blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 14
blaöid
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
HIÐ STAÐLAÐA SAMFELAG
- HIÐ STAÐNAÐA SAMFELAG
Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum landsins mótmæltu sam-
ræmdum stúdentsprófum í fyrradag með þvi að skila prófi i íslensku
auðu eftir að klukkutími var liðinn af próftíma. Nemendur héldu áfram
að mótmæla í gær þegar samræmt stúdentspróf í ensku var þreytt og
gera má ráð fyrir samskonar mótmælum í dag þegar samræmt stærð-
fræðipróf í stærðfræði verður haldið. Ástæða mótmælanna er að stúd-
entum finnst lítill sem enginn tilgangur með prófunum. Einkunnir próf-
anna koma ekki fram á prófskírteinum nemenda, og háskólar líta ekki
til niðurstaðna þegar nemendur eru valdir inn í skóla á næsta skólastigi.
Sú spurning hlýtur því að vakna hvers vegna slík próf eru sett á. Varla
er það gert til að auðvelda líf nemenda því prófin eru haldin á mjög svip-
uðum tíma og hin raunverulegu stúdentspróf. Álagið á nemendur er því
aukið með óþarfa prófsetum.
Þau eru frekar napurleg skilaboð sem menntamálaráðherra og náms-
gagnastofnun senda framhaldsskólum landsins með þessu. Vart er hægt
að draga aðra ályktun en að hinum hefðbundnu mælikvörðum sé ekki
treystandi, og því þurfi nýja aðferð til að sýna raunverulega getu nem-
enda. Sú aðferð sem notuð hefur verið áratugum saman, að kennari
semji próf upp úr því námsefni sem hann hefur farið yfir er greinilega
ekki nógu góð lengur - og því þarf staðlað próf í staðinn.
Það hlýtu að vekja furðu að staðla þurfi nám í framhaldsskólunum. Slíkt
hefur verið gert í gunnskólum landsins, og er afleiðingin sú að mótmæla-
raddir heyrast í nánast hvert einasta skipti sem samræmd próf þar eru
þreytt. Það hlýtur líka að vekja furðu að setja þurfi upp staðlaða náms-
skrá, hvort sem það er gert í grunnskólum eða framhaldsskólum. Með
því er verið að segja að kennurum sé almennt ekki treystandi til að meta
hvað nemendur þeirra þurfi að læra, og einnig hvernig nálgast eigi náms-
efnið. Allt er sett í sem fastastar skorður án þess að nein alvöru rök hafi
komið fram. Mennirnir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þetta
á víst líka við um nemendur og kennara þessa lands. Það á að virkja fjöl-
breytileika þessara hópa í staðinn fyrir að reyna að steypa alla í sama
farið.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Tryggðu þér áskrift að
tímaritinu Þjóðmálum
þJÓÐMÁL
«««>» Hrunadans
R-llstans
----
Samfylkingin
og lýðræðið
KAONHtLBU* KOl**
H»»«N
5M«*au
Þættir úr sögu kalda-
stríösins á íslandl
Áskrift má panta hjá Andríki á www.andriki.is
^Þjóðviljinn
skynsamleg skrif og skætingur
daglega á www.andriki.is
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö
K-oNUie tíét-pu MtirtmMÞ
Bv WAV Mfö KaRtfiH 0& KoUvK ytéLoV SRtí/nl
jÆF'NtérrriSPuNÞ. GÆTi MP EKtá Uía VfcEip GAMAN?
Samfylking í frjálsu falli
Á hinum pólitíska vettvangi er fátt
annað rætt þessa dagana en hin hníg-
andi sól Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, hvernig hún sneiði jafnt og
þétt utan af fylgi Samfylkingarinnar
og órói innan fíokksins með forystu
hennar. Nú er til þess að líta að Ingi-
björg Sólrún hefur ekki setið lengi á
formannsstóli, aðeins í rétt rúmt ár,
og það er enn langt til kosninga. En
fram hjá hinu verður ekki litið að
hún hefur sóað dýrmætum tíma og
það er sjálfsagt einsdæmi í íslenskri
stjórnmálasögu, að nýr formaður
tapi fylgi svo jafnt og þétt, án þess að
nokkur merki sjáist um að rétt verði
úr kútnum.
