blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 ! blaðið Þori alveg að mæla með Beyglunni næsta sumar - segirfluguhönnuðurinn Gylfi Kristjánsson á Akureyri sem hefur nokkrar áhyggjur af sjóbleikjuveiðinni Silungsveiðin s.l. sumar var æri misjöfn. Sjóbleikjuveiðin víðs- vegar um land var til að mynda í allra slakasta lagi og veldur það mönnum nokkrum áhyggjum þar sem sumarið 1994 var einnig slakt í sjóbleikjunni. Blaðið hafði samband við Gylfa Kristjánsson á Akureyri sem hefur um langt árabil stundað bleikjuveiði í Eyjafjarðará og ræddi þetta mál við hann, og einnig um nýjar flugur frá honum, en Gylfi hefur á undanförnum árum hannað silungaflugur sem hafa gert það mjög gott. Selurinn hefur áhrif „Það er ef til vill óþarfi að vera að hafa áhyggjur af sjóbleikjunni þótt manni verði óneitanlega hugsað til þess hvort einhverjar ytri aðstæður hafi spilað inn í“ segir Gylfi. „Ég þekki best til í Eyjafjarðará og þar var veiðin með slakasta móti í sumar og minni en í fyrra þótt það sumar hafi ekki verið gott heldur. Það var þannig í sumar að það virtust aldrei koma alvöru göngur í ána. Reyndar er ekki gott að fullyrða neitt um heildarveiði því margir veiðimenn trössuðu það að bóka veiðina en það er alveg ljóst að ástandið í ánni s.l. 0 H At mm GUNNARBENDER sumar var lélegra en oft áður. Maður er auðvitað að velta fyrir sér hvað valdi þessu. Um árabil hefur mikið af bleikju verið tekið í net í Eyjafirði og mig grunar að það gerist í meira magni en margir vilja viðurkenna. Þá er talsvert veitt á Pollinum á stöng og ennfremur má nefna að mikið virðist hafa verið um sel við ósa árinnar undanfarin ár. En vonandi er þetta ástand sem var í sumar í ánni aðeins tímabundið og ljósi punkturinn er sá að sjóbirt- ingur er í mjög auknum mæli að veiðast í Eyjafjarðará síðsumars". Beyglan reyndist vel Komstu með einhverjar nýjarflugur í sumar? „Ný fluga sem ég hannaði og fékk nafnið Beygla var fyrst prófuð í sumar og reyndist mjög vel. Hún var vígð í bleikju í Breiðdalsá og mokveiddist á hana þar. Síðan veiddist vel á hana i urriðanum í Mývatnssveit bæði sem „kúluhaus" og einnig sem straumflugu. Seinna um sumarið var henni svo kastað fyrir bleikju með alveg prýðilegum árangri. Ég þori alveg að mæla með þessari flugu og hún verður senni- lega til sölu á krafla.is strax í vor“. Eru fleiriflugur á leiðinni? „Það er alltaf eitthvað í pípunum, en ekkert sem ég get sagt frá í augna- blikinu. Ég reikna þó örugglega með því að næsta sumar verði eitthvað prófað sem ég set saman í vetur“. Áhyggjur Gylfa eru réttar, sjóbirt- ingur er í auknum mæli að veiðast þar sem bleikjan var áður fyrir, sem er ekki gott. Bleikjuveiðin hefur minnkað síðustu tvö árin og bleikjan verður að koma upp á næsta ári, annars gæti illa farið fyrir henni. Niðursveiflur í bleikjuveiði hafa ekki staðið í þrjú ár í einu. Veiöimenn á veiöislóöum í Breiðdalsá en ágæt bleikjuveiði var þar í sumar. Lögreglan hefur lítil afskipti haft af rjúpnastyttum Það sem af er rjúpnatímabilinu hefur lögreglan aðeins þurft að hafa afskipti af rjúpnastyttum, í kringum Húsavík og í nágrenni Borgarness. Sem dæmi um afskipti var ein rjúpnastytta með útrunnið veiðikort og annar með of mörg skot í byssunni. Ef hinsvegar er miðað við fjölda veiðimanna er þetta alls ekki mikið. Erfitt er að segja til um hvað hefur verið skotið mikið af rjúpum það sem af er veiðitímabilinu. Þó hafa menn verið að skjóta á að á milli 40 og 50 þúsund fuglar hafi verið skotnir. Erfitt veðurfar og snjóalög hafa sett strik í reikninginn hjá mörgum veiðimönnum að undanförnu. Vegna þessa má gera ráð fyrir að margir veiðimenn hafi enn ekki náð að veiða nóg í jólamatinn. Eftir að rjúpa hefur ekki verið á borðum landans undanfarin ár er líklegt að margir muni ekki gefast upp fyrr en fullreynt hefur verið við þá hvítu. Tímbilið styttist nú hratt í annan endann og gera má ráð fyrir að margir muni nota tækifærið og halda á veiðar nú um helgina. Vœngir óskast Verið er að safna sýnum úr rjúpna- afla til að meta aldursdreifingu í stofninum. Þessar upplýsingar nýt- ast ásamt veiðitölum til að reikna út heildarstofnstærð rjúpunnar. Óskað er eftir öðrum væng af hverjum fugli. Hægt er að klippa vænginn af við handarliðinn og fer þá lítið fyrir honum. Nauðsynlegt er að greina sýnin eftir landssvæðum, og því þarf hver veiðimaður að setja saman í poka fugla sem felldir voru í sömu sveit og merkja þá með nafni sínu, heimilisfangi og veiði- svæði. Veiðimenn fá síðan skýrslu um aldurssamsetningu í aflanum sínum ásamt upplýsingum um heild- arniðurstöður. Vinsamlega skilið sýnum til Náttúrufræðistofnunar í Reykjavík. Landssamband Stangaveiðifélaga: Skorað á alþingi ad fella niður tolla af veiðistöngum Stangveiðin er holl og góð útivera Aaðalfundi Landssambands Stangaveiðifélaga sem haldin var í vikunni, var ýmislegt rætt en þetta var 55. aðal- fundur félagsins og var hann hald- inn í Hafnarfirði. Meðal annars var samþykkt þessi tillaga til alþingis, um tolla á veiði- stangir og offitu landans. Offita er að verða einn helsti heil- brigðisvandi nútímans. Við íslend- ingar förum ekki varhluta af þessari slæmu þróun. í skýrslu OECD um heilbrigðismál í aðildarríkjunum, sem skýrt var frá nýlega, kemur fram að tíðni ofþyngdar og offitu hefur vaxið í öllum aðildarrikj- unum. Á íslandi hefur tíðnin aukist um 50% frá 1990, eða frá því að vera 8% í það að vera 12% nú. I ljósi þessa mætti ætla að ríkis- valdið vildi hvetji til hollrar hreyf- ingar og útiveru með skattastefnu sinni. Stangveiði er víða mjög vannýtt auðlind, en býður upp á skemmtilega útiveru og hollar gönguferðir inn á heiðar landsins jafnt sem útiveru við veiðar nær og íbyggð. Stangveiðar eru að margra mati auðveldast og skemmtilegast að stunda með flugustöng. Það mætti því ætla að þessi saklausu leikföng til hollrar útiveru fyrir veiðimenn væru ekki sérstaklega skattlögð af hinu opinbera. Það er engu að síður svo. Helstu framleiðendur flugu- stanga og veiðistanga almennt eru utan Evrópu og á þær er lagður 10% tollur. Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga skorar á Alþingi að fella niður tolla af veiðistöngum og leggja þannig sitt af mörkum til heilnæmrar útiveru og hreyfingar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.