blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö Deilur hjá Þrótturum: Palli eða Atli Fundur var haldinn ígær umframtíð þjálfarans ogfyrirliðans Miklar deilur hafa staðið yfir und- anfarna daga hjá knattspyrnudeild Þróttar í Reykjavík. Ágreiningurinn er samkvæmt heimildum Blaðsins um hvort Páll Einarsson fyrirliði liðsins verði áfram hjá félaginu eða þjálfarinn Atli Eðvaldsson. Málið á sér víst nokkurra mánaða forsögu sem hófst um mitt tímabil síðast- liðið sumar þegar Atli Eðvaldsson tók við þjálfun Þróttar af Ásgeiri Elíassyni. Atli setti þá Pál í stöðu miðvarðar en Páll hefur ávallt leikið í stöðu leikstjórnanda á miðjunni. Páll sem er 33 ára, er uppalinn Þrótt- ari og að sögn margra Þróttara er hann hjartað í liði meistaraflokks félagsins. Stjórnarfundur var haldinn í gær í félagsheimili Þróttar í Laug- ardal um málið. Fundurinn var boðaður klukkan 17.00 en hálftíma áður komu nokkrir stuðningsmenn Þróttar saman í félagsheimilinu til að mótmæla þvi að Páll yrði látinn fara frá félaginu eins og allt stefndi í að yrði úr fyrir fundinn í gær. Sam- kvæmt heimildum Blaðsins áttu Atli Eðvaldsson og Páll Einarsson fund saman fyrir þremur dögum til að reyna að sætta málið en þar sauð víst upp úr og eftir það á Atli að hafa sett stjórninni afarkosti sem voru þeir að annaðhvort færi Páll eða hann myndi hætta sem þjálfari. Kristinn Einarsson formaður Þróttar hefur undanfarna daga haft í nógu að snúast varðandi þetta mál en í gær vildi hann ekki tjá sig um málið. Sagði að hann væri að finna lausn á þessu. Stjórn Þróttar hefur gefið út frétta- tilkynningu þar sem segir: “I kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málefni meistara- flokks karla, þá áréttar stjórn knatt- spyrnudeildar að Atli Eðvaldsson er samningsbundinn þjálfari Þróttar og Páll Einarsson er samningsbund- inn leikmaður Þróttar. Fullkominn einhugur er innan stjórnar um að leita allra leiða til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin. Lykilatriði í þeirri lausn eru hagsmunir félagsins“, segir i frétta- tilkynningu frá knattspyrnudeild Þróttar. Atli Eðvaldsson þjálfari Þróttar vildi ekki tjá sig um málið þegar Blaðið hafði samband við hann og sagði að það væri í höndum stjórnar. Ekki náðist í Pál Einarsson fyr- irliða Þróttar í gær þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir Blaðsins. DHL-deildin í hand- bolta í kvöld Þrír leikir fara fram í DHL-deild karla í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Fylkir og lR mætast í Fylkishöllinni. Fylkismenn undir stjórn Sigurðar Vals Sveinssonar hafa verið að gera góða hluti i hand- boltanum í vetur og eru fyrir leik kvöldsins í fjórða sæti með 13 stig eftir 11 leiki. lR er í ó.sæti með 11 stig en í 10 leikjum. ÍR hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni, gegn Fram og FH. Fylkir hefur aftur á móti unnið þrjá síð- ustu leiki sína í deildinni, gegn Þór á Akureyri, Stjörnunni í Garðabæ ogKA. 1 Laugardalshöll mætast Valur og Þór frá Akureyri. Valsmenn tróna á toppi deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki en Þór hefur 9 stig í ío.sæti eftir 11 leiki. Valur tapaði síðast leik 18. október í deildinni en þá töpuðu Valsmenn á Akureyri fyrir KA. Þórs- arar frá Akureyri unnu síðast leik í deildinni 21. október þegar þeir unnu Víking/Fjölni á Akureyri. Þriðji leikur kvöldsins fer fram í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Víkingi/Fjölni. FH er í þriðja neðsta sæti með að- eins 7 stig og hafa FH-ingar verið á uppleið í síðustu leikjum eftir afleita byrjun á Islandsmótinu. Víkingur/ Fjölnir er í neðsta sæti DHL-deildar- innar með 5 stig og eins og FH hafa þeir verið að hala inn stig í síðustu leikjum eftir slaka byrjun á mótinu. Það eru því þrír hörkuleikir í DHL-deildinni í handknattleik í karlaflokki í kvöld. DHLdeild karla Lau. 03.12 kl.16:1S Lau. 10.12 kl.17:30 Lau. 17.12 kl.17:30 FRAM-HK Lau. 03.12 kl.15:00 Víkingur/ Fjölnir - FRAM Lau. 10.12 kl.16:15 iR-lBV Lau. 17.12 kl.14:00 íslandsmót barna í skylm- ingum fer fram um helgina Islandsmeistaramót barna í skylm- ingum með höggsverði fer fram á sunnudaginn kemur. Keppt verður í íþróttahúsi Hagaskólans og hefst keppni klukkan 10 um morguninn. Þarna verða samankomin börn á aldrinum 7 til 12 ára. Keppnisflokkar verða tveir, byrjendaflokkur og svo k-flokkur sem er fyrir lengra komna en fyrsta árið er í byrjendaflokki. Gert er ráð fyrir að úrslitin hefjist rétt fyrir klukkan 16 á sunnudag og að þeim ljúki um og uppúr klukkan 17- Búast má við fjörugri keppni en börn eru æ meira farin að stunda skylmingar í dag. Það er því um að gera að mæta í Hagaskólann á sunnudaginn kemur. Leikir færðir til veqna prófa Mótanefnd Handknattleikssam- bands Islands hefur orðið við beiðni þriggja félaga um að færa til leiki vegna prófa leikmanna í Háskól- anum í desembermánuði. Liðin eru Fram, Víkingur/Fjölnir og ÍR. Um er að ræða þrjá leiki. Fram-HK sem átti að vera klukkan 15.00 laugardag- inn 3. desember en hann fer fram klukkan 16.15 þann sama dag. Leikur Víkings/Fjölnis á móti Fram sem vera átti laugardaginn ío.desember klukkan 16.15 hefur verið færður aftur um eina klukku- stund og 15 minútur. Þriðji leikur- inn sem hefur verið færður til er viðureign ÍR og ÍBV. ÍR-ingar hafa staðið í stappi við HSÍ um sinn leik gegn IBV og hótuðu jafnvel að mæta ekki til leiks ef þeir fengju hann ekki færðan til. Til þess kemur ekki því leikurinn sem vera átti hjá ÍR og ÍBV laugardaginn 17. desember klukkan 14.00 hefur verið færður aftur um þrjár og hálfa klukkustund og fer því fram laugardaginn 17. des- ember klukkan 17.30 í íþróttahúsinu í Austurbergi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.