blaðið - 10.12.2005, Side 45

blaðið - 10.12.2005, Side 45
blaöiö LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 SMÁSAGA I 4S „En í sambandi við nafn...“ Ábyrgur hélt áfram að tala en það heyrðist ekkert í honum lengur því að mjög há tónlist ómaði skyndilega um allt. Lágvaxinn strákur, sem greinilega var ábyrgur fyrir tónlistinni, kom í ljós. Hann var með hanakamb og svart hár eins og þau hin. í hendinni hélt hann svo á MP3-spilara. Þegar hann var kominn alveg upp að þeim slökkti hann á tónlistinni og horfði á Lilju. Hann labbaði alveg til hennar og tók í hendina á henni. „Svalur, beibí!“ sagði hann og blikkaði hana. Síðan kveikti hann aftur á tónlistinni og labbaði í burtu. Lilja starði á eftir honum en sneri sér svo að hinum. Hún ætlaði að fara að spyrja en það var óþarfi því það var eins og Netvörður læsi hugsanir. „Þetta var Svalur. Hann er einn af okkur, en er bara dáldið spes,“ sagði Netvörður. „Eins og ég var að reyna að segja, þá þurfum við að finna nýtt nafn á þig og láta þig í önnur föt,“ sagði Ábyrgur ögn pirraður og togaði í Nike-peysuna hennar Lilju með hryllingssvip. „Hvað með... Glöð? Nei, það virkar ekki. Tækniglöð? Tæknistelpan? Nei nei, gengur ekki! Aha, ég veit! Samskiptaglöð! Hér með heitir þú Samskiptaglöð!" Lilja vissi ekki mikið um svona nöfn, þannig hún bara yppti öxlum. „Jájá, mér er alveg sama.“ Ábyrgur skæíbrosti og klappaði saman höndunum. „Fínt! Þá er komið að fötunum! Nú, ég hugsa að gulur fari þér mjög vel og svart, þú ert með svart hár þannig það hlýtur að fara saman. Hvað segirðu um gult pils, gula peysu og gula og svarta sokka?“ Lilja brosti, jú hennilíkaði reyndar gult. „Jú, það er fínt!“ Ábyrgur brosti svo mikið að nú hefði mátt nota orðatiltækið um að brosa út að eyrum. „Æði!“ sagði hann og hljóp innum hurð sem var merkt með stórum stöfum; FÖT.IS. Fimm mínútum seinna kom hann skælbrosandi út með búninginn í höndunum. „Hérna!“ sagði hann stoltur og rétti Lilju. Búningurinn var ennþá heitur. „Takk“ sagði Lilja vingjarnlega. „Hvar má ég fara í hann?“ Hún sá á svipnum að Ábyrgur hafði alveg gleymt að hugsa út í það. Hann rauk upp til handa og fóta og fann loks geymsluherbergi handa henni og vísaði henni þar inn. Stuttu seinna labbaði Lilja, eða Samskiptaglöð eins og þau kölluðu hana, út úr geymslunni með bros á vör. Ótrúlega gul sneri hún sér í hring til að leyfaþeim að sjá. „Flott, flott, æði, flott...“ sagði kaldhæðnisleg rödd bak við Lilju. Hún sneri sér við og kom auga á svartklædda veru. Þessi vera var karlkyns og með stutt svart hár sem var greitt eins og hann væri Elvis. Hann var í hvítum buxum og svörtum pokalegum jakka með stóru @-merkiábakinu. „Ég man ekki eftir að hafa boðið þér að koma,“ sagði Ábyrgur ískaldri röddu. „En skrítið, ætli ég hafi þá ekki bara boðið mér sjálfur?" sagði veran og brosti stríðnislega. Hvell rödd Netvarðar glumdi um allt; „Samkvæmt útreikningum mínum hefur þú akkúrat... engan rétt á að verahér!" „Þetta er Þrjóturinn,“ útskýrði Ábyrgur fyrir Lilju. „Þig langar ekki til að kynnast honum!“ Lilja leit spurnaraugum á Þrjótinn, en hann hló kaldhæðnislegum hlátri „Haha! Eins og mig langi einhvað til að kynnast henni!“ sagði hann og leit undan. Enginn sagði neitt. Loks rauf Ábyrgur þögnina. „Umm... Þrjótur, er ekki upplagt að þú farir að...“ Þrjóturinn greip fram í fyrir honum: „Fara! Það er einmitt það sem ég er að fara að gera! Ég ætla að fara og skrifa ljótar athugasemdir í gestabækur! “ Hannglottiiílgirnislega. Síðan labbaði hann hratt í burtu og hvarf úr augnsýn. „Hefur hann alltaf verið svona...“ sagði Lilja sakleysislega eins og hún vildi sleppa síðasta orðinu. „Illgjarn? Ó já...