blaðið - 10.12.2005, Side 38
381 VIÐTAL
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöi6
Viljum auka lífsgœði
án þess að auka útgjöld
Blaiiö/Steinar Hugi
Sel tjarnarnes er eitt smæsta sveitar-
félag höfuðborgarsvæðisins, en
er með stærri sveitarfélögum á
landsvísu. Það hefur löngum verið
eftirsóknarvert og blómlegt íbúðar-
hverfi. En á sama tíma og stærsta
sveitarfélag landsins þarf að
innheimta hámarksútsvar vekur
Seltjarnarnes athygli fyrir að enn
er verið að lækka álögur á íbúa þar
þrátt fyrir að þjónustustigið hafi
hækkað. Andrés Magnússon tók
Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra
á Seltjarnarnesi tali til þess að
grennslast fyrir um þennan góða
árangur, þróun í grónu sveitarfé-
lagi og framtíðina.
Seltjarnarnesið hefur verið með vin-
sœlustu hverfum á höfuðborgarsvceð-
inu um áratugaskeið. Ihvað sækirfólk
á Nesinu?
„Ég held að það sé fyrst og fremst
þrennt, sem fólk er að leita eftir. Það
er að sækja í bæjarfélag, sem er í út-
jaðri stórborgarinnar og rólegt eftir
því, en er jafnframt í góðu samneyti
við hana og hringiðu þjóðlífsins. Fólk
er einnig að sækja í sveitarfélag þar
sem þjónusta er veitt með afar sam-
keppnishæfum hætti, miðað við sveit-
arfélögin i nágrenninu og fólk er að
sækjast eftir því að geta búið hér og
alið börn sín upp í öruggu umhverfi,
þar sem innbyrðis tengsl eru mikil og
bæjarbragurinn þekkilegur. 1 því sam-
hengi spillir náttúran ekki heldur.“
Þú nefnir þjónustu bæjarfélagsins, er
fólk að horfa mikið tilþess?
„Já, tilfinning bæjarbúa fyrir því
að vel sé á spöðunum haldið hjá sveit-
arfélaginu skiptir miklu. Það heyrir
maður á hverjum degi. Fólk vill auð-
vitað að hér séu ábyrgir aðilar við
stjórnvöfinn, sem vilji gera góða hluti,
en geri það ekki á kostnað framtíðar-
innar með einföldum og á stundum af-
drifaríkum lausnum. Hér leitum við
leiða, sem sameina tvennt: Að gera
vel í rekstrinum og vera varfærin í
fjármálum, því það verðum við að
gera. En á sama tíma þurfum við að
vera metnaðarfull í þjónustunni og
útsjónarsöm.“
Kynslóðaskipti og íbúaþróun
Nú hafa sjálfstæðismenn verið við
völd hér frá þvt að Seltjarnarnes varð
bæjarfélag, í 37 ár undir stjórn Sigur-
geirs Sigurðssonar, ogsvo tekurþú við,
ungur bæjarstjóri, árið 2002. Breytist
mikið við þau kynslóðaskipti?
„Hreinskilnislega er svarið nei. Ég
kom inn í bæjarstjórnarpólitíkina hér
1998 og starfaði þar með Sigurgeir og
hans mönnum og sannast sagna gekk
ég til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á
Nesinu vegna þeirrar stefnu, sem
hann hafði rekið, og vildi standa vörð
um hana, því ég held hún hafi orðið
bæjarfélaginu til mikillar blessunar
og skapað Seltjarnarnesi sérstöðu
sína.
Auðvitað er mtmur á áherslum og
áferð, en ég hef haldið fast í þá stefnu,
sem Sigurgeir mótaði, að halda rekstr-
inum í góðu horfi og sýna þann
metnað að gera vel. Svo þarf að finna
réttu milhleiðina þarna á milli, að
vera ekki svo aðhaldssamur að ekkert
gerist, en ekki heldur svo örlátur að
menn lendi í vandræðum."
En erþetta ekki bara afleiðingþess að
hér á Nesinu búa tómir ríkisbubbar og
sjálfstæðismenn að langfeðgatali?
„Nei, nei. Það búa vissulega margir
góðir sjálfstæðismenn á Seltjarnar-
nesi, en okkur hefur um áratugaskeið
tekist að höfða til miklu fleiri en ein-
beittra sjálfstæðismanna. Við höfum
oft verið að fá meira en 60% atkvæða.
Auðvitað viljum við líta á það sem
traustsyfirlýsingu við sjálfstæðisstefn-
una, en ég held að fyrst og fremst sé
fólk að láta í ljós ánægju með verkin,
verklagið og þá ffamtíðarsýn, sem
við eigum sameiginlega með þorra
bæjarbúa."
Það eru kynslóðaskipti að verða á Nes-
inu, frumbyggjunum er aðfækka en
ungu fólki hefur fækkað. Er bærinn
ekki dæmdur til þess að vera aldrað
svefnhverfi?
„Seltjarnarnesið hefur kannski yfir-
bragð svefnbæjar að því leyti að flestir
sækja vinnu í öðrum sveitarfélögum.
En svefnbær er það ekki, því hér er
rekin fjölbreytt og öflug þjónusta
allan daginn. Það er mikið líf og fjör
í kringum skólann og íþróttirnar og
sfðan er hér öflugt félagslíf af ýmsu
tagi.
