blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 15
blaöiö FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005
ÁLIT I 15
Af pólitísku
framhjáhaldi
Össur Skarp-
héðinsson
Á mínum aldri kemur I
það fyrir að menn
láta freistast af háska-
legum og spennandi
konum. Eg hélt að það
myndi henda alla aðra
en mig. En ég er fall-
inn engill.
Dýrfírsku genin í ................
ætt minni sofa lítið.
Við vökum á nóttunni. Ég les, sigli á
Netinu, pæli út hin efstu rök og bægi
frá mér tilvistarangistinni með því
að leita huggunar í ísskápnum. Við
þann háska hafa freistingar mínar
staðnæmst hingað til og gert mig að
glaðlega vöxnum manni.
Eina nóttina eftir að hafa lesið
bresku blöðin og Spiegel og pólit-
ísku vefina datt ég inn á tælingarvef.
Glæsilegar konur með stólpakjaft
og hættulegar skoðanir liðu um
skjáinn. Auðvitað hefði ég átt að
slökkva strax. En ég lét fallerast
einsog hendir kalla einsog og mig
sem eru komnir á breytingaskeiðið.
Þetta voru Tíkurnar. Tíkurnar eru
vaskar ihaldsstelpur sem halda úti
kjaftforri síðu og eru með lenínískt
plan um að leggja undir sig Sjálf-
stæðisflokkinn. Þær eru á býsna
góðri leið með það. Þær eru hægri
sinnaðir femínistar og vilja ekki að
konur komist til áhrifa í krafti kyns
heldur eigin verðleika. Ég gleypti
við þeim einsog Þingvallaurriðinn
feitri beitu snemma vors. Hugsan-
lega af því ég er áhættusækinn og
sá strax að þetta voru háskalegar
og spennandi konur. Meira að
segja nafnið - Tíkin.is - er valið til
að ögra hefðinni. Engin slæðukona
úr Hveti þorir að vera Tík. Sumar
þeirra - einsog Hanna Birna - skrifa
gestapistla til að láta í veðri vaka að
þær séu einsog ungu trippin líka
nútímakonur.
Það er sagt að þeir sem stundi
framhjáhald fyllist að lokum óbæri-
Iegri sektarkennd sem brjótist fram
í ósjálfráðum játningum. Áður en
ég vissi af var ég búinn að kjafta frá
þessu framhjáhaldi á síðunni minni.
Ég missti meira að segja út úr mér
að ég væri líklega hægri sinnaður
femínisti - og þarafleiðandi Tík.
Þetta gat ekki endað nema á einn
veg. Úr fjarlægð tók aganefndin mig
á teppið með því að góðhjörtuð sál í
flokksa sagði mér að mönnum litist
ekkert á þetta vefdaður við slæðu-
kellingar framtíðarinnar. Smekk-
lausast af öllu var þó sú synd að
hafa í bríaríi lýst yfir stuðningi við
Jórunni Frímannsdóttur í prófkjöri
erkióvinarins. Hún er víst argasta
frjálshyggjukelling. Sumir, sagði hin
góða sál, litu á þetta sem enn eina
tilraun til að veikja Valdísi borgar-
stjóra því Jórunn og kellingapakkið
kringum hana er alltaf að reyna að
fella Valdísi. Ég varðist með því að
segja að það þyrfti ekki íhaldskonur
til. Stefán Jón Hafstein gerði ekki
annað þessa dagana en reyna að
fella Valdísi úr borgarstjórastólnum.
Því var mætt með stingandi augnar-
ráði og ísilagðri þögn. I hjarta mínu
fannéglíkaaðégerdrullusekur. Ég
veit ekki hvað ég get gert til að redda
mér úr þessum vandræðum. Ætti
ég að lýsa yfir stuðningi við Valdísi?
En þá móðga ég Stefán Jón. Ætti ég
kanski að gera einsog Árni Magg og
stela mér kvenfélagi til að verja mig?
Það myndi gleðja Mörð. Eða stofna
nýtt í kringum Dr. Árnýju einsog
Palli bróðir Árna gerði kringum
Heiðu? Nei, þá yrði Solla reið við
mig.
En syndin er jafn sæt og hún er læ-
vís. Kanski er þetta einsog að lenda
í vampýrum. Ef maður er bitinn af
Tík þá er maður Tík. En nú er nótt
og tími myrkraverka. Best að kikja á
Tíkin.is undir svefninn...
Össur Skarphéðinsson,
alþingismaður
Samsæriskenningar
Einar Skúlason
Að undanförnu hafa
stöðugar fréttir bor-
ist af óeirðum sem
hafa staðið í rúmar
tvær vikur í Frakk-
landi. Þarna er um
að ræða mótmæli
ungra Frakka, sem
margir hverjir eru
af Norður-Afrískum og Afrískum
uppruna. Þeir eru að mótmæla lakri
félagslegri stöðu sinni, rasisma
og útilokun úr frönsku samfélagi.
