blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 31
blaðið FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005
Jólagjaíirnar
timanlega
Á tímum hnattvæðingar og sífellt
hraðari samskipta vill hinn efnislegi
heimur stundum verða íbúum
sínum ráðgáta. Hægt er að senda
tónlist, kvikmyndir, ljósmyndir og
texta heimsálfa á milli á örfáum
mínútum, stafrænt og því vill bregða
við að vegalengdir afskræmist í huga
fólks. Þær eru hinsvegar ennþá
mjög raunverulegar og sú staðreynd
er sjaldan jafn áþreifanleg og þegar
jólahátíðin gengur í garð. Þá dugir
tölvupósturinn ekki lengur til
þess að koma kveðjum og góðum
gjöfum til fjarlægra vina og
ættingja, heldur neyðist maður til
þess að beita fyrir sig einhverri af
þeim virðulegu stofnunum sem sjá
um að flytja efnislega hluti milli
staða. íslandspóstur hefur sinnt
efnisflutningi af stakri prýði síðustu
áratugi og gerir enn. Anna Katrín
Halldórsdóttir hjá markaðssviði
póstsins gaf Blaðinu góð ráð
varðandi millilandasendingar, bæði
á jólagjöfum svo og matvælum.
„Það er alltaf eitthvað um að
fólk sé að senda mat milli landa.
Fólk þarf þá að hafa í huga að
meðhöndlun hans er jafnan háð
mótttökum tollayfirvalda í viðkom-
andi landi,“ segir Anna. „Reglur
um matvælasendingar eru ansi
mismunandi, en fólk verður að
kynna sér það sjálft. Það er reyndar
hægt að fá upplýsingar um þessi
helstu atriði í þjónustuveri okkar og
á postur.is. Við vitum annars ekki
hvað er í pökkunum og því erfitt
fyrir okkur að hafa eitthvað um
innihaldið að segja. Ágætis regla er
að senda ekki kælivöru milli landa,
því aðstæður til geymslu á sliku eru
yfirleitt ekki góðar.“
Öruggur sendingartími milli landa
Aðspurð um öruggan sendingartíma
á vörum milli landa vísar Anna á
sérstakan lista með upplýsingum
um það sem íslandspóstur gefur
út ár hvert. „Listinn miðar við að
sé farið eftir honum verði öruggt
að pakkarnir komist til skila fyrir
aðfangadag. Séu pakkarnir sendir
seinna getum við ekki ábyrgst að
þeir komist á réttum tíma, en það
gengur reyndar yfirleitt alltaf. Við
segjum aldrei nei við pökkum og
gerum okkar besta til að þeir geti
komist til skila. Póstsendingar
ganga hratt fyrir sig þessa dagana,
milli norðurlanda tekur ekki nema
tvo, þrjá daga fyrir sendingar að
komast á áfangastað.“
Að lokum er Anna spurð ráða
um innpökkun pakkninga og gjafa,
nokkuð sem vill vefjast fyrir jafnvel
reyndustu sendendum. „Við biðjum
fólk oftast bara að sjá til þess að
efnið hæfi innihaldinu. Það eru
allskyns varnaglar sem hægt er að
setja varðandi brothætta hluti og
hættulega, en þeir eiga sjaldnast við
umjólagjafir.“
haukur@vbl.is
íslandspóstur mœlist til:
5. desember - Jólapakkar utan Evrópu
8. desember - Jólakort utan Evrópu
13. desember - Jólapakkar til Evrópu
15. desember - Jólakort til Evrópu
20. desember -TNT utan Evrópu
21. desember - Jólakort og jólapakkar
innanlands.
Þrektæki
Crass Tralner
Infiniti ST 655
Cross Tralner
Infiniti ST 900
ÍÍWkír"
CA?
FAXAFENI 7
S: 5200 200 MAN - FOS. Kt. 9-18. LAU. KL. 10-14
ié
tV/
Iœ in a bucket
©
Jólafarscila
5unnudaginn 20 nóv.
30% afsláttur
af öllum vörum
□pid frá 13 -
y, Kringlan - Akurayri - Bmáralind - Selfmss - Hveragerdi
™ ^ [ BlerártDrg ] ^ W