blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 46
461 FÓLK
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöi6
SMÁ
borgarinn
JÓLANEYSLA
Nú er jólaneyslubrjálæði Islendinga rétt
um það bil að skella á og finnst Smáborg-
aranum að um þessar mundir sé lognið á
undan storminum. Enn er möguleiki að
anda fyrir jólaauglýsingum (útvarpi og
sjónvarpi, jólalög eru að heyrast eitt og
eitt í bland við aðra tónlist í útvarpi, og
enn um stund er hægt að labba út um
útidyrahurðina hjá sér á morgnana án
þess að klofa upp í mið læri í gegn um
jólabæklinga og jólaauglýsinga-pappírs-
flóð sem kemur inn um bréfalúguna. Nú í
upphafi desembermánaðar er enn dálítið
jólaleg stemning í gangi, þar sem fólk og
fyrirtæki hafa ekki misst sig gjörsamlega.
En þess erekki langt að bíða að jól auglýs-
endanna skelli á með fullum þunga, og
þar er það magn en ekki gæði sem gildir.
Allir hafa sinar jólavörur að selja og hér
eru það sömu gömlu markaðslögmálin
sem gilda, þvi sá sem öskrar hæst fær
mesta athygli. Enn er verið að bæta við
hlutum sem fólk hreinlega „verður" að
eignast til að geta lifað af á aðventunni
og haldið upp á jólin og allt kostar þetta
náttúrulega peninga. Smáborgarinn
verður að viðurkenna að honum líst ekk-
ert á blikuna varðandi þróun jólahátíð-
arinnar, og finnst ótrúlega ójólalegt að
finna þessa bylgju jólamarkaðssetningar
skella á sér. Þessi neysluhyggja í tengsl-
um við jólahátíðarnar sem löngu er farin
úr böndunum, ómerkir hátíð Ijóss og
friðar, fjölskylduhátíðina miklu, og dreg-
ur jólin niður í svaðið svo þau verða eins
og ódýr gleðikona. Það má kannski segja
að það sé viðeigandi á einhvern langsótt-
an, bíblíulegan hátt, því lagskona sjálfs
Jesú, hún María Magðalena, var einmitt
í gleðikonubransanum og því er ef til vill
hægt að segja að við séum komin „back
to basics" hvað varðar hátíð Jesúbarns-
ins. En þegar Smáborgarinn kveikir á
einu stöku kerti með jólailmi og kemst
í hátíðarskap, þakkar hann fyrir að enn
um stund hefur hann ekki látið dragast
inn í neyslugeðveikina. Smáborgaranum
finnst hann nefnilega ekki þurfa að eyða
tugum þúsunda í skreytingar, öðru eins í
jólagjafir og enn meira I dýrasta matinn
f búðinni til að geta hlakkað til og notið
þess að eyða tíma með fjölskyldunni, um-
vafinn friði, birtu og ást.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Þórunn Elísabet Bogadóttir, forseti nemendafélags VÍ
Hvað finnst þér um sam-
ræmd stúdentspróf?
„Ég er auðvitað á móti þeim, og hef þegar skilað tveimur prófum auðum. Mér
finnst þessi próf alls ekki þjóna þeim tilgangi sem þeim er ætlað að gera. Prófin
koma á óþægilegum tíma þegar verið er að prófa í skólanum sjálfum. Þau bætast
því ofan á hin prófin, sem eru nú nógu mörg fyrir. Þau verða ekki tekin gild í há-
skólunum og þau munu ekki hafa áhrif á það hvort við útrskrifumst eða ekki, og
því sé ég ekki tilganginn í því að taka þau.“
Stúdentar hafa mótmælt samræmdum stúdentsprófum harðlega að undanförnu. Skorað hefur verið á nemendur að hunsa próf-
in og skila auðu, og hafa fjölmargir framhaldsskóianemar orðið við þeirri áskorun
Christina vill
heita Maria
Christina Aguilera segist hugleiða að breyta nafni sínu í Maria Bratman. Söngkon-
an giftist tónlistarbransakarlinum Jordan Bratman fyrr í mánuðinum. Söngkonan
sagði í viðtali við OK: „Ég verð líklega alltaf Christina Aguilera í söngkonuhlutverk-
inu, en ég er að hugsa um að breyta prívatnafninu vegna lagalegra ástæðna, og nota
millinafnið Maria og eftirnafn mannsins míns“. Parið er nú í brúðkaupsferð á Bali.
