blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 40
40 I AFPREYING
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö
DVD bjalla
Það er úrelt að
eiga VW bjöllu,
nú er málið
DVD bjalla.
Þessi sæti
DVD
spilarisem , .
er í laginu
eins og VW bjalla
er töluvert meira stofustáss
en meðalspilarinn úr raftækja-
verslun. Einnig er hægt að fá
Mini DVD spilara, þ.e. Aston
Mini DVD, fyrir 26.040 jen í
Japan, um 14 þúsund krón-
ur. Útvarp er innifalið undir
húddinu og fjarstýring fylgir.
Tíma-
skekkja
Nýjasta gestaþrautin sem
hægt er að fá telur
tímann í öfuga
átt. Því miður
lætur öfugúrið
engan yngjast
heldur gengur
einfaldlega
í öfuga átt
við það sem
venjulegt þykir.
Svindlarar geta
auðvitað notað spegil til að
sjá hvernig tímanum líður.
Bjórbumban
Flestir kannast við að hafa
séð sportidjóta með þar
til gerðan poka fylltan
vatni á bakinu til að
halda vatnsbúskap
líkamans í jafnvægi
öllum stundum. Bjór-
bumban er svar lata
mannsins við þessu.
Nú festist pokinn
framan á
magann
og myndar
hina fínustu
bjórbumbu.
www.thebeer-
belly.com.
Mörda
- Scrabble
Ml Nördar heimsins
UVW. sameinist í nörda-
skrabbli. Búið er að
BP1 framleiða svokallaða
L33T (leet) útgáfu
Wj/ af hinu sívinsæla
Scrabble spili. Þá
Sttfife er hægt að mynda
setningar eins og
M „1 4t3 joor noodi35“
sem þýðir á ensku
„I ate your noodles".
Símjúkt
smjör
Húsmæður og verkamenn
allra landa geta sammælst
um það að smjör er yfirleitt
annað hvort of hart (nýkomið
úr ísskápnum) eða of mjúkt
(búið að standa of lengi). Nú
munu íbúar Wales eldd sætta
sig við þetta lengur heldur
hafa þeir framleitt Smjörsnill-
inginn, hitastilltan smjördisk
sem heldur smjörinu símjúku.
*•
109 SU DOKU talnaþrautir
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um aö
raða tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
aö hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aöeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
6 3 4 2
9 7 5 8
4 7 1
4 6 1 8
9 1 8 7
1 4 5 7
1 3 9
5 2 8 7
7 1 5 4
Lausn á siðustu þraut
9 5 3 4 7 2 6 1 8
4 2 8 3 1 6 5 7 9
6 7 1 8 9 5 4 2 3
1 9 2 5 4 3 8 6 7
8 4 7 2 6 9 1 3 5
3 6 5 1 8 7 9 4 2
2 1 9 6 3 8 7 5 4
5 8 4 7 2 1 3 9 6
7 3 6 9 5 4 2 8 1
Go!Sudoku
Eitt mesta æðið í dag eru
Sudoku þrautirnar sem flestir
kannast við. Nú er kominn
Sudoku leikur á PSP leikjavél-
ina sem heitir Go! Sudoku.
Leikurinn inniheldur meira
en 1000 þrautir, en þar að auki
geta leikmenn hlaðið niður
fleiri þrautum af netinu.
Xbox 360
á íshtndi
Xbox 360 leikjavélin er komin til íslands. Áhugasömum til
mikillar gremju tók hún einungis fáa bræður og systur með
sér yfir Atlantshafið svo íslendingar þurfa flestir að hinkra ör-
lítið lengur áður en þeir geta leikið sér að glænýrri leikjatölvu
af nýrri kynslóð.
í kjölfar útgáfu vélarinnar í Bandaríkjunum þar sem hún
seldist upp á nokkrum klukkustundum fór að heyrast orðróm-
ur um að einungis takmarkað magn af Xbox 360 kæmi til Evr-
ópu fyrir jólin. Þetta virðist hafa gengið eftir og má sem dæmi
nefna að einn stærsti seljandinn í Bretlandi, www.amazon.
co.uk, fékk víst ekki nema 300 vélar í fyrstu sendingu.
Hingað til lands bárust víst ekki nema 10% af því magni
sem pantað var í fyrstu sendingu. Samkvæmt upplýsingum
frá Tölvudreifingu, dreifingaraðilanum, er von á einhverjum
tölvum í viðbót fyrir jól en almennilegt flæði verður ekki kom-
ið á fyrr en í janúar. Þrátt fyrir þetta geta vongóðir leikjaunn-
endur hringt í smásöluaðila i dag og vonað að fá eintak af
vélinni eftirsóttu. Fyrstur kemur, fyrstu fær!
Hélt hún framhjá?
Hefur konan þín verið að vinna
lengi frameftir undanfarið? Er karl-
mannslykt af henni þegar hún loks-
ins lætur sjá sig? Grunar þig hana
um græsku? örvæntu eigi því með
CheckMate heimaprófinu fyrir væn-
issjúka karlmenn getur
þú kannað hvort hún
sé með óhreint mjöl
í pokahorninu, eða
réttara sagt óhreinar
nærbuxur.
Með prófinu, sem virkar svipað
og þungunarpróf, getur þú kannað
á nokkrum sekúndum hvort sæði
hafi komist í nærbuxur maka þíns.
Hver pakki af CheckMate inniheld-
ur tvö sett af prófum sem samanlagt
er hægt að nota til
að kanna sæðis-
bletti á tuttugu
flíkum.
Styttri stundir í Strœtó
Það kannast flestir við eirðarleysi
þegar beðið er. Hvort það er eftir
næsta Strætó eða á biðstofu hjá
tannlækninum þar sem ekkert les-
efni er í boði. Á slíkum stundum
grípa margir til GSM símans. Oft-
ar en ekki sendir fólk SMS til vina
og kunningja í tilraun til að hafa
eitthvað fyrir stafni. Eftir að snake
hætti að vera aðalleikurinn í Nokia
símum hefur vantað góða leiki í sím-
ana en Vodafone Live!, ný þjónusta
Og Vodafone, kippir því í liðinn. Not-
andi getur séð hvaða leikir eru fáan-
legir fyrir sinn síma, séð skjámyndir
af þeim og lesið lýsingu á íslensku.
Þá er hægt að sækja sér leiki á ein-
ungis nokkrum sekúndum.
Guðný Lára Arnadóttir skoðar leik í GSM
sfma.