“ sagði Ábyrgur. ,Alveg síðan ég man eftir honum.“ „Lilja?“ sagði lág rödd einhvers staðar aftan við Lilju. Hún sneri sér við og þarna stóð Dagný í fullum skrúða. Hún var klædd í bleika og fjólubláa kápu. Svart hárið var tekið aftur í tíkó og hún var í sitthvorum sokknum. Lilja brosti og hljóp til hennar. Þær föðmuðust. „Hæ!“ sagði Lilja hress þegar þær slepptu hvor annari. „Flottur búningur!“ „Takk,“ sagði Dagný feimin. Lilja sneri sér brosandi að Ábyrgi. „Ég var samt að spá; hvernig komumst við héðan?" Ábyrgur hugsaði sig um. „Tja, ég held þið komist ekkert burt. Ekki nema einhver slökkvi á tölvunni sem þið komuð í gegnum." Brosið hvarf af Lilju og Dagný kjökraði. Það var alltaf kveikt á tölvunni heima. Þær myndu aldrei komast heim! „Hafa einhverjir aðrir komið svona áður, ég meina... í gegnum tölvur?“ spurði Lilja djúpt hugsi. „Ójá, oft. Álveg svona einu sinni til tvisvar á ári!“ sagði Netvörður spekingslega. „Ó,“ sagði Lilja og beit í vörina á sér. Þau stóðu sem frosin í eitt augnarblik. „Það er komið að því!“ sagði Netvörður allt í einu. „Komið að hverju?“ spurði Dagný, sem einnig var þekkt sem Hrekklaus, forvitin. „Þið eruð að fara,“ sagði Ábyrgur vingjarnlega. „Þið voruð heppnar stelpur mínar.“ Allt í einu voru bæði Þrjóturinn og Svalur staddir hjá þeim. Það sagði enginn neitt, en allir horfðu upp í loftið eins og þau væru að bíða eftir einhverju. „Eftir hverju eruð þið að bíða?“ spurði Lilja og leit upp í himininn, en fékk ekkert svar. Það var eins og henni hafði verið kippt upp. Hún leit í kringum sig og áttaði sig á því að hún var aftur stödd í hvirfdbylnum. Hún sá einnig hópinn sem henni hafði líkað svo vel við, Ábyrg, Netvörð, Þrjótinn og Sval, fjarlægast á gífurlegum hraða. Skyndilega voru Lilja og Dagný staddar á miðju gólfinu inn í tölvuherbergi. Þær heyrðu lágan grát frammi. Lilja opnaði hurðina og sá mömmu sína grátandi á sófanum. „Mamma?“ Mamma Lilju leit á dóttur sína í fyrsta skiptið í viku. *. „Lilja?“ hálfkallaði hún. „Ó Liljal' kallaði hún aftur og stökk til hennar og faðmaði. „Við erum búin að leita útum allt! Hvar hefurðu verið?" „Það er löng saga að segja frá,“ sagði Lilja og brosti. Skömmu seinna vaknaði Lilja til að fá sér vatnsglas. Þegar hún ætlaði aftur inn í herbergi stoppaði hún hjá tölvuherberginu. Hún opnaði hljóðlega og leit á tölvuna. Þar stó^- allur hópurinn og brosti til hennar, nema auðvitað Þrjóturinn. Hún brosti á móti og það var ekki fyrr en þá sem hún áttaði sig á því, að þetta hafði allt saman verið draumur. i og spenna Draumar jnariilvttíinnar Herdís Egilsdóttir Draumar marglyttunnar segir frá baráttu góðs og ills. Óþokkinn Syrtir berst gegn konungi sínum og ætlar sér að taka völdin og segja mönnum stríð á hendur. En það er Fráinn litli sem reynir að koma vinum sínum til bjargar. Herdís Egilsdóttir er fyrrverandi kennari og þjóðþekktur rithöfundur. Glæsilegar litmyndir eru eftir Erlu Sigurðardóttur, myndiistarmann. Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók fyrir börn á öllum aldri. Bókin sem allar stelpur verða að lesa! Bryndís Jóna Magnúsdóttir, 24 ára frá Keflavík, er ný og fersk rödd í íslenskum unglingabókmenntum. Hér er á ferðinni flott og kúl bók um stelpu sem þjáist af mikilli ástsýki og feimni og tilraunum hennar til að næla I Danna, sætasta strákinn I skólanum ... ~\\ f ) / V / / / /ii Hér kemur 9. bókin I hinum geysivinsæla bókaflokki GÆSAHÚÐ eftir Helga Jónsson. í könnun sem Landskerfi bókasafna gerði fyrir árið 2004 lenti Gæsahúð í 3. sæti yfir mest lesnu bækurnar í öllum flokkum. í flokki barna- og unglingabóka var Gæsahúð í 1. sæti. mdur Bókaútgáfa Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.