blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 i blaöiö
Knattspyrna:
Situr inni fyrir svindl
Dómarinn dæmdur, Hoyzer leit út fyrir að vita upp á sig sökina þegar hann gekk úr
dómsalnum.
Þýski knattspyrnudómarinn Ro-
bert Hoyzer hefur verið dæmdur í
tveggja ára og fimm mánaða fang-
elsi fyrir mesta hneyksli sem upp
hefur komið í þýskri knattspyrnu.
Fyrir dómi í gær viðurkenndi
hinn 26 ára fyrrum dómari að hafa
haft áhrif eða reynt að hafa áhrif á
úrslit níu leikja sem hann dæmdi.
Dómarinn í málinu, Gerti Kramer,
sagði við dómsuppsöguna að brotið
væri ekki eitthvað prakkarastrik
heldur alvarlegur glæpur. „Hann
brást skyldum sínum sem hlutlaus
maður á velli“, sagði dómarinn
Kramer um dómarann Hoyzer.
Miður sín
í tilraun til að milda dóminn yfir sér
á þriðjudag sagði Hoyzer að honum
þætti málið allt mjög leitt. „Ég er
mjög miður mín og biðst afsökunar
á því sem ég gerði. Ég hef skaðað
þýska knattspyrnu gífurlega með
athæfi mínu.“ Dómurinn var harð-
ari en Hoyzer hafði búist við. Hann
gekk hljóður út úr dómsalnum og
sagði ekki orð við blaðamenn sem
biðu fyrir utan. „Þetta eru mikil von-
brigði fyrir okkur“ sagði verjandi
Hoyzer. „Meira að segja sækjendur
höfðu farið fram á skilorðsbundinn
dóm.“ Annar dómari sem flæktur
var í hneykslið fékk skilorðsbund-
inn dóm í 18 mánuði en Ante Sapina,
Króatinn sem skipulagði glæpina,
fékk þyngsta dóminn. Hann mun
sitja inni í tvö ár og ellefu mánuði
auk þess sem menn honum tengdir
fengu skilorðsbundna dóma fyrir
hylmingu.
Víti til varnaðar
Grunur féll á Hoyzer þegar smáliðið
Paderborn sigraði Evrópumeistar-
ana í SV Hamborg 4-2 á síðasta ári. 1
leiknum dæmdi Hoyzer Paderborn
tvær umdeildar vítaspyrnur og vék
leikmanni Hamborgar af velli fyrir
að því er virtist ekkert brot. Sam-
kvæmt dómnum græddi Ante Sap-
ina meira en 50 milljónir króna á
úrslitunum og Hoyzer sjálfur um 5
milljónir og nýtt sjónvarp.
Forseti þýska knattspyrnusam-
bandsins, Theo Zwanziger, kvaðst
ánægður með dóminn og hversu
greiðlega gekk að dæma í málinu
en aðeins tíu mánuðir eru síðan upp
komst um málið. „Möguleikinn á
tveimur og hálfu ári í fangelsi mun
svo sannarlega fá einhverja til að
hugsa sig um tvisvar áður en þeir
reyna að hafa áhrif á úrslit leikja.“
Fimleikar:
Kínverjar berja börn áfram
Frægur breskur fimleikamaður, Sir
Matthew Pinsent, er sleginn yfir
meðferð á ungu fimleikafólki í Pek-
ing en þar æfir landslið Kína fyrir
Ólympíuleikana 2008. Pinsent sem
hefur fjórum sinnum unnið gull-
verðlaun á Ólympíuleikum var ný-
lega að kanna undirbúning fimleika-
liðs Kínverja fyrir leikana fyrir hönd
breska útvarpsins BBC 5. Hann segir
að börnin þjáist á æfingum. „Það var
mjög truflandi að sjá þetta. Ég var
mjög sleginn af því að sjá sumt það
sem fyrir augu bar.“ Eitt af því sem
kom Pinsent úr jafnvægi var að sjá
þjálfara leggja hendur á ungan iðk-
anda. „Ég veit að þetta eru fimleikar
og í þeim byrja iðkendur mjög ungir,
en þetta var of mikið fyrir mig.“
Ósk foreldra
Áður en Pinsent sem er fyrrver-
andi meðlimur í Alþjóða ólympíu-
nefndinni og núverandi meðlimur
breska ólympíusambandsins fór til
Kína hafði hann spáð hvort þjálf-
unaraðferðir væru mismunandi
milli vestrænna og austrænna
þjóða. „Ég bjóst við að þetta yrði
öðruvísi að einhverju leyti en ég er
á því að verið sé að níðast á þessum
börnum." Þessum fyrrum meistara
þótti sem börnunum væri þröngvað
lengra en góðu hófi gegnir í leit að
frambærilegum íþróttamönnum og
þótti leitt að sjá að það þóttu eðlileg
vinnubrögð. „1 viðræðum við þjálf-
ara sögðu þeir að ólöglegt væri að
leggja hendur á börnin, en svo væru
foreldrar sem færu fram á slíkt. Þeir
sögðu að þetta væri nauðsynlegt til
að herða börnin.“
Rannsókn áformuð
Valið á Peking sem gestgjafa næstu
Ólympiuleika hefur verið umdeilt
vegna slælegs ástands á mannrétt-
indamálum í Kína. Alþjóðlega fim-
leikasambandið hefur heitið því að
athuga málið.
Brettareið á Hawaii
Royden Bryson frá Suður Afríku er á meðal bestu brimbrettakappa heims sem taka nú
þátt í OP atvinnumannamótinu á Haleiwa í Hawaii. Þrátt fyrir að fá einkunnina 9,47 (af
10 mögulegum) náði hann ekki efsta sætinu í fyrstu umferð mótsins heldur þurfti hann
að láta annað sætið duga. í annarri umferð féll hann svo úr umferð en mótið stendur til
24. nóvember.
Opnunarhátíð haliar
Knattspyrnugoðsögnunum Pelé og Maradona var boðið til stórhátíðar í tilefni opnunar
stærstu innanhússíþróttahallar í heimi sem staðsett er í borginni Doha í Katar. i höllinni
er knattspyrnuvöllur í fuliri stærð auk annars minni æfingavallar, frjálsíþróttavöllur,
sundlaug i ólympíustærð, dýfingalaug, fimleikasalur, íþróttasalur, borðtennissalur, bar-
dagafþróttasalur, skylmingasalur, veggboitasalur og glænýr lyftingasalur auk aðstöðu
til sjúkraþjálfunar og rannsókna. Fyrir utan höliina eru svo sjö knattspyrnuvellir ætlaðir
til æfinga. Af tilefninu tók Maradona skóna sína enn einu sinni af hillunni og sýndi
gamla takta.
Stjörnufans á stórieik
Kobe Bryant átti stórleik með Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 42 stig fyrir liðið
i stórleik Lakers og New York Knicks. Eins og oft á svo stórum viðureignum í NBA deild-
inni var þéttsetið af fallega og fræga fólkinu á áhorfendabekkjunum og mátti meðal
annars sjá Lakers-áhangandann Jack Nicholson, söngkonuna Aliciu Keys og grínarann
Chris Rock. Lakers vann leikinn naumlega með fimm stiga mun, 97 - 92.
15% afsláttur af öllum fótboltaskóm hjá okkur í nóvember
Láttu sjá þjg og geröu góö kaup