Michael hryggur
yfir kannabisfíkn
Poppstjarnan George Michael segir kannabisfíkn sína vera stærstu mistök ævi
sinnar. Hann ánetjaðist efninu þegar hann var að syrgja ástmann sinn, Anselmo
Feleppa, sem lést af völdum eyðni. Michael viðurkennir að þótt honum hafi
tekist að hætta sígarettureykingum muni hann kannski aldrei hætta
að reykja kannabis. „Ég reyki ekki sígarettur lengur, guði sé lof,
en ég reyki ennþá gras þótt ég sé að reyna að hætta því. Ég byrj-
aði að reykja þegar ég var orðinn 30 ára og það var heimskulegt
af mér. Það var þegar Anselmo dó, og nú sé ég að þetta eru mín
stærstu mistök. Eg sé svakalega eftir því.
Tímirðu tímanum?
Paris Hilton hefur nú tekið tækniheiminn með trompi, þar sem hún hefur sent
frá sér nýtt armbandsúr. Það fæst meðal annars í Parlux og Tourneau sem sér-
hæfa sig í lúxusvarningi, og þar passar hinn hvíti demantslagði tímavörður mjög
vel í safnið. Verslunin mun þjófstarta sölunni með því að halda einkauppboð
á sérstakri hátíðarútgáfu af úrinu, og líkast til mun það fara á töluvert hærri
upphæð en þá 100 þúsund dollara sem á það er sett þar. Reyndar mun ágóðinn
renna til góðs málefnis, því Paris lætur hann renna til brjóstakrabba-rannsókna.
Undirbúið veskin ykkar fyrir alvarlega eyðslu ef þið viljið komast í úrin hennar
Parisar Hilton, en þau verða bráðlega til sölu beggja vegna Atlantshafsins.
\
1
MAfnetinu H ERMAN
eftir Jim Unger
Það voru nefnilega íslenskir sjómenn
sem kjöftuðu frá i þessu máli. Arð-
rændir og kúgaðir leiguliðar og þrælar.
Þrælar í sínu eigin landi, sem þurfa að
greiða lénsherrum þeim sem Friðrik
Jón Arngrímsson er í vinnu fyrir, hátt
á 150 krónur fyrir hvert kíló þorsks
sem þeir strita við að veiða hér við
land, sem höfðu samband við mig og
sögðu mér frá þessum veiðum ESB
skipanna á þorski. Þessir ágætu heið-
ursmenn urðu nefnilega varir við að
ferskur þorskur af þessum skipum var
að berast á markaði í Bretlandi og það
í tonnavís. Honum hafði verið landað
í gáma í höfnum á Austfjörðum og
fluttur út. Þar olli þessi fiskur verðfalli,
sem kom sér illa fyrir hina arðrændu
íslendinga sem þurfa samt sem áður
að greiða sina kvótaleigu til ræningja
sinna hvemig sem verðin eru á mörkuð-
unum úti. Og gildir þá einu hvort þeir
fái bara 180 kall fyrir kílóið. Að sjálf-
sögðu svíður það framkvæmdastjóra
LlÚ að geta eklci féflett ESB skipin líka.
Umbjóðendur hans eiga jú auðlindina,
og allir skulu jafnir fyrir lögum; - er
það ekki? Það er mér endalaust undr-
undarefni að engir íslenskir sjómenn
skuli enn hafa gert uppreisn gegn því
svívirðilega óréttlæti sem kvótaleigan
er. Byltingar hafa brotist út af minna
tilefni í öðrum löndum.
Magnús Þór Hafsteinsson á
http://www.althingi.is/magnush/
safn/oo22i5.html#oo22i5
Nú liggur fyrir rökstuddur grunur
um að tilteknar flugvélar, sem hafa
farið um fsland, kunni að tengjast ólög-
mætum fangaflutningum. Allstaðar í
heiminum eru þessar fregnir teknar
alvarlega. Evrópuráðið hefur sérstak-
an rannsóknarmann, sem er að skoða
flutningana út frá þessum grun. Hér á
íslandi segja hins vegar ráðamenn og
þingmenn úr bæði Sjálfstæðisflokki
og Framsóknarflokki að þetta sé bara
sögusveimur - og óstaðfestar fréttir.
