blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö
Alþjóðlegi alnœmisdagurinn:
Aldrei jafn-
margir smitaöir
Sameinuðu þjóðirnar hvöttu til
þess að baráttan gegn alnæmi yrði
hert á alþjóðlega alnæmisdeginum
sem haldinn var í gær. Samtökin
segja að þrátt fyrir að nýsmitum
hafi fækkað í sumum löndum í kjöl-
far aukinnar smokkanotkunar og
breyttrar kynlífshegðunar fjölgaði
HlV-smituðum í heiminum. Fjöldi
þeirra sem eru smitaðir af HlV-veir-
unni, sem veldur alnæmi, náði há-
marki á þessu ári en áætlað er að um
40,3 milljónir manna séu smitaðir af
veirunni. Meira en þrjár milljónir
manna hafa látist úr alnæmi það
sem af er árinu og er faraldurinn
hvergi jafnskæður og í Afríku.
Víða um heim notuðu menn tæki-
færið til að minna á alnæmisfar-
aldurinn, héldu útifundi, dreifðu
smokkum og fræðsluefni auk þess
að minnast þeirra sem látist hafa
úr sjúkdómnum. I Buenos Aires,
höfuðborg Argentínu var broddsúla
sveipuð risasmokki í tilefni dagsins
og i Frakklandi lagði Jacques Chirac
til að smokkasjálfsölum yrði komið
fyrir í skólum. I Svasílandi var
öllum uppákomum í tilefni dagsins
aftur á móti aflýst með konunglegri
tilskipun vegna þess að önnur há-
tíð hófst sama dag sem virðist hafa
verið mikilvægari. Tæplega 40%
landsmanna í Svasílandi eru smituð
afHIV-veirunni. ■
Pedro Zerolo (t.v.), baráttumaður fyrir
réttindum samkynhneigðra og borgarfull-
trúi í Madrid, og Cayetana Guillen Cuervo
(t.h.), leikkona, leggja kerti undir risastór-
an rauðan borða við minningarathöfn um
þá sem hafa látist úr alnæmi.
...skoöaöu jólakortin á
www.myndval.is og veldu
kort, sendu okkur myndina og
textann sem þú villt hafa
og við sjáum um aö klára
jólakortin fyrir þig
..einnig getur þú komiö
meö mynd og texta
til okkar í Mjóddina
iMtiULi
Álfabakka 14 - 557 4070
myndval@myndval.is
-39 kort. 145kr./stk.
40 kort+ 135kr./stk.
umslag fylgir, lágmarkspöntun lOstk.
Magn hœttulegra efna langtyfir
viðmiðunarmörkum:
Fiskinnflutningur
frá Noregi hugs-
anlega bannaður
Rússar munu hugsanlega leggja
bann við innflutningi á fiski og fisk-
afurðum frá Noregi þar sem þær
kunna að reynast hættulegar neyt-
endum að sögn Sergei Dankvert for-
stjóra eftirlitsstofnunar með dýra-
ogplöntusjúkdómum. „Gæði norsks
eldislax skýtur okkur verulega skelk
í bringu þar sem rannsóknir hafa
leitt í ljós of mikið magn hættulegra
efna í honum,“ sagði Dankvert í við-
tali við Interfax-fréttastofuna.
Sérfræðingarstofnunarinnarkom-
ust að því að í sýnum úr ferskum
fiski frá Noregi var að finna 10-18
sinnum meira magn af blýi en er
leyfilegt og magn kadmíums var
nærri fjórum sinnum hærra. Dank-
vert sagði að stofnunin hefði sent eft-
irlitsstöðvum í Noregi viðvörun og
aukið eftirlit með fiskafurðum sem
fluttar væru inn frá landinu. „Við
munum hugsanlega leggja hömlur á
innflutning á eldislaxi en við getum
ekki útilokað að í kjölfar frekari
rannsókna munum við þurfa að
leggja bann við öllum innflutningi á
fiski,“ sagði hann. Noregur er helsti
fiskinnflytjandi í Rússlandi. ■
jí PÉTUR POPPARI
i»
-3
B
I
lllf.il .
Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag
og þú gætir eignast eintak af bókinni
Pétur Poppari sem fjallar um nokkra
spretti úr lífshlaupi Péturs Kristjáns
Blaðið
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
1«1 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
JÖFNUNARSTYRKUR
TIL NÁMS
Umsóknarfrestur á vorönn 2006 er til 15. febrúar nk.
Nemendur framhaldsskóla geta átt rátt á:
• Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu
sinni vegna náms).
• Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lögheimili og
fjölskyldu fjarri skóla).
Upplýsingar og skráning umsókna vegna
vorannar/sumarannar 2006 er á www.lin.is.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Berrassaður
byssumaður
Nakinn maður var handtekinn
eftir að hann hafði hleypt af
skotum úti á götu í úthverfi
Memphis í Tennessee. Maður-
inn sem er á fimmtugsaldri
var ákærður fyrir að leggja
fólk í hættu, ósiðlegt athæfi, að
hleypa af skotum innan borgar-
marka og vera undir áhrifum
á almannafæri. „Ég trúði þessu
ekki,“ sagði Eddie Cox, sem var
á leið heim til sín þegar hann
kom auga á byssumanninn
berrassaða úti á miðri götu
í bænum Germantown. Cox
sagði að þegar hann hefði reynt
að aka framhjá manninum
hefði hann gripið í hurðarhún
bílsins sem hann var á. Síðan
sá hann manninn rétta út
arminn og hleypa af skoti. „Ég
sá reykinn og heyrði hvellinn
þannig að hann var augljóslega
með byssu,“ sagði Cox. Hann
hringdi á lögregluna sem hand-
tók manninn á staðnum og
fann byssuna í nálægum garði.
Hæstiréttur í Suður
Afríku:
Úrskurðar
samkyn-
hneigðum
íhag
Hæstiréttur í Suður Afríku
hefur komist að því að það
brjóti í bága við stjórnarskrá
landsins að neita fólki af sama
kyni réttinum til að ganga í
hjónaband. Hann beindi einnig
þeim tilmælum til þingsins að
breyta hjúskaparlöggjöfinni
þannig að gert verði ráð fyrir
slíkum hjónaböndum i henni
innan árs. Með úrskurðinum
stefnir í að Suður Afríka verði
fyrsta landið í Afríku þar sem
fólk af sama kyni getur gengið í
hjónaband en samkynhneigð er
enn nánast bannorð í landinu.
Samkoma til stuönings Nguyen
Toung Van I Sydney.
Ástrali tek-
inn aflífi
I morgun var gert ráð fyrir að
Nguyen Tuong Van, ástralskur
ríkisborgari, sem dæmdur
var til dauða í Singapúr fyrir
eiturlyfjasmygl yrði tekin af
lifi. Fjölskylda hans fékk að
heimsækja hann í gær fáeinum
klukkustundum fyrir aftök-
una og þegar Ijóst var að Lee
Hsien Loong, forsætisráðherra
landsins, hefði hafnað náðunar-
beiðni. Fjöldi fólks kom saman
við þinghúsið í Canberra og
víðar í Astralíu til að sýna
stuðning sinn við Nguyen.