blaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 44
441 SMÁSAGA
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöiö
Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir úr Varmalandsskóla í Borgarfirði var í efsta sceti í sögusamkeppni SAFT, Töfrar og netöryggi. Hún var í gœr viðstödd
Jfátíðarathöfn í París þar sem sigurvegarar frá 17 löndum fengu viðurkenningu fyrir sögur sínar. Hér er saga Ingibjargar.
Undarlegir atburðir
Hjónarúm
180x200 cm
Verð frá kr.
Urvalið er hjá RB
160x200 cm
Hjá okkur er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þú velur það sem þér hentar:
Springdýnur, tvöfaldar fjaðradýnur, sérhannaðar sjúkradýnur með
varmaklæðningu eða Super deluxe og Grand deluxe springdýnur
pgjj með tvöföldum mjúkum yfirmottum.
Sælurúm
Verð frá
Sængurfatnaður og fylgihlutir
Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, lök, dýnuhllfar,
náttborð, kommóður og margt fleira.
án fylgihluta
Stærðir: 80-90-1.20,-1.30 cm.
Sérhæfing í framleiðslu og hönnun springdýna.
Dalshrauni 8
220 Hafnarfirói
www.rbrum.is
,Hæ komdu inn!“ sagði Lilja,
dökkhærð 13 ára stelpa og tók á móti
Dagnýju, taugaóstyrkri vinkonu
sjnni í dyrunum. Dagný klæddi sig
*ttr ótrúlega gulri úlpu og gekk inn í
stofu með Lilju.
„Hvað segirðu, eigum við að koma í
tölvuna?" spurði Lilja hress.
„Jájá... mér er alveg sama,“ sagði
Dagný sakleysislega.
„Komum þá! “sagði Lilja og teymdi
Dagnýju inn í tölvuherbergið. Lilja
kveikti á tölvunni en hikaði svo.
.Heyrðu, ég ætla að setja tagl í mig,
bíddu hér. Þú mátt fara inn á þitt
MSN, ég fer bara inn á mitt á eftir.“
Lilja gekk fram á bað og setti í sig
tagl. 5 mínútum seinna gekk hún
inn í tómt tölvuherbergið. „Veistu ég
er að spá í að fara í klipp... Dagný?“
Lilja leit í kringum sig en sá hvergi
vinkonu sína. Þarna var ekkert nema
gamla skrifborðið hennar mömmu
og talvan. „Haha Dagný, voða fyndin.
Þá fer ég bara inn á mitt MSN fyrst
þú kemur ekki.“
Lilja stóð út á miðju gólfi og beið
eftir vinkonu sinni. Ekkert svar kom.
Hún yppti öxlum og gekk að suðandi
tölvunni. Á meðan hún sló inn
lykilorðið glotti hún og beið eftir að
Dagný kæmi og brygði henni.
„BÍB!“ gargaði tölvan allt í einu svo
Lilja hrökk í kút. Þegar hún loksins
náðiandanum áttaði hún sig á því að
hún var byrjuð að minnka, eða tölvan
að stækka. Þegar tölvan var orðin
jafn stór og 6 hæða blokk byrjaði
Lilja skelfingu lostin að hlaupa af
stað. Tölvan stökk á hana og gleypti
hana í sig.
Enn og aftur var litla
tölvuherbergið orðið tómt fyrir utan
gamla skrifborðið og tölvuna, sem
var nú búin að koma sér fyrir úti í
horni.
Ekkert hljóð heyrðist í þessu stóra
húsi, nema suðið í tölvunni...
En snúum okkur aftur að Lilju.
Eftir að tölvan át hana sogaðist
hún inní risastóran hvirfilbyl. Allt
í einu sá hún að hún var að hrapa
niður. Langt, langt niður! Hún lenti
harkalega á jörðinni, lá þar um stund
eins og klessa, en stóð svo upp.
„Áá...“ stundi hún á meðan hún
nuddaði aumt bakið. „Hvar er ég
eiginlega?“ Hún starði út í loftið. Þetta
var skrítnasti staður sem hún hafði
nokkru sinni komið á. Þarna voru
vírar og snúrur á stærð við strætóa og
rykhnoðrar, jafnstórir og meðalstórt
skrifborð. Þarna voru líka risavaxnar
hurðir sem á stóð með stórum stöfum
LEIT.IS, TÖLVUPÓSTUR og SPJALL.