En vissulega er það nokkurt
áhyggjuefni að aldurssamsetningin
hefur verið að breytast talsvert.
Fólkið í bænum hefur hlutfallslega
verið að eldast hraðar en annars
staðar á sama tíma og barnafólki
hefur fækkað nokkuð. Að hluta til
er það vegna þess að hér hefur verið
nokkur skortur á íbúðarhúsnæði, því
vandinn er þessi: Fasteignir á Seltjarn-
arnesi eru mjög stórar, að meðaltali
með stærstu fasteignum á landinu.
Þær voru byggðar af fólki með mörg
börn, sem síðan hafa flust að heiman,
þannig að húsin eru orðin fullrúm og
fólkið vill gjarnan minnka við sig, en
vill ekki fara af Seltjarnarnesi. Þá er
hins vegar ekki um auðugan garð að
gresja. Þetta hefur haft þau áhrif að
Seltirningum hefur fækkað nokkuð
að undanförnu á sama tíma og fólks-
fjöldi á höfuðborgarsvæðinu hefur
farið vaxandi. Áhrifin eru margvís-
leg. Barnaárgangarnir hafa verið
að minnka býsna hratt, úr 80-90
börnum niður í 50. Það getur enginn
litið framhjá þessu áhyggjuefni og
þetta er eitt okkar helsta viðfangsefni,
að viðhalda lifandi og kröftugu samfé-
lagi i góðu jafnvægi.“
Átök um skipulagsmál
En getið þið svo mikið gert? Það er
búið að byggja bæinn upp að mestu og
breytingar á skipulaginu hafa valdið
talsverðum átökum.
„Skipulagsmál hafa verið átakamál
á Seltjarnarnesi um langt skeið og í
raun og veru eini málaflokkurinn,
sem verulegar deilur hafa risið um.
Það má kannski segja að það sé af
hinu góða meðan ekki er rifist um
annað, en skipulagsmál eru afar veiga-
mikil fyrir sveitarfélagið og skipta
marga mjög miklu.
En það er alveg rétt, að við höfum
ekki marga kosti i stöðunni. Ekki
vegna þess að við höfum ekki land-
rými, því Seltjarnarnesið er jafnstórt
Mónakóborg og þar búa 30.000
manns en hér ríflega 4.500 manns.
En við viljum ekki ganga langt í land-
nýtingu. Éitt helsta sérkenni bæjarins
eru þessi stóru, opnu svæði og greið
leið út í náttúruna. Því jafnvægi
viljum við halda.
Þar með er þó ekki sagt að engu
megi breyta, því ella er hætta á
stöðnun og afturför. Það er ég viss
um að enginn Seltirningur vilji. Fólki
þykir vænt um bæinn sinn og hefur
stolt fyrir hans hönd. Þetta er blanda
af stórborgarumhverfi og þorps-
stemningu, þar sem nándin er mikil
og viðkunnanleg. Því viljum við ekki
fórna, en við viljum líka efla bæjarfé-
lagið. Til dæmis með uppbyggingu,
sem gefur unga fólkinu og hinu elsta
færi á því að búa í bænum sínum.“
Er það ekki erfitt miðað við aðhér eru
flest hús dýr einbýlishús eða raðhús?
„Jú, það má halda því fram að
húsnæðið sé of einsleitt. Það er um
fjórðungur húsnæðis hér í fjölbýli, en
annað er sérbýli og það kann að halda
aftur af eðlilegri búsetuþróun. Hins
vegar sjáum við ekki fýrir okkur að
við getum farið í allt aðrar áttir eftir
því, sem við teljum henta hverju sinni.
En hér vantar íbúðir og það er erfitt
að koma þeim fyrir nema í fjölbýli af
einhverju tagi.“
En um þetta var harðlega deilt, ekki
satt?
„Jú, hér var grundvallarágreiningur
um það hversu mikið væri vert að
byggja upp á Seltjarnarnesi, svo nóg
væri. En það var ekki deilt um þá
framtíðarsýn okkar að við vildum
búa í notalegu, litlu sveitarfélagi með
áherslu á góða þjónustu. En það var
deilt um leiðirnar. Menn skiptust í tvo
hópa í afstöðu sinni til tveggja bygg-
ingareita, sumir töldu að sú uppbygg-
ing yrði of mikil eða úr takt við bæjar-
braginn, en aðrir töldu hana hæfilega
til þess að viðhalda eðlilegum vexti
bæjarins og stöðva fólksfækkunina.
Þetta var hið helsta, sem um var deilt,
hvernig við gætum tryggt að Seltjarn-
arnes verði lífvænlegt, öflugt og þrótt-
mikið bæjarfélag til framtíðar.“
En niðurstaðan var sú að ekki var
gengiðjafnlangt í uppbyggingu ogbæj-
arstjórnin lagði til...
„Nei, en það er nú varla aðalmálið.
Við fórum þá leið að láta íbúana kjósa
um málið og fengum þannig fram nið-
urstöðu. Skipulagsmál eru í eðli sínu
afar flókin, þau byggja bæði á rökum
og tilfinningum og það hafa allir skoð-
anir á þeim. Þeir, sem bera ábyrgðina
á því að leiða mál til lykta, geta því