blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 28
28 i tIska FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaAÍA Jólakötturinn kemur Réttu fötin i jólaboðið Gömul þjóðsaga okkar f slendinga segir að þeir sem ekki fái sér ný klæði fyrir jólin fari í jólaköttinn. Köttur sá var grimmur og því ekki fyrir hvern sem er að lenda í honum. Þótt ekki allir trúi á blessaðan köttinn eru flestir sem finna sér einhver ný föt fyrir jólin enda helsta hátíð kristinna manna. Jólin eru á næsta leyti og það er því ekki seinna vænna að skella sér í bæinn og skoða í glugga. Hver veit nema drauma- klæðnaðurinn í næsta jólaboð sé einmitt við næsta götuhorn. Hér að neðan má sjá hluta af jólaúrvali nokkurra verslana og því er tilvalið að taka forskot á sæluna. svanhvit@vbl.is Smekklegt og glœsilegt Glæsileg teinótt Venice jakkaföt sem henta öllum smekklegum karlmönnum. Skyrtan er smekkleg og passar einkar vel vifi þessi giæsilegu jakkaföt. Jakkafötin og skyrta kosta samanlagt 44.980 krónur í Gellerí 17. Sparilegt og fallegt Þafi er hægt að nota gallabuxur við öll tækifæri og það sést á þessum sparilegu og smekklegu gallabuxum. Meö þeim færi þessi svarti jakki sem er úr fínflaueli frábær- lega vel saman. Ekki spillir falleg skyrta í bleikum tón fyrir. Saman er þetta snyrtilegur og fallegur klæðnaður fyrir jólin. Gallabuxurnar kosta 6.490 krónur, skyrtan kostar 5.790 krónur og jakkinn kostar 15.990 krónur. o Fullkominn jólaklœðnaður Heillandi bolur og sérstaklega smart fjólublá peysa. Ekki er pilsið síðra en það er ótrú- lega fallegt og fer eflaust vel á flestum konum. Saman er þetta hinn fullkomni jólaklæðn- aður. Bolurinn kostar 6.990 krónur, peysan kostar 6.990 krónur og piisið kostar 6.990 krónur I Centrum. Stórglœsilegur jólafatnaður Skrautlegur og fallegur bolurinn passar fullkomlega við stórglæsilegt pilsið. Jakk- inn er gamaldags sem gerir hann sérstaklega heillandi enda svíkur Vero Moda engan I innkaupaferð. Bolurinn kostar 1.990 krónur, pilsið kostar 7.990 krónur og jakkinn kostar 5.990 krónur i Vero Moda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.