blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 18
18 I HEILSA FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 blaðíö Aöstandandi áfengis sjúklings segir sögu sína Afmaelisfundur Al-Anon verður hald- inn i Háteigskirkju kl 20:30 í kvöld og eru allir velkomnir. Al-Anon er félagsskapur ættingja og vina alka- hólista en þar er sjúkdómurinn skil- greindur sem fjölskyldusjúkdómur. Ásta er félagi í Al-Anon sem eru samtök aðstandenda áfengissjúk- linga. Félagar í samtökunum mega ekki koma fram undir nafni og mynd og því fylgir ekki mynd af Ástu. „Ég er búin að vera félagi í samtök- unum í þrjú ár en maðurinn minn er alkóhólisti," segir Ásta. Hún kynnt- ist manninum sínum á meðan hann drakk en hann er nú búinn að vera edrú í 2 'A ár og stundar AA fundi. ,,Það var félagi í AA samtökunum sem benti mér á Al-Anon samtökin því ég var farin að hafa áhyggjur af drykkju eiginmannsins,“ segir Ásta en hún byrjaði i samtökunum áður en maðurinn hætti að drekka. Ásta segir að það breyti öllu um líðan hennar að vera í samtökunum. ,Ég er hætt að vera hrædd og reið og það þakka ég samtökunum og þeim félagsskap sem ég hef fengið þar,“ segir Ásta. Hún vill taka fram að hún sé ekki talsmaður samtakanna heldur venjulegur félagi. I Al-Anon er stuðst við reynslusporin 12, þau sömu og AA félagar nota. Ásta seg- ist fara á fundi 1-2 í viku og var svo heppin að finna sig strax á þeim stað sem hún fór á. „Það er engin fundur eins og nýliðum er ráðlagt að flakka á milli staða til að finna sinn hóp,“ segir Ásta. Hún segir það ríkt í Ál- Anon að finna fólki hlutverk á fund- unum, t.d. að taka á móti fólki, hella upp á kaffi, lesa upp o.fl. Ásta segir að það sé erfiðast fyrir hana ef maðurinn hennar hættir að stunda AA fundi því þá komi allir brestir hans í ljós. „Við þessar aðstæður verður erfitt fyrir mig að aftengjast og stunda mitt prógram en þó ekki óyfirstíganlegt,“ segir Ásta. Hún segir að fyrst eftir að mað- urinn hennar hætti að drekka hafi hún verið upptekin af því að hann myndi falla en sá ótti er ekki til staðar lengur. „Nú er fókusinn á mér en ekki stöðugt á manninum eins og áður og þó hann falli þá er það ekki eins og himinn og jörð sé að farast," segir Ásta. Hún segist vera sterkari og sjálfstæðari en áður og hafi öðl- ast aukna sjálfsvirðingu. Ásta segir að þegar maður hennar hætti að drekka og fór að stunda AA fundi fannst henni hún vera út- undan og gramdist það að maður hennar eyddi ekki meiri tíma með sér. Þátttaka í Al-Anon samtök- unum varð til þess að hún fékk líka hlutverk „Ég á trúnaðarkonu innan samtakanna sem er alltaf til staðar ef ég þarf á henni að halda,“ segir Ásta og bætir við að hún sé með sí- mann fullan af númerum annarra Al-Anon félaga. Var föst í ákvefinu mynstri Ásta á tvær dætur með manni sínum 2 'h árs og 7 mánaða. Þegar hún varð ófrísk af eldri dóttur sinni hafi með- virknin verið í toppi hjá henni en hún hefur minnkað eftir að hún fór að stunda Al-Anon fundina. Ásta segist koma úr fjölsyldu þar sem meðvirkni var mikil þrátt fyrir að engin úr hennar nánustu fjölskyldu hafi verið alkóhólisti. „Meðvirkni er það að þora ekki að setja fólki mörk og segja nei. Maður óttast að missa vinkonur ef maður segir nei og er hræddur um álit annarra á sér,“ segir Ásta og bætir við að hún hafi iðulega sett sig í síðasta sæti. Ásta segir það einnig ríkan þátt í meðvirkninni að vilja stjórna öðrum og gefa góð ráð. „Ég var mikið að gefa manninum mínum góð ráð og til þess notaði ég augnaráð eða óljós merki,“ segir Ásta. Hún var líka í þvi hlutverki að hringja hann veikan í vinnunni og afsaka hann ef svo bar undir. Ásta segir líðan sína á þessum tíma hafi verið slæma en hún passaði sig á því að líta alltaf vel út og setja upp grímu svo aðrir sæju ekki raunveru- lega líðan hennar. Ásta segist drekka þótt svo maður hennar sé óvirkur alkóhólisti og segir það ekki á sína ábyrgð þótt maður hennar detti í það. Ásta segist sjá ákveðið mynstur hjá sér þegar hún lítur til baka en nokkrir af hennar fyrri kærurstum áttu við áfengis- eða fíkniefnavanda-. mál að stríða. „Ég lærði síðar að ég var föst í ákveðnu mynstri þar sem mitt hlutverk var að bjarga og stjórna," segir Ásta. Mikilvægt er að stunda Al-Anon fundina og án þeirra sé hætta á að hún fari aftur að finna fyrir gremju og reiði. Hún er bjartsýn á lífið og henni líður vel. Hún segist leita til æðri máttar og segist vera í stöðugri framför. hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is NR.1 í AMERÍKU GLUCOSAMINE & CHONDROITIN EXTRA STERK LIÐAMÓT GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Reynslusporin 12 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. 2. Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun aö láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar. 5. Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar. 6. Við vorum þess albúin að láta guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti. 7. Við báðum guð í auðmýkt að fjarlægja brestina. 8. Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust. 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það. 12. Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakn- ing og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum I lifi okkar og starfi. Kvef hvimleitt en meinlaust Hvað er kvef? Kvef er veirusjúkdómur sem heldur sig aðallega i nefslímhúð. Til eru yfir 200 veirustofnar sem geta valdið kvefi. Allir þekkjabyrjunareinkenni kvefs, sjúkdómurinn byrjar með særindum og kláða í hálsi, hnerrum og nefrennsli. Kveferhvimleiðuren tiltölulega meinlaus sjúkdómur, og er algengast á veturna og stendur að meðaltali yfir í 7-10 daga. Hvernig smitast kvef? Fyrst og fremst er um úðasmit að ræða, en veirurnar geta einnig bor- ist milli manna með snertismiti. • Því er afar mikilvægt að skýla önd- unarfærum vel þegar hóstað er eða hnerrað. • Handþvottur er jafnframt afar mikilvægur ef snerting við sýktan einstakling á sér stað. Smithætta er frá því daginn áður en einkenni koma fram og í 1-3 daga í viðbót. Hverjir fá helst kvef? Kvef er algengast í börnum og er talið að hvert barn fái kvef 6-10 sinnum á ári. Sjúkdómurinn er einnig algengur meðal fullorðinna, misjafnt er hversu oft fullorðnir fá kvef, en 4 sinnum á ári er nálægt meðaltali. Margir vinnudagar tap- ast á ári vegna veikinda af völdum kvefs. Þrátt fyrir að kuldi valdi ekki kvefi er það samt þannig að tíðni kvefs er langmest frá september og fram í apríl. Lægra rakastig í loftinu og meiri samvera yfir vetrarmánuðina er talin helsta orsök þess. Fólk eyðir meiri tíma innan dyra ( nálægð við hvort annað og smit berst þvi auð- veldlega. Með kulda lækkar rakastig en það veldur því að slímhúðin í nef- inu þornar og veirurnar eiga þvi auð- veldara með að sýkja auk þess sem þessar veirur lifa betur í þurru lofti. Líkamleg þreyta og andlegt álag gera einstaklinga viðkvæmari fyrir því að sýkjast af kvefi. Fyrirbyggjandi aðgerðir • Almennt gott heilbrigði. Hollurog góður matur, hreyfing og útivera. • Handþvottur er einfaldur og mjög áhrifarík leið til að forðast smit. • Forðist úða frá sýktum einstak- lingi. Úðinn frá hnerra berst allt að tvo metra. • Þeir sem eru sýktir eiga alltaf að hósta, hnerra og snýta sér í ein- nota pappírsþurrkur og henda þeim strax til að koma í veg fyrir smit. • Sýktir einstaklingar þurfa einnig að passa vel upp á handþvott eftir að hafa hnerrað eða snýtt sér. Meðhöndlun einkenna • Hvíld er mikilvæg og einnig er nauðsynlegt að drekka nægilega mikið afvökva. • Skolið nefgöng með saltvatni. Einnig er hægt að nota lyf sem minnka nefstíflur og fást án lyf- seðils í öllum lyfjaverslunum. • Hóstasaft og hálstöflur geta linað særindi í hálsi og dregið úr hósta. • Andið að ykkur gufu. • Notið verkjastillandi lyf til að lina höfuðverk og lækka hita. • Antihistamín eru einnig notuð til að minnka rennsli úr nefi og augum í sérstökum tilvikum. • Veirulyf geta hjálpað og stytt tímann Sýklalyf hafa engin áhrif á veirur og það hefur'því engan tilgang að nota þau nema þegar um síðkomnar bakt- eríusýkingar er að ræða. Hverjir eru helstu fy Igi kvíllar? Helstu fylgikvillar eru síðkomnar bakteríusýkingar s.s. berkjubólga, augnsýking, ígerð í ennisholum, bólgur í innra eyra, hálsbólga og lungnabólga. Þá fylgir gjarnan hiti og bólgnir eitlar, ef sýking dregst á langinn er mikilvægt að leita læknis til að fá viðeigandi meðferð. ■ Paratabs í stað parkódíns Þann 1. október síðastliðinn var hætt að selja parkódín 1 lausasölu, en brögð voru að því að lyfið væri misnotað af fíklum. Sveinrún Bjarnadóttir, starfs- maður i Lyfju í Lágmúla ,segir mikið hafi borið á því að fólk hafi kvartað þegar parkódín var gert lyfseðils- skylt. „Við bjuggumst við óánægju- röddum en þær urðu ekki eins háværar og við héldum,“ segir Svein- rún og bætir við að þegar sé farið að draga úr óánægjuröddum fólks og það virðist hafa laðað sig af breyt- ingunum. Sveinrún segir starfsfólk Lyfju mæla með paratabs í stað park- ódíns og í verstu tilfellunum er bent á treo sem eru uppleysanlegar verkja- töflur. „Paratabs er mikið notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk en ef fólk finnur fyrir meiri verkjum en töflurnar slá á ráðleggjum við fólki að leita læknis.“ Hún segir margt fólk svekkt yfir því að þeir sem mis- notuðu parkódín hafi orðið til þess að lyfið var tekið af markaði. Svein- rún segir ekki mikið um að fólk fari til læknis til að fá uppáskrifað parkódín en noti frekar önnur lyf. .Annars er flensutímabilið í gangi núna og við seljum mikið af nefúða og strepsils hálstöflum, sem nú eru sykurlausar," segir Sveinrún. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.