Þetta eru ungir menn sem hafa upp-
runa síns vegna nánast verið útilok-
aðir frá tækifærum til að sanna sig
í frönsku samfélagi. Þeir horfast í
augu við atvinnuleysi í sínum hóp
talið í tugum prósenta og sjá ekki
fyrir sér neina breytingu í þeim
efnum.
Stjórnmálaskýrendur vestrænna
fjölmiðla hafa verið iðnir við kolann
við að útskýra bakgrunn óeirðanna
og komist að margvíslegum niður-
stöðum. Þeir sem hafa gengið lengst
hafa reynt að útmála óeirðirnar
sem átök tveggja menningarheima,
hins vestræna og íslam. Sumir hafa
gengið svo langt að kalla þetta upp-
reisn múslima í Frakklandi gegn
franska ríkinu.
Á miðvikudag ákvað leiðarahöf-
undur Blaðsins að ganga í lið með
þeim stjórnmálaskýrendum í Evr-
ópu sem hafa gengið hvað lengst í
samsæriskenningum. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að múslimar
hafi staðið fyrir óeirðunum og
virðist standa í þeirri trú að óeirð-
irnar séu vegna þess að múslimar
hafi óbeit á lausung, kvenfrelsi og
guðleysi lýðræðisríkja Evrópu og
að tveir menningarheimar séu að
kljást, annars vegar vestrænn og
hins vegar íslamskur og óeirðirnar
verða af þessum sökum. Leiðara-
höfundur ber í bætifláka með því
að nefna það að ekki hafi allir mús-
limar tekið þátt í þessum óeirðum,
en hins vegar hafi nær allir óeirð-
arseggirnir verið þeirrar trúar. í
lokin fjallar hann um nýtt hugtak,
tvimenningu og telur að hörð átök
muni standa á milli vestrænna gilda
og íslamskra næstu áratugi og spáir
að Islam muni jafnvel vinna átökin
að lokum, gangi mannfjöldaspár
eftir
Það er skelfilega langt á milli
raunverulegra ástæðna óeirðanna
í Frakklandi og þeirrar ógnar og
skelfingar sem leiðarahöfundur er
að boða. Skilaboð leiðarans eru líka
skelfilega langt frá þeirri umræðu
sem við þurfum að standa fyrir. Um-
ræðan á að snúast um það hvernig
hægt sé að tryggja fólki, óháð upp-
runa, jöfn tækifæri á sviði mennt-
unar, atvinnu, heilbrigðis og ham-
ingju í samfélaginu. I Frakklandi
hefur þetta mistekist, í landi jafn-
rétti, frelsis og bræðralags eru stórir
hópar nánast útilokaðir frá því að
verða metnir að verðleikum vegna
uppruna síns. Þess vegna blossuðu
óeirðirnar upp og þess vegna hefur
verið erfitt að kveða þær niður.
Á Islandi eigum við að stefna að
samfélagi þar sem framlag hvers
einstaklings er metið að verðleikum,
ekki skilyrt við trú, nafn eða upp-
runa. Þar sem allir fá tækifæri til
að sanna sig. Umræða eins og sú
sem birtist i umræddum leiðara er
ekki til þess fallin að byggja upp
slíkt samfélag, hún er þvert á móti
hræðsluáróður sem getur sundrað
hópum, ekki sameinað þá.
Af hverju keyrði
ég ekki bara
Sæbrautina heim?
Við sumum spurningum fást bara engin svör.
Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera.
En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr
svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála.
Staðreyndin er því miður sú að maður er hvergi 100% öruggur í umferðinni.
Það er nógu erfitt að vera valdur að tjóni þó að ekki komi til mikill kostnaður að auki. Þess vegna
er skynsamlegt að vera við öllu búinn og tryggja bílinn rétt. Kaskótrygging TM er ekki flókinn
hlutur og það tekur enga stund að ganga frá henni.
Dæmi um hvað Kaskótrygging bætin
// Tjón á bilnum þínum vegna áreksturs við aðra
bifreið eða kyrrstæðan hlut, veltu, útafaksturs,
bruna, grjóthruns, snjóflóðs, skriðufalls og aur-
og vatnsflóðs færðu bætt.
// Tjón vegna þjófnaðar, innbrots, skemmdarverka
eða skemmdra rúðnafærðu bætt.
// Hún greiðir bílaleigubíl í allt að 5 daga verði billinn
þinn óökufær eftir tjón.
Dæmi um hvað Kaskótrygging bætir ekki:
// Ef um vítavert gáleysi eða ásetning er að ræða
bætir kaskótrygging ekki tjónið.
// Þegar ökumaður telst vera óhæfur til aksturs
vegna ölvunar eða lyfjanotkunar fæst tjón ekki
bætt.
// Ef hjólabúnaður eða undirgrind skaðast í akstri
bætir kaskótrygging ekki tjónið.
// Kaskótryggingin bætir ekki tjón vegna þjófnaðar
eða skemmda á aukabúnaði, t.d. hjólkoppum og
Ijósabúnaði.
Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á.
Hringdu í slma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.