Lilja labbaði að einni hurðinni.
„Og hver ert þú með leyfi?“ heyrðist
kallað svo hvellt að Lilja hrökk í kút.
Þarna stóð manneskja sem Lilja var
ekki alveg viss hvort væri kona eða
karl, með ljótustu klippingu sem hún
hafði nokkurn tímann séð. Það var
eins og sturluð hæna hefði náð i skæri
og tryllst á hausnum á verunni sem
stóð nú fyrir framan hana og starði á
hana í gegnum þykkt stækkunargler
sem hún hélt á í hendinni.
„É-ég heiti Elísabet Lilja, kölluð
Lilja“ sagði Lilja á meðan skrítna
veran labbaði hringinn í kringum
hana og einblíndi á hana í gegnum
stækkunarglerið.
„Aha... Þú gerir þér grein að þú ert
stödd á minni síðu, ha?!“
„Þinni síðu? Hvað ertu að bulla?
Hver ert þú annars?“ spurði Lilja.
„Á minni síðu! Veistu ekki hvað það
þýðir? Talarðu ekki netmál? Og ég
man ekki eftir að hafa gefið þér leyfi
til að spurja mig eitt eða neitt!" sagði
veran með sinni hvellu röddu.
„Hvað er í gangi hér?“ sagði önnur
rödd. Lilja sneri sér við og sá afar
hávaxinn mann fóta sig í gegnum
vírana og leiðslurnar sem urðu á
vegi hans. Hann var í bláum jakka
og buxum í stíl og hann, eins og
Lilja, var með tinnusvart hár. Hann
labbaði í áttina að Lilju.
„Komdu sæl,“ sagði hann
vingjarnlega og tók í hendina á henni
„Fáðu þér bækling gæskan,“ sagði
hann og rétti henni bækling. Svo
labbaði hann til geðvondu verunnar
með skrítna hárið. Lilja starði á
manninn og leit svo á bæklinginn;
„Ábyrg netnotkun! Netið er afar
vafasamt og er engin skömm á því að
varast það. Þú verður að passa þig á
því að gefa engum persónupplýsingar
um þig því að það er fólk sem þú
þekkir ekki og það getur misnotað
þær upplýsingar...“ Lilja las ekki
lengra en hún sá að neðst stóð nafnið
Ábyrgur.
„Ábyrgur? Heitir einhver það?“
spurði Lilja forviða. Sá vingjarnlegi
opnaði munninn og ætlaði að fara að
útskýra en sú freka varð á undan.
„Já, auðvitað! Ábyrgur, það er sá
sem stendur hérna við hliðina á mér!“
Hún sneri sér að Ábyrgi. „Þú gerir
þér grein fyrir að þetta er mannvera
númer tvö sem kemur hingað óboðin
á stuttum tíma?“ Ábyrgur brosti.
„Já, Netvörður, ég geri mér fulla
grein fyrir því. En ef við lítum á
björtu hliðarnar þá er ég búinn að
losa mig við tvo bæklinga á þremur
dögum!“ sagði hann og skælbrosti.
„Netvörður? Ert það þú eða... ?“ spurði
Lilja geðvondu veruna.
„Já, það er ég! Og ef þér finnst það
einhvað skrítið geturðu bara hypjað
þig!“ Lilja kaus að svara þessu ekki.
„Er ég vera númer tvö? Er þá einhver
annar búinn að koma hingað?“
Ábyrgur ræskti sig.
„Já, hún heitir Dagný og er aðeins
minni og fölari en þú. Við ákváðum
að skíra hana Hrekklaus, því að hún
er svo saklaus. Við gáfum henni
einnig ný föt þannig að hún færi
eftir nýjustu tísku hér í Netbæ,“ sagði
hann vingjarnlega. Lilja varð mjög
hissa.
„Er langt síðan að hún kom hingað?"
Netvörður fnæsti á meðan Ábyrgur
svaraði.
„Já, það eru tveir dagar síðan eða
svo...“ Lilju brá.
„Tveir dagar?! En ég er nýkomin og
hún kom rétt á undan mér!“
„Já! Það er af því að bæði þú og
hún voru svo lengi á leiðinni í
hvirfilbylnum! Og svo líður tíminn
mun hraðar hér en í ykkar heimi“
sagði Netvörður frekjulega.
„Ég skil...“ sagði Lilja djúpt hugsi og
nennti ekki að ergja sig á Netverði.