blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 30
30 I BESTI BITIWM FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaðiö Kjúklingur er ekki endilega bara kjúklingur •} Á síðustu árum hefur það verið að fcerast í vöxt að kjúk- lirigur sé reglulega á boðstólum á kvöld- matartímum þjóðar- innar. Sífellt eykst úr- valið á þessum gœða málsverði og eru margir sölustaðir farnir að selja heil- grillaða kjúklinga á viðunandi verðlagi. Oft vill nefnilega tíminn hlaupa á Ijós- hraða frá nútíma- manninum og ekki gefst ráðrúm til að standa í stórtækri eldamennsku. Þá er . prýðilegt að grípa meðsérgóðar; hollar og mettandi lausnir á sanngjörnu verði ogfáar slíkar stand- ast heilgrilluðum kjúkling snúningin. Bragð- lauka- veisla Sá kjúklingur sem þótti skara fram úr í þessari úttekt, þó að afar naumt hafi verið á mununum, var hinn rómaði kjúklingur Melabúðarinnar við Hagamel. Það er nú kannski ekk- ert skrýtið að gæðin skíni þar í gegn enda hefur Melabúðin verið lofuð fyrir kjötborð sitt um árabil en það hefur fylgt versluninni allt frá því að hún hóf starfsemi þann 4. júlí 1956. Melabúðin á líka mjög ákveð- inn og mikilvægan stað í hugum margra höfuðborgarbúa sem á ein- hvern hátt hafa komist í tæri við þessa persónulegu verslun í hjarta vesturbæjarins. Kjúklingur Melabúðarinnar hefur rauðbrúnt yfirbragð sem orsakast líklega af kryddinu. Kryddblandan hefur reyndar ákveðna sérstöðu og erfitt er að festa reiður á því hvað það er sem gefur þann sérstaka, en gífurlega bragðgóða keim. Á meðan að meyrt kjöt kjúklingsins nýtur sín til fullnustu þá bætir kryddblandan einhverju algerlega sérstöku við sem orsakar sprengingu fyrir bragðlaukana. Heill, grillaður kjúklingur úr Melabúðinni myndi henta einkar vel í matarboð í góðra vina hópi við hversdagslegar aðstæður. Hann er í senn bragðmikill og svipsterkur og því góður grunnur til að byggja frá- bært kvöld á. t.juliusson@vbl.is Stór og mikill Hagkaup er leiðandi fyrirtæki á matvörumarkaðinum á íslandi. Stærðin kemur þó ekki niður á vöru- t úrvali né gæðum og er kjöt- og fisk- borðið þar engin undantekning. í Hagkaupum er boðið upp á stóran og mikinn kjúkling. Það fyrsta sem vekur eftirtekt bragð- laukanna er gómsæt áferð húðar og sérlega vel samansett gróf kryddblanda. Húðin og kryddið renna saman í eitt og skapa bragð- góða skorpu sem skilur eftir sig skemmtilega óvæntan og náttúru- legan ferskleika. Bringan sjálf var eilítið þurrari en í sumum hinna kjúklinganna en slíkt fellur þó vel að smekk margra. Lærin eru þó afar safarík. Því væri Hagkaups kjúklingurinn líklega prýðilegur ef rétt sósa væri valin með til að vega upp á móti eilítið þurru kjötinu. Hagkaupsfuglinn er þó í alla staði einkar fallegur og fer vel á hvaða matarborði sem er. Með réttu meðlæti er hann veislumatur. (Melabúðinni er borgað fyrir kjúklinginn eftir þyngd, en verð fyrir heilan er vanalega í kringum 700 krónur. Ljóst yfirbragð Nóatún er verslun sem er rómuð fyrir vel útilátið og fjölbreytt kjöt- borð. Á heimasíðu verslunarinnar segir raunar að það sé ein helsta skrautfjöður Nóatúns og eru þar alls engar ýkjur á ferðinni. Hann er framleiddur undir mjög ströngum framleiðsluskilyrðum þar sem áhersla erlögð á að krydd, steikingar- áhöld, hitaborð og pakkningar séu til fyrirmyndar. Nóatúnskjúklingurinn er með ljósara yfirbragð en hinir kjúkling- arnir sem teknir voru fyrir. Það út- skýrist mögulega af því að hann er hóflega kryddaðri en kollegar hans í heilgrillaða bransanum. Hann er einkar hæfilega grillaður sem skilar því að kjötið sjálft er einstak- lega safaríkt og mjúkt. Því er hann tilvalinn til þess að snæðast einn og sér, enda bráðnar nánast hveri ein- asti biti uppí manni. Kjúklingurinn frá Nóatúni er afar öruggur á bragðið og virð- ist hafa alla eiginleika til þess að heilla stóran og breiðan hóp mat- gæðinga. Hann er traustvekjandi á bragðið og vekur einna helst upp minningar um kjúklinga æsk- unnar sem mæður okkar elduðu á sunnudagseftirmiðdögum. Heill, grillaöur kjúklingur kostar 799 krónur í Nóatúni. Sérstakur á bragðið Heill, stakur fugl án meðlætis kostar 1200 krónur hjá BK kjúklingum.. BK Kjúklingar er eini eiginlegi kjúklingstaðurinn sem tók þátt í könnun okkar að þessu sinni. Stað- urinn hefur verið staðsettur við Grensásveg um árabil og er BK í margra huga hinn eini sanni skyndi- bitakjúklingur enda fer þar saman gott framboð á kjúklingum og per- sónuleg þjónusta. Þá býður BK kjúk- lingur upp á fjölbrey tt meðlæti og er ekki úr vegi að koma fjölskyldunni á óvart með maís á línuna þegar verslað er við BK. BK kjúklingurinn er fullur og vel kryddaður fugl. Hann er ívið dekkri yfirlitum en hinir, væntan- lega vegna sérstakrar kryddblöndu. Hann er einnig nokkuð sérstakur á bragðið og var nokkuð frábrugðin hinum kjúklingunum sem fengust hjá matvöruverslununum. Húðin var heldur seig og fitug en kjötið hið prýðilegasta. Það máþó ekki skiljast þannig að hann hafi ekki verið góm- sætur, þvi það var hann klárlega. Ferð á BK Kjúklinga er tilvalin þegar að fjölskyldan vill fara öll saman út og snæða staðgóðan kvöld- verð án þess að stofna fjárhagnum í stórtæka hættu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.