blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 40
40 I AFPREYING
i
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Lífsháski nr. 1
Fyrsta mánuðinn sem ABC
sjónvarpsstöðin bauð iPod
video eigendum að hlaða niður
sjónvarpsþáttum var Lífsháski
vinsælasta efnið. Á sama tíma
hefur sjónvarpsáhorfendum sem
sjá þættina á gamla góða mátann
fækkað um tvær milljónir í
BNA, úr 22,7 í 2°»7 milljónir.
Tölvudóp
Þá er það komið á hreint, þeir
sem spila tölvuleiki mikið þróa
með sér fíkn sem svipar til
eiturlyfjafíknar. Rannsókn sem
var gerð í Charité læknaháskól-
anum í Berlín hefur leitt þetta
í ljós en sagt er ffá henni í New
Scientist tímaritinu. Spilarar
verða semsé háðir spilun og eiga
erfitt með að slíta sig frá tölvunni.
Skráarskipta-
neti lokaö
Lokað hefiir verið fyrir aðgang
bandarískra háskólanemenda
að skráarskiptanetinu frHub.
Nemendurnir nýttu sér gífurlega
hraða tengingu til að skiptast á
gögnum milli tölva 207 háskóla.
Líklegt þykir að um 99 terabyte
af gögnum hafi farið um kerfið
á hverjum degi, sem er slatti.
Draumur leti-
bykkjunnar
Hver kannast ekki við að nenna
ekki að ná í fjarstýringuna til að
slökkva á sjónvarpinu. Vísinda-
menn hafa nú nýtt hæfileika sína
til að framleiða af/á takka með
þrýstinema. Þannig kviknar á
sjónvarpinu þegar maður sest
í stólinn sixm og slökknar á þvf
þegar maður rfs upp eða veltur
úr sófanum. Tækið má reyndar
tengja við öll rafmagnstæki,
tilvalið fyrir t.d. örbylgjuofna.
Sturta sím-
anum niður
Finnar finna sér alltaf eitthvað
skemmtilegt að gera í skamm-
deginu. Nú er orðið vaxandi
vandamál hversu margir GSM
símar finnast í skólphreinsi-
stöðvum borgarinnar Helsinki.
Ekki hefur verið hægt að færa
sönnur á hvort símunum
er viljandi kastað í settið.
109 SU DOKU talnaþrautir
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um aö
raöa tölunum írá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
6 4
7 2 5
5 7 8 4
8 6 7 3
5 6
7 4 5 1
6 4 3 9
2 7 3
2 1
Lausn á siðustu þraut
2 1 5 7 3 4 8 6 9
4 8 3 6 9 1 7 5 2
6 9 7 2 5 8 4 3 1
8 3 9 1 7 5 2 4 6
7 5 4 8 6 2 1 9 3
1 6 2 3 4 9 5 8 7
5 2 6 4 1 3 9 7 8
3 4 1 9 8 7 6 2 5
9 7 8 5 2 6 3 1 4
B MoI«
Eftirlýstur
á ensku
Watson hefur fengið liðsauka
f rannsóknum sínum fyrir
spæjarameistarann Sherlock
Holmes. Liðsaukinn birtist
í formi allra notenda inter-
netsins. Englendingar hafa
semsé opnað heimasíðu yfir
eftirlýstustu menn landsins
á heimasíðu líkt og Banda-
rfkjamenn hafa gert lengi.
www.mostwanted-uk.org.
Á sunnudaginn fer fram Red Bull Rail Storm jibb mótið á Trafalgartorgi í Lundúnum. Þrír íslendingar verða í eldlínunni og munu
halda heiðri okkar litlu þjóðar uppi í stórborginni.
Á mótinu kemur rjóminn af snjóbrettamönnum heims saman og reyna með sér á þar til búinni braut. í fyrra var mótið haldið i
Glasgow í Skotlandi og þá sigraði lið Svisslendinga en Englendingar voru í öðru sæti. Nú hefur það verið fært til Lundúna og
hafa skipuleggjendur séð ljósið og ákveðið að bjóða íslendingum til leiks, enda ekki hægt að skilja þjóð sem kennir sig við ís
og snjó eftir útundan á viðburði sem þessum.
Þeir Viktor Helgi Hjartarson, Guðlaugur Hólm Guðmundsson og Eiríkur Helgason munu sjá um að skemmta þeim 8.000 manns
sem búist er við að mæti á torgið. Allar líkur eru á að troóið verði (út úr dyrum) svo fjörió verður gífurlegt.
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.redbullrailstorm.co.uk.
Allir hjartanlega vel-
komnir í Hlíðarfjall
„Góðan dag, þetta er í Hlíðarfjalli. Það
er opið í dag.“ Svona hljómar upphafið
á símsvara fyrir Hlíðarfjall á Akureyri
en þar er skíðavertíðin komin vel á veg
eftir óskabyrjun. Veðurguðirnir virð-
ast enn vera í góðu skapi norðan heiða
þar sem spáð er hægri suðlægri átt og
lítilli úrkomu um helgina.
Opnunartímar um helgina:
Föstudaginn 18.11.200516:00 til 20:00
Laugardaginn 19.11.200510:00 til 17:00
Sunnudaginn 20.11.200510:00 til 17:00
Brekkur eru að sögn norðanmanna
í ágætis standi en göngubraut verður
troðin ásamt Andrésarbraut og Hjalla-
braut. Fjarkinn verður opinn sem og
Auður auk þess sem vonast er til að
Stromplyftan opni í dag. Þá verður
barnafæribandið gangsett á morgun
og jafnframt verður hægt að skrá
börnin í skíðaskóla. Skíðafærið er víst
ágætt og nægur snjór. Þá skemmir auð-
vitað ekki að á miðvikudag voru snjó-
byssurnar margfrægu settar af stað í
fyrsta skipti.
r Mynd: Ldrus Sigurðarson
Ungfrú Herra Island
Einn af þessum föngulegu karlmönnum verður krýndur Herra ísland á
fimmtudaginn eftir viku. Að þessu sinni mun þjóðin fá að ráða hver er fal-
legastur karlmanna á Islandi í símakosningu. Númerin sem hringja á í til að
veita atkvæði sitt má finna á heimasíðu keppninnar, www.ungfruisland.is.