blaðið - 10.12.2005, Qupperneq 10
101 ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaðiö
Gíslataka í írak
Frestur að renna út
Ehab Lotayef erindreki Kanada biðst fyrir í moskvu í Bagdad í gær.
Mannræningjar í frak hafa til-
kynnt að fjórir vestrænir gíslar
verði teknir af lífi í dag verði
ekki orðið við kröfum þeirra um
að föngum verði sleppt. Aftöku
gíslanna var frestað á fimmtudag
en ólíklegt er talið að slíkt gerist
aftur.
Fátt er talið geta komið í veg fyrir að
mannræningjar i frak geri alvöru úr
þeirri hótun sinni að myrða fjóra
gísla, Jim Loney og Harmeed Soo-
den frá Kanada, Bretann Norman
Kember og Bandaríkjamanninn
Tom Fox. Mannræningjarnir, sem
kalla sig Sverð réttlætisins, ætluðu
upphaflega að taka gíslana af lífi á
fimmtudag, en gáfu síðan 48 stunda
frest sem rennur út í dag. Þeir hafa
krafist þess að íröskum föngum í
fangelsum í f rak og Bandaríkjunum
verði sleppt úr haldi. Því hefur verið
hafnað af stjórnvöldum viðkomandi
landa. Kanadamenn hafa sent erind-
reka til fraks til að vinna að lausn
málsins og hélt hann meðal annars
blaðamannafund í Bagdad í gær. Þar
kom fram að hann hefði reynt að
afla stuðnings við það að gíslarnir
verði látnir lausir með fundum við
trúarleiðtoga og aðra sem hugsan-
lega gætu haft áhrif á ræningjana.
Þá hefði verið reynt að koma skila-
boðum áleiðis til mannræningj-
anna. Þá vonast Kanadamenn til
þess að tekið verði tillit til þess að
þeir héldu sig að mestu íyrir utan fr-
aksstríðið. Tveir gislanna hafa birst
á myndböndum undanfarna daga
þar sem þeir hafa beðist griða. Þeir
hafa verið handjárnaðir og klæddir
appelsínugulum stökkum sem sést
hafa áður á svipuðum myndböndum.
Þá var bundið fyrir augu þeirra.
Caroline Hawley, fréttaritari BBC
í frak, segir að það sé áhyggjuefni
að aðeins tveir gislanna hafi sést á
myndböndunum. „Það er greinilegt
að mannræningjarnir halda kanad-
ísku gíslunum fyrir utan þetta þar
sem þeirra land tók ekki þátt átök-
unum í írak,“ segir hún
HPao
#=i_ u rnmGao
Hraðsendingar um allan heim
Sendum jólapakkana tímanlega með
• 220 Hafnarfjörður • 535 8170 • www.hradi.is
Hlýnun jarðar farin að ógna samfélagi við
Norðurskautið:
Frumbyggjar
þrýsta á banda-
rísk stjórnvöld
Samtök frumbyggja við Norður-
heimsskaut hafa kvartað undan
því að bandarísk stjórnvöld
brjóti á mannréttindum þeirra
með meintu skeytingarleysi um
hlýnun jarðar. Þau hafa enn-
fremur farið fram á að mann-
réttindanefnd Ameríkuríkja
hlutist til um málið. Með því
vilja samtökin auka pólitískan
þrýsting á ríkisstjórn Banda-
ríkjanna um að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda.
Meðalhiti hefur hækkað
Loftslag er þegar tekið að breytast á
Norðurheimsskautinu þar sem með-
alhiti á veturna hefur hækkað um
allt að 7 gráður á 50 árum samkvæmt
alþjóðlegri rannsókn sem gerð var í
fyrra. ís er farinn að bráðna þar sem
áður var sífreri, ísbreiður við norður-
íshaf hafa skroppið saman sem
stefnir í hættu ísbjörnum og öðrum
dýrum. Ennfremur telja samtökin
að veiðimannasamfélagi inúíta stafi
hætta af breytingunum. Um 155.000
inúítar í Kanada, Grænlandi, Rúss-
landi og Bandaríkjunum eiga aðild
að samtökunum.
