blaðið - 10.12.2005, Síða 2

blaðið - 10.12.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöiö Öryrkjar og aldraðir: Mæla fyrir samfélagi fyrir alla Fjölmennur útifundur aldraðra ogöryrkja ígær. Fjármálaráðherra með upphrópanir og sleggjudóma á Alþingi segirframkvœmdastjóri Öí. Öryrkjar og aldraðir gengu fylktu liði í gær undir slagorðinu: „Ekkert um okkur án okkar." Blalii/SteinarHugi Viðbrögð stjórnarþingmanna við skýrslu Stefáns Ólafssonar veldur öryrkjum miklum vonbrigðum að sögn Arnþórs Helgasonar, fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalags Islands (ÖI). Á fjölmennum útifundi undir slagorðinu: „Ekkert um okkur án okkar“ í gær sem Öí stóð að ásamt Landssambandi eldri borgara (LE) var öllum þingmönnum gefið ein- tak af skyrslu Stefáns í jólagjöf. Þá afhenti Olafur Ólafsson, formaður LE, forseta Alþingis undirskriftar- lista með sex þúsund nöfnum þar sem stöðu aldraðra með hliðsjón af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum var mótmælt. Vísvitandi eyðilagt Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öl, segir tilefni útifundarins í gær hafa verið að hvetja til jákvæðra aðgerða þar sem mæít er með einu samfélagi fyrir alla. „Ég held að það sé kominn tími til þess að íslend- ingar, og þar á meðal stjórnvöld, átti sig á því að á undanförnum árum hefur almannatryggingakerfið vís- vitandi verið eyðilagt. Ég held að það stafi m.a. af því að menn hafa ekki haft neina heildarstefnu og ekki áttað sig á því hvernig einstakar aðgerðir hafa unnið mikið skemmd- arverk." Þá segir Arnþór tilefni fund- arins hafi líka verið að fagna jólafríi þingmanna. „Við erum að gleðjast yfir því að þingmenn skuli fá jóla- frí á undan öllum öðrum og það er gleðivottur í skammdeginu.“ Ráðherra til vansa Skýrsla Stefáns varð tilefni til snarpra orðaskipta í utandagskrár- umræðu um örorku og velferð á Alþingi í gær. Þar sagði Árni M. Mathiessen, fjármálaráðherra, m.a. skýrsluna vera fulla af rang- færslum og sagðist ekki skilja hvers vegna staða íslands væri svert með þessum hætti. Arnþór segir orð ráð- herra vera dapurleg og honum til vansa. „Það hefur valdið Öí miklum vonbrigðum hvernig stjórnarþing- menn sérstaklega hafa afgreitt þessa skýrslu sem þeir virðast alls ekki hafa lesið. Þeir virðast ekki einu sinni hafa lesið athugasemdir Stef- áns Ólafssonar sem hann gerði vegna athugasemda ráðuneytanna. Á Al- þingi var t.d. fjármálaráðherra með upphrópanir og sleggjudóma sem alls ekki fást staðist og eru manni í hans stöðu til vansa, opinbera sár- lega vanþekkingu hans á þessum málaflokki og sýna betur heldur en við höfðum ímyndað okkur að ríkis- stjórnin treystir engum nema þeim sem hún telur eða mætti telja að gengi hreinlega erinda hennar.“ Baugsmálið: Vilja vísa málinu frá dómi Lögreglan: Húsleit í Kópavogi BlaHlt/StelnarHugi Snákarnir voru vfgalegir þar sem þeir hringuðu sig í búri á lögreglustöðinni i gærmorg- un. Þeim var síðan fargað í samræmi við sóttvarnarlög. Verjendur í Baugsmálinu hafa lagt fram kröfu um að ákæruliðunum átta sem standa eftir verði vísað frá dómi og málið fellt niður. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur i gær. Sigurður T. Magnússon, settur ríkis- saksóknari, krefst þess að málið fari til efnismeðferðar. Sagði sig frá málinu Baugsmálið tók enn eina lagafléttu ef ekki lagafléttur í gær þegar Sig- urður T. Magnússon, settur ríkissak- sóknari, upplýsti fyrir héraðsdómi að hann hefði skrifað ríkislögreglu- stjóra formlegt bréf þann 6. desember síðastliðinn og óskað eftir því að emb- ætti rikislögreglustjóra tæki aftur við saksókn í málinu. 1 kjölfarið sendi ríkislögreglustjóri Boga Nilssyni, ríkissaksóknara, bréf og óskaði eftir því að hann tæki við málinu. Ríkis- saksóknari sagði sig síðan formlega frá málinu og Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, fól síðan Sigurði T. Magnússyni málið að nýju. Þessari atburðarás var hrundið af stað til að eyða öllum vafa um að Sigurður T. Magnússon væri bær til að reka málið fyrir héraðsdómi. Björn Bjarnason vanhæfur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir Björn Bjarnason vanhæfan til að setja saksóknara í málinu og hefur gert kröfu um að málið verði fellt niður og tilgreinir hann þrjár for- sendur fyrir því. „Sú fyrsta varðaði umboð Sigurðar T. Magnússonar og áhrif þess að hann hafi ekki haft um- boð til þess að mæta í málinu fram að þessu. Önnur varðaði hæfi Björns Bjarnasonar til þess að setja saksókn- ara í þessu máli og þriðja varðaði heimildir til þess að flytja mál frá ríkislögreglustjóra til ríkissaksókn- ara eftir að ákæra hefur verið gefin út. Við teljum að í öllum þessum tilvikum hafi menn ekki farið að réttum reglum og það á að leiða til þess að málið verði fellt niður,“ sagði Gestur. Héraðsdómur mun nú taka afstöðu til málsins og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Lögreglan í Kópavogi lagði í gær- nótt hald á tæplega 300 grömm af fíkniefnum við húsleit í íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða hass en einnig lítilræði af am- fetamíni. Auk þess lagði lögreglan hald á tvö skotvopn, loftskamm- byssu og gasskammbyssu, og tvo lifandi snáka sem voru geymdir í búri í íbúðinni. Tveir karlmenn voru handteknir í tengslum við málið en þeim var sleppt í gærnótt að loknum yfirheyrslum. Við húsleitina naut lög- reglan í Kópavogi aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, fíkniefnahunds frá tollgæslunni og fíkniefnalögreglu- manns frá lögreglunni i Hafnarfirði. Að sögn Björgvins Björgvinssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í rannsóknar- deild, telst málið að fullu upplýst. o Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað x ^ Rigning, litilsháttar ^// Rigning 9 9 Súld ^ Snjókoma * Slydda ^~j Snjóél t^J Skúr Amsterdam 04 Barcelona 12 Berlín 0 Chicago -08 Frankfurt 0 Hamborg 0 Heisinki -01 Kaupmannahöfn 04 London 06 Madrid 09 Mallorka 13 Montreal -02 New York -01 Orlando 13 Osló 0 París 02 Stokkhólmur 01 Þórshöfn 09 Vín -02 Algarve 15 Dublin 09 Glasgow 11 ♦o '// / // /// //' / //* ? 5 5 . +Q 9 ? 5° ’ 0. 5° /// /// /// Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands >0 '/// 4° 4*® 4° ✓ / / / 5° Á morgun 5 9 ’o ✓ ✓ / / '4°

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.