blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 16
161 FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaðiö
Matvörumarkaðurinn á Islandi
Verðstríð eða
viðskiptahindrandir?
Þrátt fyrir að verðstríð sé venju-
lega fagnaðarefni fyrir neytendur
þá er nauðsynlegt að skoða þau í
stærra samhengi. Þau hafa nefni-
lega tilhneigingu til þess að vera
skammgóður vermir. Alþýðusam-
band ísland hefur til dæmis sagt að
verðstríð hér á landi séu beinlínis
notuð sem ákveðnar viðskiptahindr-
anir til þess að bola nýjum aðilum
af samkeppnismarkaði. Með því er
átt við að sterkari aðilar á markaði
keyri raunverulega nýja aðila út af
honum með því að lækka verðið
niður fyrir kostnaðarverð og bíði
svo einfaldlega eftir því að minni
fyrirtækin geti ekki lengur tekið
þátt. Enda kom það fram í síðasta
tölublaði Vinnunnar, vefriti ASl, að
þrátt fyrir að samkeppni á matvöru-
markaði hafi verið með líflegasta
móti það sem af er árinu þá hafi
stór hluti lækkunar á verði matvöru
þegar gengið til baka.
Markaðshlutdeild á fslandi
Svo virðist vera sem ASÍ hafi
nokkuð til sins máls. Staðan á ís-
lenskum matvörumarkaði er enda
ekkert sérlega eðlileg sem stendur.
f öðru tölublaði Frjálsrar verslunar
sem kom út fyrr á árinu kom fram
að íslenski matvörumarkaðurinn
var á þeim tima talinn velta um 57
milljörðum króna árlega. Markaðs-
hlutdeild skiptist nánast einvörð-
ungu milli þriggja aðila: Haga sem
rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, með
48% markaðshlutdeild, Kaupáss sem
rekur Nóatún, Krónuna og 11-11 með
24% hlutdeild og Samkaupa hf. sem
reka Nettó, Kaskó og vitanlega Sam-
kaupsbúðirnar með 16%. Aðrir voru
taldir deila með sér um 12% af mark-
aðinum. Þetta var þó grófleg áætlun
og telja vel kunnir menn á markaði
að markaðshlutdeild Haga sé allt
upp í 60%.
Þá hefur einnig átt sér stað mikil
samþjöppun hjá heildsölum. Heild-
sölufyrirtækjum hefur hríðfækkað
á undanförnum árum og risastór
vöruhús orðið til. Um 80-90% af
þurrvöruinnkaupum eru í höndum
tveggja birgðarhúsa: Annars vegar
Aðfanga ehf. ( eigu Haga, og hins
vegar Búrs hf. í eigu Kaupáss, Sam-
kaupa hf., Olíufélagsins hf. auk ann-
arra smærri aðila. Því er ljóst að þrír
stærstu aðilar á matvörumarkaði
eru ekki einungis ráðandi á smásölu-
markaðinum heldur fara nánast öll
innkaup þeirra að mestu í gegnum
þessi tvö birgðarhús sem eru í þeirra
eigu.
Kenmkibófc
Á ivlfnsku
fykjir
Fluguhnýtingasett
með kennslubók á islensku.
Tilboö 8.500 kr. .-------
VHS myndband
Tilboö 1.500 kr.
Vesti
Tilboö 7.700 kr.
Adventure vöölujakki
TilboÖ 21.900 kr.
Polartec Power Stretch
Tilboö 19.900 kr. —
Pofaroid veiöigleraugu
Tilboð 5.900 kr. ------
Vöölur og skór
Tilboð 16.900 kr.
Flugustangarsett meö öllu
Tilboö 17.900 kr. --------
Bakpoki
Tilboö 7.900 kr.
Byssupoki
Tilboö 4.900 kr.
Veiöihjólataska
Tilboö 7.900 kr.
15’ ADW tvihenda. hjól og llna.
Tilboð 46.900 kr. ——-----------
Flugubox meö
10 straumflugum og 10 púp<
Tilboð 5.500 kr._____—
CASS CflfcEtC ,
Gaesaæfingartæki
Tilboð 3.500 kr.
MAD DOG
Growler camojakki
Tilboö 8.900 kr.
Mittlstaska
Tilboö4.900 kr.
20.000 + JÓLAKAUPAUKI: 5.000 + JÓLAKAUPAUKI:
Þeír sem versla fyrir 20.000 kr. eöa Ef keypt er fyrir 5.000 kr. eða meira fylgir
meira fá sætishlif í kaupauka VHS myndbandið "Veiðiklær" som er um
meða birgðir endastl skotvelöl. matargerö og náttúru. I kaupauka.