Um 10.000 manns hafa tekið þátt
Lífríki og samfélagi manna á Norður-
skautinu stendur ógn af hlýnun jarðar
samkvæmt nýjustu rannsóknum.
í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Montréal en hún er sú fyrsta
sem fram fer siðan Kyoto-bókunin
tók gildi í febrúar á þessu ári. Sam-
kvæmt henni skuldbinda 35 iðn-
vædd ríki sig til að draga úr losun
koltvíoxíðs og annarra lofttegunda
sem valda hlýnun loftslagsins. Af
stærstu iðnvæddu þjóðunum hafa að-
eins Bandaríkin og Ástralía hafnað
samkomulaginu en það miðar
að því að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda um að meðaltali 5%
fyrir árið 2012.
Vann 2 milljónir í lottói
-en týndi svo miðanum
Mike Sargent keypti sér skafmiða í
heimabæ sínum, Alvarado í Texas,
fyrir réttum mánuði og varð heldur
betur glaður þegar í ljós kom að
tveggja milljóna króna vinningur
var á miðanum. Hann ritaði nafn
sitt á miðann, eins og lög gera ráð
fyrir og hringdi síðan heim í kon-
una og tilkynnti henni að hann
myndi færa henni bestu jólagjöf
sem hún gæti hugað sér. Þegar hann
kom heim var miðinn hins vegar
týndur. „Ég held að guð hafi hrein-
lega tekið hann úr höndum mínum,“
sagði Sargent i samtali við CNN.
Hann og vinur hans eyddu heilum
sólarhring í að leita að miðanum við
þjóðveg 67 í Texas, en án árangurs.
Hann hringdi jafnvel í neyðarlínuna
911 kvöldið sem miðinn týndist og
óskaði eftir því að slökkviliðsmenn
mættu á leitarsvæðið til að lýsa það
upp. Þeirri ósk var hafnað. Næstu
daga á eftir leituðu Sargent og vinir
hans á öllum mögulegum stöðum,
skoðuðu meðal annars ruslafötur
við verslunina þar sem miðinn var
keyptur og limdu upp tilkynningar
þar sem fundarlaunum var heitið,
en allt kom fyrir ekki. Loksins,
fimm dögum síðar, fékk Sargent
símatal frá starfsmanni vatnsveit-
unnar sem fann hinn heittelskaða
lottómiða nokkur hundruð metrum
frá versluninni þar sem hann var
keyptur. Sá hafði ekki vitað um
leitina en gat greint undirskrift Sarg-
ents á miðanum. Fyrst ætlaði hann
að hirða miðann sjálfur en lét síðan
undan kröfum konu sinnar um að
skila miðanum. Sargent lét hann
hins vegar fá rífleg fundarlaun og
sjálfur lítur hann á þetta sem merki
frá guði - hann eigi að hætta að taka
þátt í lottói.
Vín mánaöarins er
Stone Cellars
Chardonnay eöa Merlot
Tjakakötturinn á aðventunni
LjújfengurjóCamatseðiCC
1Forréttir
Kjúklingalifra parfait meö fíkjumauki og rauðvíns gljáa
og reyktur áll með hrærðum eggjum
Mifdréttur
Heimalöguð síld með ísköldu ákavíti
JlðaCréttir
Andabringa og foie gras fyllt ravioli með soðgljáa eða
svínalund fyllt með ávöxtum og hnetum
með sveppa ragú og portvínssósu
Oesert
Crépes Suzette með rum og rúsínu ís
Aðeins 5300,- pr. mann
Borðapantanir í síma 514-6060
Gjótuhraun 4
Fjalakötturinn - Hótel Reykjavík Centrum
Aðalstræti 16 Reykjavík