglurnar eiga að miða að því
að skapa eins mikla sátt um katta-
hald í borginni og hægt er, því ljóst
er að sitt sýnist hverjum í jafn fjöl-
mennu byggðarlagi og Reykjavík er,
þó að vissuleg verði erfitt að mæta
kröfum allra að fullu. Samkvæmt
hinni endurskoðuðu samþykkt skal
halda ketti á þann hátt að aðrir verði
ekki fyrir ónæði, hávaða, óþrifnaði
eða óhollustu af einhverjum toga og
eru eigendur skuldbundnir til þess
að koma í veg fyrir að slík óþægindi
eigi sér stað.
Þá er viðbót í samþykktinni sem
miðar að því að vernda fuglalíf og er
eigendum katta nú skylt að hengja á
þá bjöllu yfir varptíma fugla eða tak-
marka útiveru þeirra eftir atvikum.
Einnig er orðið skylda að gelda alla
fressketti sem náð hafa sex mánaða
aldri ef að þeir ganga lausir utan-
dyra til að stemma stigu við því að
þeir merki sér yfirráðasvæði með
„illa lyktandi þvagi sem oft veldur
miklu ónæði og óþrifnaði,“ á sama
Vonir eru bundnar við það að óskilaköttum fækki verulega með nýrri samþykkt um kattahald.
tíma og verið er að reyna að draga húsrými," ef að kattahald á að eiga kostnað fyrir kattaeigendur því það
úr óhóflegri fjölgun katta í borginni. sér stað í fjöleignarhúsi. kostar tæplega 4000 krónur að ör-
Þáþarfnúsamþykkt„þeirraeigenda Samkvæmt upplýsingum frá merkja kettina.
sem hafa sameiginlegan inngang, skrifstofu Umhverfissviðs þá fela ...........................................
stigagang eða annað sameiginlegt þessar nýju samþykktir í sér aukinn t.juliusson@vbl.is
Gœludýrin lifa áfram
Fólk heldur minningu dýra sinna á lofti eftir að þau deyja
Margir láta brenna dýrin
Það er eins með gæludýrin og með
mannfólkið að það eina sem er ör-
uggt í tilverunni er að það munu
allir einhvern tímann deyja. Svo
virðist þó vera að gæludýraeigendur
eigi margir hverjir í erfiðleikum með
að skilja við dýrin sín þegar að þau
hverfa yfir móðuna miklu. Margir
þeirra eru meira að segja tilbúnir að
leggja á sig töluverðan fjárhagslegan
kostnað auk tímafreks ferlis til þess
að halda nafni gæludýra sinna áfram
á lofti, enda minningarnar um þessa
tryggu vini oft ljúfsárar.
Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á
Dýraspítalanum í Víðihlíð, segir
að það sé mjög algengt að fólk snúi
sér til þeirra í þeim tilgangi að láta
brenna dýrin sín. Þá er annað hvort
hægt að láta brenna þau til förgunar
gegn vægu gjaldi eða láta brenna
þau með svokallaðri sérbrennslu þar
sem fólk fær öskuna afhenta til baka
að brennslu lokinni. Lísa segir að
.sérbrennslan sé dýr enda sé ofninn
þá einungis notaður fyrir eitt dýr.
Sem dæmi nefnir hún að það kosti
um 18.000 krónur fyrir hund að
hefðbundinni stærð. „Sérbrennslan
var einu sinni alltaf að Keldum. Svo
hætti hún þar og við byrjuðum með
þennan ofn þegar við opnuðum
hérna árið 2001 og það hefur orðið
þvílík sprenging. Fólk vill fá öskuna
til baka og er mjög ánægt með það.“
Lísa segir að það sé misjafnt hvers-
konar dýr sé verið að brenna, en vit-
anlega er mest um hunda og ketti.
Allur gangur er síðan á því hvað
fólk gerir við öskuna, en þó er til
sérstakur dýragrafreitur í nágrenni
Reykjavíkur sem vinsælt er að grafa
öskuna í. Einhverjir kjósa þó að
hafa grafirnar nálægar og ekki er
óalgengt að fólk grafi duftkerin í
görðum sínum.
Guttormur hvflir í Kjósinni
Að Hurðarbaki í Kjós er rekinn graf-
reitur þar sem eigendur geta látið
grafa gæludýrin sín. Hann er í um
það bil 40 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík í friðsælu umhverfi og
óspilltri náttúru. Það voru hjónin
Guðný G. ívarsdóttir og Kristján
Mikkaelsson sem komu honum á fót
fyrir rétt rúmu tveimur árum síðan
og að sögn Jóhannesar Björnssonar,
starfsmanns gæludýragrafreitsins,
þá er ágætis ásókn í að láta jarða
dýr þar. Hann segir að það sé allur
gangur á þvi hvers konar dýr um er
að ræða, en vitanlega sé mest um
þessi algengustu eins og hunda og
ketti. „Þetta eru allt frá Sankti Bern-
hardshundum niður í naggrísi.“ Þá
er líka hægt að láta grafa hesta og
svo er auðvitað frægasti tuddi þjóðar-
innar, fyrrum Húsdýragarðskonung-
urinn Guttormur, grafinn þarna.
Jóhannes segir að fólk sé afar
ánægt með þessa þjónustu og því er
greinilegt að þörf er á henni í sam-
mmmmtmmmmm
NUTRO - 30% AFSLATTUR
NUTRO ÞURRFÓÐUR FYRIR HUNDA OG
KETTI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI.
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
TOKYO
gæludýravörur
Hjallaluraun 4
Hafnarfirði s.565-8444
mmmmœmmmmmmœuimmiiniammimMMiíiMtmmmitaMm
Opið
mán-fös. 10-18
Lau. 10-16
Sun 12-16
félaginu. Kostnaður við greftrunina
fer eftir stærð grafarinnar en til
dæmis kostar greftrun fyrir hund
að venjulegri stærð eitthvað um
7000-10.000 krónur að sögn Jóhann-
esar. Þá liggja nafnspjöld og aðrar
nauðsynlegar upplýsingar um aðila
sem taka að sér að smíða og hanna
kistur og annan útfararútbúnað á
skrifstofu grafreitsins þannig að fólk
getur sett sig í samband við þá ef það
kýs slíkt. „Það er nokkuð algengt að
það komi margir bílar hingað upp
eftir og jafnvel heilu stórfjölskyld-
urnar þegar verið er að jarða,“ segir
Jóhannes en hann hefur þó ekki
tekið eftir því að fólk hafi verið að
ráða presta eða sambærilega aðila
til að hafa umsjón með athöfnunum.
„Fólk er samt margt hvert búið að
leggja mikinn metnað í leiðin hjá
dýrunum sínum. Oft ekkert síður
en tíðkast hjá mannfólkinu.“
t.juliusson@vbl.is