Þarna er þó ekki aðeins við Ingi-
björgu Sólrúnu sjálfa að sakast, því
hún er ekki hvað sist að glíma við
þær væntingar, sem til hennar voru
gerðar. Þær voru sjálfsagt fullkomlega
óraunhæfar. Ingibjörg Sólrún hafði
vissulega verið sigursæl á vettvangi
Reykjavíkurborgar, en það vissu
allir - nema kannski nánustu stuðn-
ingsmenn hennar - að þeir sigrar
byggðust ekki nema að hluta til á per-
sónulegum vinsældum hennar. Ekki
minni þátt áttu stuðningsmenn ann-
arra flokka eða þeir, sem ekki vildu
fyrir nokkurn mun kjósa íhaldið.
Sömu aðstæður eru hreint ekki fyrir
hendi í landsmálapólitíkinni.
Vonlaust verkefni formannsins
Til þess að hún nái ámóta árangri á
landsvísu og henni tókst í Reykjavík-
urborg þarf hún nefnilega fyrst að
ganga af Framsókn og VG dauðum
og sópa öllu því fylgi til sín, auk
fjölda óháðra kjósenda. Það verður
að teljast ólíklegt að það gangi eftir
eins og sakir standa. Þvert á móti má
haldaþví fram að Ingibjörgu Sólrúnu
hafi hámarkað persónulegt fylgi sitt í
forsvari Samfylkingarinnar í síðustu
kosningum og það var bara ekki nóg
eins og kom á daginn.
Eins held ég að menn hafi einatt
vanmetið það hversu „pólaríserandi“
Ingibjörg Sólrún er sem stjórnmála-
maður, hún á vissulega miklu per-
Andrés Magnússon
sónufylgi að fagna, en menn nefndu
það sjaldnar, að hún á líka við veru-
legar óvinsældir að glíma. Það hefur
hins vegar verið að koma æ meir á
daginn.
Eitt ber svo enn að nefna, en það
er að Ingibjörg Sólrún var kölluð til
forystu til þess að kljást við hina 500
kílóa górillu Sjálfstæðisflokksins,
Davíð Oddsson. En hvert er hennar
erindi eftir að hann er farinn á annan
vettvang? Það er ekki augljóst.
Nú berast tíðindi af því að innan
þingflokks Samfylkingarinnar gæti
æ meiri efasemda um formanninn.
{ því samhengi hafa sumir nefnt
að hún líði fyrir klassískan vanda
hins sterka leiðtoga: hún eigi aðeins
aðdáendur og undirmenn en enga
samherja.
Pólitísk vandræði
En þetta snýst um fleira en persónu
Klippt & skorið
Jón Kristjánsson, rltstjórí fór mikinn í
leiðara DV síðastliðinn miðvikudag. Þar
kenndi hann blaðamönnum landsins
hvernig fara eigi að í pistli sem bar nafnið
Blaðamennska 101. Þar
leggur hann út frá um-
fjöllun helstu fjölmiðla
landsins um kæru Ástþórs Magnússonar á
hendur ritstjóra Bónuss og DV vegna fréttar í
blaðinu með fyrirsögninni „Ástþór sendi átta
vopnaða hrotta á leigjanda". Kvartar Jónas yfir
því að aðrir fjölmiðlar hafi ekki talað við leigj-
andann sem lenti í „hrottunum" heldur bara
við Ástþór. Segir hann í pistlinum að það sé
grundvallarregla í blaðamennsku að birta sjón-
armið allra hlutaðkomandi aðila f hverri frétt
fyrirsig - annað sé hrein kranablaðamennska.