Geir H. Haarde sagði á Alþingi
um daginn að mannréttindi væru
algild. En afhveiju framfylgja þá
íslensk stjómvöld ekki íslenskum
lögum og láta rannsaka hugsanleg
tengsl fslands við málið? Heimatök-
in eru þó hæg. Skráningarnúmer
og eigendur flugvélanna liggja fyrir.
Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld vilji
ekki styggja Bandarikjamenn vegna
varnarviðræðnanna?
össur Skarphéðinsson á http://web.
hexia.net/roller/page/ossur//
Gleymdu þessu rausi um að ég hitti ísmeygilega
Ijósku. Segðu mér hvernig Evrópuleikurinn fer.
HEYRST HEFUR...
Guðjón Baldursson læknir er
með góða grein í miðviku-
dagsblaði Morgunblaðsins undir
fyrirsögninni „Hátæknisjúkra-
hús - nei takk“. í einni máls-
grein segir Guðjón að á stofu 4 á
slysadeildinni fari vatn að renna
úr krana sé hurð skellt fast og
bendir á að þrátt fyrir að úr sér
gengið húsnæði liggi vandamál
LSH í því hvernig spitalanum er
stjórnað. Smá rannsóknarblaða-
mennska leiddi í ljós að ástæðan
fyrir lekanum er að blöndun-
artæki á krananum 1 stofu 4 er
mjög næmt þannig að litla hreyf-
ingu þarf til að úr krananum
renni af fullu afli.
Kringlan sendi
fallega jóla- ■'fA*. jff'
gjafahandbók
á flest heim-
ili í fyrradag.
Samkvæmt
forsíðunni er að finna
meira en 800 hugmyndir að jóla-
gjöfum í handbókinni. Þarna er
farið frjálslega með sannleikann
þar sem hugmyndirnar eru „ekki
nema“ 738 talsins. Sá sem á 800
vini verður því að leita annað.
Staksteinar
Morgunblaðs-
ins síðastliðinn
fimmtudag vöktu
óskipta athygli
áhugamanna um
íslenska pólitík.
Þar var bent á að Jón Baldvin
Hannibalsson og Jón Sigurðs-
son væru á besta aldri og kraft-
ar þeirra gætu örugglega nýst í
islenskri pólitík. Ennfremur er
nefnt að Alþýðuflokkurinn gæti
vel risið upp aftur og bent á að
endurstofnun hans sé lítill vandi.
f dálkvnum segir orðrétt: „...því
má þó ekki glema, að Alþýðu-
flokkurinn er ennþá til og það
þarf ekki annað en kalla saman
flokksþing til þess að koma hon-
um á skrið“.
Liklegt má telja að margir krat-
ar þakki Staksteinahöfundi
fyrir þennan litla pistil, en kunn-
ugir vita sem er að Jón Baldvin er
langt í frá afhuga því að koma á
ný í íslenska pólitík. Hvort þessi
litla klausa í Morgunblaðinu fái
hann til að hugsa málið skal hins-
vegar ósagt látið.
Thelma Ásdísardóttir var val-
in kona ársins af tímaritinu
Nýju lífi í fyrradag og kom vist
fáum á óvart. Hefði raunar sér-
stakri furðu sætt ef hún hefði
ekki hlotið hnossið. Þjóðin öll
hreifst enda af þessari hugrökku
konu, sem var reiðubúin til þess
að segja frá hryllilegum atburð-
um bernsku sinnar öðrum til
upplýsingar, umhugsunar og
viðvörunar. Innan RÚV segja
menn að öll spenna sé úr kjörinu
á manni ársins, sem hefur verið
uppistaðan í gamlársdagskrá Rás-
ar 2. Ljóst megi vera að Thelma
fái afgerandi kosningu þar líka...
Hinn góð-
kunni þátt-
ur Gests Einars
Jónassonar, Með
grátt/hvítt í vöng-
um hefur nú ver-
ið tekinn af dag-
skrá RÚV og mun hreint ekki
mikil ánægja vera með það hjá
fjölmörgum tryggum hlustend-
um þáttarins. Sérstaklega á það
við Norðanmenn, sem hafa litið
á þáttinn sem sérlegt akureyskt
innlegg 1 dagskrána. Ekki síður
mun þó 68-kynslóðin vera von-
svikin vegna þessa og spurning
hvort nýr formaður Landssam-
staka eldri borgarara taki málið
ekki að sér...