V |l Siöumúla 11
f I 108 Reykjavfk
J*- Sfml: 588 6500
stogvcidi.is
Optó i d&ember Ménud - fðitud 10 19, IJtjtfZrd 11,18, sunnud. 11-16. Porlikimeau 10-22 ogoðfio^Bdfíg 10-12
Blaðsiduna má auðveldlegn klippa út og nota sem oskallsta fyrir hvaða veiðimann sem erl
Blaóiö/SteinarHugi
Því er Ijóst að þrír stærstu aðilar á matvörumarkaði
eru ekki einungis ráðandi á smásölumarkaðinum
heldur fara nánast öll innkaup þeirra að mestu í
gegnum þessi tvö birgðarhús sem eru íþeirra eigu.
Ekki í takt við önnur lönd
í Bretlandi hefur smásölukeðjan
Tesco náð um 30% markaðshlutdeild.
Það hefur valdið þingmönnum, sam-
keppnisaðilum og ekki sist almenn-
ingi þar í landi miklum og djúpum
áhyggjum að ein keðja hafi náð
slíkri hlutdeild á markaðinum. Há-
værar raddir eru uppi þar í landi
um að stjórnvöld eigi að grípa til
aðgerða af einhverjum toga til þess
að draga úr markaðsyfirburðum
keðjunnar. Meira að segja hefur
verið stofnuð sérstök þingnefnd til
að rannsaka þá stöðu sem er uppi
á smásölumarkaðinum þar í landi
og er talið að keðjan þurfi jafnvel
að selja einhverjar verslanna sinna
þar í landi. Auk Tesco þrífast þrjár
aðrar stórar keðjur í Bretlandi sem
eru taldar stjórna markaðinum og
þykir slíkt ástand algerlega óvið-
unandi. Nýlega kom fram í breska
blaðinu Observer að staða stóru keðj-
anna væri orðin svo sterk að birgjar
neyddust til þess að selja vörur sinar
nánast á kostnaðarverði til þeirra
ef birgjarnir ætluðu sér að halda
viðskiptum keðjanna. Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði
nýlega úr ræðustóli Alþingis að það
væri athyglisvert að hafa þetta til
hliðsjónar þegar verið væri að skoða
matvörumarkaðinn á Islandi þar
sem ein keðja er talin hafa yfir 60%
markaðshlutsdeild og þau þrjú félög
sem eru ráðandi á markaðinum eigi
líka langstærstu birgjana.
Ekki hagur neytenda
Það er athyglisvert að sjá að í sex
mánaða uppgjöri Haga kom fram að
tap á rekstri félagsins hefði numið
708 milljónum króna á fyrri hluta
síðasta rekstrarárs. Forsvarsmenn
Haga reka hina slæmu útkomu beint
til verðstríðs á matvörumarkaði.
FinnurÁrnason.forstjóriHaga.sagði
í kjölfarið að eðlilegt væri að verðlag
myndi hækka. Þegar tapið verður til
vegna aukinnar samkeppni og verð-
lag hækkar aftur þegar jafnvægi er
komið á fákeppnismarkaðinn, þá
er erfitt að draga aðrar ályktanir en
þær að verðstríðin séu skammtíma-
gróði fyrir neytendur sem þeir neyð-
ist til að greiða til baka siðar.
Á vef samtaka um verslun og þjón-
ustu var ritað í apríl síðastliðinn
að engin merki virtust vera um að
alþjóðlegar ofur-lágvöruverslanir
ætluðu að hasla sér völl á Islandi á
næstunni, sem gefi til kynna að slík
fyrirtæki sjái ekki mikla hagnaðar-
von í verslunarrekstri hér á landi.
Slíkt getur ekki verið gott fyrir hinn
íslenska neytanda. Ef erlend stórfyr-
irtæki sem eru að koma inn á mark-
aði í öllum okkar nágrannalöndum
sjá ekki hag í því að koma inn á ís-
lenska markaðinn, meðal annars
vegna þess að þeir þyrftu að kaupa
sér markaðshlutdeild í samkeppni
við fyrirtæki sem eru tilbúin að tapa
miklum fjármunum tímabundið til
þess að losna við samkeppni, líkt og
Hagar og Kaupás virðast gera, þá
eru klárar viðskiptahindranir fyrir
hendi. Því verður að teljast ljóst að
í stærra samhengi þá eru svona verð-
stríð ekki af hinu góða og geta raun-
verulega haft afar neikvæð áhrif
fyrir neytendur og samkeppnisum-
hverfið á íslandi.
t.juliusson@vbl.is