blaðið - 10.12.2005, Síða 62

blaðið - 10.12.2005, Síða 62
62IFÓLK LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 blaöiö SMA borgarinn HÓTEL JÖRD EÐA HEITI POTTURINN Þegar Smáborgarinn vill gera virkilega vel við sig fer hann í laugarnar. Það er mismunandi hvaða sundlaug verður fyrir valinu, en ein af hans uppáhalds er þó Vesturbæjarlaugin. Það er ótrúlega gott að slaka á t heitum potti, breytast svo ef til vill í grænmeti í gufunni (gufusoðið, náttúrulega), setjast skamma stund fyrir framan nýju þunglyndislampana og enda svo á sundspretti. Þetta ferli er afskaplega hressandi og hreinsandi og það er nokkuð öruggt að Smáborgarinn kemur sem endurfæddur úr laugunum þegar ferlið hefur heppnast vel. Sérstakur bónus við vel heppnaða sundferð eru samræðurnar í heitu pottunum. hær geta verið allt frá venjulegu smáspjalli um veðrið upp í heimspekilegar útlistanir á hnignun Vesturlanda. t>ó finnst Smáborgaranum langbest þegar hann sjálfur á ekki í nelnum samræðum, heldur situr bara og hlustar á hina „spekingana" tjá sig um menn og málefni, á meðan harðar húðflygsur af líkömum allra viðstaddra bærast notalega fram og til baka með heitum vatnsflaumnum í pottinum. En það er misjafn sauður í mörgu fé og því er aldrei hægt að útiloka ræður gamla karlsins sem byrjar að tala illa um ný- búa, eða hávært skvaldur tveggja hrokafullra háskólanema sem telja sig vita upp á hár hvað gera þurfi í þessu samfélagi og ræða glottandi um sitt eigið ágæti. Smáborgarinn hefur þó löngu hætt að láta slíkar samræður fara í taugarnar á sér, enda veit hann fyrir víst að í heita pottinum, sem annars staðar, ríkir málfrelsi og oft er mjög lærdómsríkt að heyra raddir ólíkra þjóðfélagsþegna. f pottinum gilda einhvern vegin önnur lögmál en ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Þar situr öryrkinn við hlið þingmannsins og poppstjarnan við hlið aðdáandans og mitt á milli allra svamla yngstu borgararnir sælirog kátir og setja sinn svip á stemninguna. Allir eru jafn fáklæddir og berskjaldaðir og allir verða því að treysta hverjum öðrum enn betur en á öðrum vett- vangi. Sumt er þó nákvæmlega eins í pottin- um og í þjóðfélaginu: Sumir eru kurteisari en aðrir og láta öðrum eftir sæti sitt, á meðantil eru þeir sem hverfa inn í eigin heim og pæla lít- iðíþeimsemí kringum sig eru. Samræðurnar eru gleðilegar og sorglegar, jafnt heyrist hrós og kvart, og sumirtala illa um alla meðan aðr- ir sýna hverjum og einum sem þeir hitta ein- skæra virðingu og væntumþykju. Potturinn er ísenn athvarf frá hinu hefðbundna samfélagi og þverskurður af því og ekkert í heiminum kemur í staðinn fyrir notalega stund í heitu pottunum, sérstaklega þó ef maður kann að hlusta, því þar lærir maður mest um það þjóð- félag sem maður býr í. „Það þarf að auka fjármagn inn í málaflokk aldraðra og í raun þarf einfaldlega að marka nýja stefnu í málefnum þessa fólks. Það er mjög ámælisvert að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir auknu fjármagni varðandi Iffeyris- greiðslur og lækkun skatta til fólks sem er með þessar lágu tekjur. Við höfum sett fram ýmsar kröfur um það, til dæmis að ellilífeyrir verði gerður skattfrjáls og tekjutengingar og skerðingar verði einfaldlega afnumdar. Það lifir enginn af því að vera eingöngu á þessum bótum frá Tryggingastofnun og þessar skerð- ingar sem koma til fólks sem getur unnið fyrir sér, þær eru auðvitað fyrir neðan allar hellur." HVAÐ FINNST ÞÉR? Þingmenn eru komnir t jólafrí og mæta ekki aftur fyrr en 17. janúar á næsta ári. Til samanburðar má nefna að jólafrí langf lestra landsmanna er einn dagur. