blaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 blaöiö
VEIÐI
GUNNAR BENDER
HEITUR OG ÞURR í
tcrmo
SPORTVÖRUGERÐIN
Skipholt 5, 562 8383
Aðalfundur Stangaveiðifélagsins:
Fámennt en góðmennt
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Loftur Atii Eiríksson, Eiríkur St. Eiríksson, Marinó Gylfi Gautur Pétursson nælir heiðursmerki í Halldór Þóðarson sem hefur unnið ýmis
Marinósson, Bjarni Júlíusson, Þorstein Ólafs, Gylfi Gautur Pétursson og Guðmundur störf fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Stefán Maríasson.
Eftir frábæran fund í Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur fyrir
ári síðan mættu mjög fáir á
aðalfundinn sem var á laugardag-
inn og gengu fundarstörf vel fyrir
sig. Engin kosning var í stjórn og
engin bauð sig fram gegn Bjarna Júlí-
ussyni formanni. Rétt um 70 félags-
menn mættu á svæðið.
Það er greinilegt að það þarf helst
kosningu til að félagsmenn mæti
á fundinn. Mikil umræða hefur
farið fram um uppkaup á netum
á vatnasvæði Hvitar-Ólfusár og
var eftirfrandi tillaga samþykkt á
fundinum.
„Aðalfundur Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, haldinn á Grand Hótel
Reykjavík, 26. nóvember 2005, lýsir
yfir sérstakri ánægju með það
framtak stjórnar SVFR að beita sér
fyrir uppkaupum á netaveiðirétti
á vatnasvæði Hvítár-Ölfusár. Aðal-
fundurinn skorar á netabændur á
umræddu vatnasvæði að ganga nú
þegar til samninga við SVFR og þá,
sem vilja starfa með félaginu að upp-
kaupum netaveiðiréttarins, með það
að markmiði að engar netaveiðar
verði stundaðar í Hvítá-Ölfusá frá
og með sumrinu 2006.“ Netamálið
er á einhverri hreyfingu þessa dag-
ana, ekki veitir af, laxinn er ekki
endalaus, það vita allir.
En fundurinn var fámennur en
góðmennur, staða félagsins er góð
og félaginu hefur tekist að halda
verði á veiðileyfum í lágmarki. Það
er það sem veiðimenn vilja.
Veiöiþjónustan Strengir - Sínú/fax: 567-5204 - GSM: 660-6890 - www.stren;
gir.is - ellidason@strengir.is
Sala hafin fyrir árið 2006
Lax- og silungsveiðileyfi
t'CÁtÚi
Yfir 70 þúsund
rjúpur veiddust
„Að mínu mati var þetta rjúpnaveiði-
tímabil alltof langt. Veiðin hefði
átt að byrja seinna og enda fyrr,
þrjár vikur hefðu verið nóg. Ég
féíck nokkrar rjúpur, fór nokkrum
sinnum og fékk mér góðan labbitúr,"
sagði skotveiðimaður norðan heiða
sem Blaðið ræddi við. Veiðitím-
anum lauk í fyrradag og margir veiði-
menn notuðu tímann fram á síðasta
dag. Við fréttum af veiðimönnum á
Langanesi síðasta veiðidaginn sem
fengu 15 fugla, aðrir voru rétt hjá
þeim og fengu 5 fugla. Flestir hafa
allavega fengið í soðið og til þess var
leikurinn gerður, verslanir flytja
inn miklu minna af rjúpum núna,
en á síðasta ári.
Veiði umfram væntingar
Erfitt er að henda reiður á fjölda
rjúpna sem hafa verið skotnar en
gera má ráð fyrir að á milli 70 og
80 þúsund fuglar hafi verið skotnir.
Það er líklega eitthvað meira en um-
hverfisráðherra vonaðist til. Miklar
sögusagnir hafa verið í gangi um
veiðina enda vitað að „nokkrir“ skot-
veiðimenn hafa farið yfir strikið og
veitt alltof mikið.
Undir lok rjúpnaveiðitímabilsins
þótti Skotveiðifélagi íslands ástæða
til að senda félagsmönnum sinum
eftirfarandi yfirlýsingu.
„Sem kunnugt er höfum
við, Skotvís og ýmsir aðrir
t.d. Umhverfisráðherra og
Umhverfisstofnun, skorað á veiði-
menn að gæta hófs við veiðarnar í ár.
Umhverfisráðherra hefur lýst því
yfir að hún treysti veiðimönnum í
þessum efnum. Þess vegna
varð veiðitíminn lengri
en búist var við s.l. sumar.
Ekki er hægt að segja annað en að
almenn ánægja hafi verið með þetta
fyrirkomulagmeðalskotveiðimanna.
Sögusagnir hafa verið í
gangi um mikla veiði sumra
veiðimanna. Fæstar hafa þó
fengist staðfestar. Einnig
hefur verið talsvert um
fréttirafafardræmriveiði.Tilþessað
fá sem nákvæmastar upplýsingar um
rjúpnaveiðinúíármunSkotveiðifélag
Islandsefnatilskoðanakönnunarum
veiðina nú í haust“.
Fyrsta skemmti-
kvöld vetrarins
hjá Stangó
Þá er komið að því að dagskrá
vetrarins hjá skemmtinefnd
SVFR fari af stað og í kvöld
verður fyrsta skemmtikvöldið í
sal Stangaveiðifélags Reykja-
vikur. Dagskrá kvöldsins er
að vanda skemmtileg blanda
af fróðleik og skemmtun.
Séra Pálmi Matthíasson
flytur stutta jólahugvekju
veiðimanna og veiðistaðalýsing
verður á Svalbarðsá í Þistilfirði.
Bjarni Júlíusson formaður
SVFR kynnir söluskrána og ný
veiðisvæði og Hilmar Hansson
ræðir um „hitch“. Ennfremur
verður myndagetraun og ekki
má gleyma Happahylnum
sem hefur að geyma mikið
af glæsilegum vinningum.