Það vakti hinsvegar athygli klippara að í upp-
haflegri umfjöllun DV um málið var ekki rætt
við Ástþór Magnússon, heldur einungis leigj-
andann sem (hrottunum lenti. Hver stundar
þá kranablaðamennsku?
HefurAlþingi ekkertað gera á hinu nýja
fslandi? Þingmenn komu saman 1. október,
það verður farið ijólafrí
10. desember, þingið tekur
svo til starfa aftur í febrúar-
byrjun - stendursjálfsagt
stutt vegna bæjar- og sveit-
arstjórnakosninganna í vor.
Það er ósennilegt að fram
komi stór og umdeild mál á vorþinginu; menn
vilja tæplega rugga bátnum mikið á kosninga-
ári. Stjórnarflokkarnir taka varla neina sénsa.
Uklegaer Halldór Ásgrlmsson feginn. Hann
ernánasti skjóli eftir stórhríð undanfarinna
missera. I Framsóknarflokknum sjá þeir fram
formannsins. Pólitík kemur líka við
sögu. Ingibjörg Sólrún er talsvert
vinstrisinnaðri en Samfylkingin sem
heild og kjósendur virðast einnig
vantreysta hugmyndafræðilegum
bakgrunni hennar. Það skárast hins
vegar verulega við upphaflegan til-
gang Samfylkingarinnar, sem var að
skapa kjölfestuflokk á miðj u íslenskra
stjórnmála, flokk, sem höfðað gæti
til hinnar stóru miðstéttar, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur jafnan reitt
sig nokkuð á. Með öðrum orðum að
Samfylkingunni takist að gera það,
sem Tony Blair afrekaði fyrir breska
Verkamannaflokkinn á sínum tíma.
I hinu pólitíska litrófi á íslandi
skiptir þó mestu, að menn geti unnið
hverjir með öðrum. Hér eru allar
stjórnir samsteypustjórnir. Af sögu-
legum ástæðum nýtur Ingibjörg
Sólrún ekki trausts hjá framsóknar-
mönnum og vinstrigrænum. Ekki er
líklegra að hún eignist trúnaðarvini
meðal sjálfstæðismanna. Og hvað
þá? Er eina von Samfylkingarinnar
um að komast í ríkisstjórn falin
í kosningasigrum þeirra og frjáls-
lyndra? Það er auðvitað ekki í takt
við raunveruleikann. Þetta skynja
kjósendur og því reytist fylgið af Sam-
fylkingunni. Formaður, sem ekki
nær einu sinni að halda vinnufrið við
samherja sína er ekki líklegur til þess
að ná sáttum við aðra flokka.
Það á því enn eftir að syrta í álinn
áður en betri tímar fara í hönd hjá
Samfylkingunni. Ingibjörg Sólrún er
búin að missa af vagninum, en flokks-
félagar hennar verða að bíða í eitt og
hálft ár áður en þeir geta fengið sér
nýjan vagnstjóra.
Höfundur er blaðamaður.
kUpptogskorid@vbl.is
á betri tíma - effriðurinn heldur.
Egill Heigason A visir.is
Undanfarin ár hafa sumir orðið til þess
að kvarta undan þvi hve snemma jóla-
haldið byrjar og er þá jafnan horft til
jólaskreytinga versiana eða jólalaga f útvarpí.
Þetta hefur þó skánað eitthvað, en f staðinn er
kominn nýr árviss undanfari jóla, sem færist
sífellt framar á dagatalinu, en þaö eru greina-
skrif alls kyns velmeinandi fólks, sem ber á
borð fyrir lesendur einhverjar flatneskjur um
„neysluæði jólanna", „glataða merkingu" þeirra
o.s.frv. Klippari frábiður sér frekari lífsleiðbein-
ingar frá þessu meinlætafólki, sem vafalaust
dregur aðeins fram kerti og spil um jólin. Hins
vegar skal skorað á landsmenn að gera sér
glaða jóladaga með öllu því sem tiltækt er.