blaðið - 10.12.2005, Page 29

blaðið - 10.12.2005, Page 29
blaðiö LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 VIÐTAL I 29 Alúðlegur Hendrix Víkjum afturaðpoppferlinum. Hef- urðu hitt einhver eftirlœtisgoðþín í eigin persónu? Já, ég hitti til dæmis Jimi Hendrix sem á þeim tíma var um það bil að stíga fyrstu sporin á frægðarbrautinni. Hljómar voru að taka upp hljómplötu í London og við hittum Hendrix á krá tvö kvöld í röð. Það var greinilegt að hann stundaði næturlífið stíft. Við töluðum saman um herstöðina í JCeflavík því hann átti vin sem var í hernum. I samtali okkar fór ekki framhjá mér að hann var veikur fyrir skandinavísku kvenfólki. Hann var hógvær og alúðlegur í viðkynningu og gaf mér heimilis- fang sitt og símanúmer. Söngvari í Hollies var einnig á þessari krá og það rigndi upp í nefið á honum. Á þessum tveimur mönnum sá ég í hnotskurn hversu ólíkar leiðir er hægt að fara í mannlegum sam- skiptum. Mín reynsla er sú að því greindara sem fólk er því meira vald hefur það á mannlegum samskiptum. Ef menn eru í vand- ræðum með sjálfa sig og óöruggir þá sperra þeir sig og troða á fólki til að upphefja sig. Hinir þurfa ekki á því að halda. Á ferli mínum hef ég ætíð fengið að vinna með fólki sem er mjög Opnunartími í desember Opið á morgun sunnudag 10-20 1.-22. desember 10-20 23. desember 10-22 24. desember 10-12 99................................................. Mér hefur alltaffundist að ég væri ekki nógu góður. Ég er ekki haldinn minnimáttarkennd og segiþetta ekki af uppgerðarhóg- værð en innra með mér finnst mér að ég þyrfti að vera betri." fært á sínu sviði. Ég hef lært mikið af því. Ég get sem dæmi nefnt menn eins og Gunnar Þórðarson, Þóri Baldursson, Bubba og Megas. Mér hefur alltaf fundist að ég væri ekki nógu góður. Ég er ekki hald- inn minnimáttarkennd og segi þetta ekki af uppgerðarhógværð en innra með mér finnst mér að ég þyrfti að vera betri.“ Er ekki hara gott að þér skuli finn- ast það? „Ætli það sé ekki það sem rekur mig áfram og gerir að verkum að ég slaka ekki á kröfum til sjálfs mín. Fyrst og fremst á maður að gera kröfur til sjálfs sín og réttlæta sig ekki með því að einhver annar beri ábyrgðina ef eitthvað tekst ekki fullkomlega hjá manni.“ Hefðirðu ekki viljað slá í gegn erlendis? „Ég hefði gaman af því að ná al- þjóðlegum árangri en ég er mjög sáttur við mitt hlutskipti og það að hafa fæðst hér á landi. Mér finnst við tiltölulega heppin þjóð miðað við ástand og horfur í löndunum í kring. Á ákveðnum tíma heill- uðu Bandaríkin mig en það hefur breyst nokkuð. Þegar maður kemur í heimsókn til þjóðar og tekið er á móti manni með því að gramsa í eigum manns og taka af manni myndir eins og maður sér ótíndur glæpamaður þá renna á mann tvær grímur. Maður tæki ekki á móti nokkrum manni á þennan hátt heima hjá sér. Það er margt gott að finna í Bandaríkjunum en það er skrýtið að það góða er ekki að finna á þeirri framhlið sem Banda- ríkin sýna umheiminum." Ætlarðu að vera í poppinu fram á elliár? „Ég er ekki að reyna að vera ungur gæðingur. Ég lifi á tónlist- arsköpun og stofnaði uppgáfufyr- irtækið Gimstein árið 1976. Það gefur mér lífsfyllingu að koma verkum mínum á framfæri og geta hjálpað öðrum við að skapa eitthvað nýtt. Já, ég ætla að starfa áfram í þessum geira og veit að það er mögulegt. Eg er mjög sáttur maður því ég veit að ég hef gert ým- islegt rétt í lífinu.“ kolbrun@vbl.is OPTIFl DORIS 160x200 áour 69.500 / nu 59.500 ELEQJA*. 160x200 áður 89.000 / nú 79.500,- Sjalfstaed fjoróurn. Ein su vandaóasta uppbygging á dýnu sem er i boði á íslandi í dag. Dynan er meö 7cm þykku Memory þrýstijofnunarefni sem liggur ofana pokagormum 160x200 verö fra 139.000 80x200 aður 86.000 / nu 69.000 - ** »■ s CONTI SMART Hagæða heilsurum með þrem sjálfstæðum fjaðrakerfum. Þrefalt gormakerfi til að tryggja sem allra bestu gæðin, efsta lag dynunar er ur vandaðasta latcx sem boðið cr upp a. Dynan er eins báðu megin oder með svæðaskiptum pokagormum til að aðlagastlem allra best * 160x200 verð fra 219.000,- É- i CALEIDO Tilboð 145.000. SIGMA TUNGUSÓFI Tilboð 109.000. SIGMA verð 3 sæta 2 sæta 69.000.- Ekki gleyma að... ...láta þér líða vel á jólunum Ný vefsíða www.toscana.is MÚSGOONIN FÁST EINNIO IHÚSOAONAVAL, HÖFN S: 4TS 2S3S HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.