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ Hvað finnst þér um að alþingismenn séu komnir í jólafrí? „Maður hefur oft undrast bæði yfir löngu jólafrii og hvað þingi lýkur snemma á vorin. Oft einkennist haustþing og vorþing af gríðarlegu ann- ríki á síðustu sólarhringum og þá finnst manni svona ansi mikil yfirferð. Fyrir mann út í bæ þá hefði maður haldið að það væri betra að nýta tím- ann betur. Gefa sér meiri tíma til að vinna mál.“ Posh vill fjallahjól Victoria Beckham vill fá fjallahjól í jólagjöf. Hin fyrrverandi Kryddpía fær vanalega dýra skartgripi og hönnunarföt frá manni sínum, en þetta árið vill hún hjól. Talsmaður hennar sagði: „Victoria veit að hún þarf ekki að missa nein kíló, en hún hefur bara verið svo orkulítil því hún hefur verið að snúast í kringum börnin og fatalínu sína, það er bara allt of mikið álag á henni. Vinir hennar sögðu henni að ef hún færi að þjálfa sig myndi orkan hennar aukast.“ Victoria, sem hannar sína eigin línu fyrir Rock & Republic, hefur gengið í æfingarklúbb í La Morelega-hverfinu í Madrid, en hún getur ekki beðið eftir að fá hjól svo hún geti kannað Madrid og komist í form á sama tíma. Scarlett í galdramynd Scarlett Johansson hefur skrifað undir samning um að leika aðalhlutverkið í kvikmynd um galdrakeppinauta. Hún slóst þar í för með Hugh Jackman, Christian Bale, Michael Caine og David Bowie í nýrri mynd frá Christopher Nolan, sem heitir The Prestige. Verkefnið er næsta mynd leikkonunnar, tekið verður upp í L.A. og hefjast tökur í janúar og standa út mars. Bale og Jackman munu leika galdramenn um síðustu aldamót í Lundúnaborg sem keppa um galdraleyndarmál. m Unnusta Damon ófrísk Matt Damon og unnusta hans, Luciana Barroso, eiga von á sinu fyrsta barni. Barroso, sem Damon bað fyrir skemmstu, er komin þrjá mánuði á leið. Barnið verður það fyrsta sem Damon eignast en Barroso á sex ára dóttir úr fyrra sam- bandi. Þessar fréttir komu einungis nokkrum vikum eftir að Damon talaði um að hann langaði að verða faðir. Hann sagði: „Mig hefur langað í börn lengi. Ég verð bara að læra hvernig á að ala þau upp. Ég kann að æsa börn upp, en ég er ekki eins góður í að róa þau aftur niður.“ eftir Jim Unger HEYRST HEFUR... i r Auglýsendur eru margir hverjir ævareið- ir vegna þess að Fréttablaðið hyggst gefa út tvö blöð einstaka daga fyrir jól - tvö Fréttablöð með sömu fréttum að upplagi en ólik- um auglýsingum. Tilgangurinn er auðvitað sá að mjólka jólaaug- lýsingarnar eins mikið og hægt er, en almennt seljast þær síður sem framar eru í blöðunum á hærra verði en þær sem aftar eru. Stærð Fréttablaðsins er hins vegar orðin slík að fæstir lesend- ur hafa úthald til að fletta nema aftur í mitt blað og því komu sér- fræðingar 365 fram með þessa hugmynd. Það er hins vegar hætt við því að flestir lesendur hendi hreinlega öðru blaðinu án þess að lesa það nokkru sinni þannig að þeir sem tapa á bram- boltinu eru fyrst og fremst þeir sem borga brúsann - nefnilega auglýsendur. Pað eru fleiri hliðar á þessu máli. Blaðberar Pósthúss- ins, sem bera út Fréttablaðið og DV, hafa yfirleitt haft nógu þunga byrði og er ljóst að marg- ir þeirra geta ekki með nokkru móti bætt þriðja blaðinu við. Það má því búast við að dreifing- in verði stopul svo ekki sé meira sagt. Enn hafa eigendur 365, sem gera víðreist um heiminn í fjárfestingum, ekki treyst sér til að semja við á annað þúsund blaðburðarbörn sem fá borgaða heila krónu fyrir hvert DV sem þau bera út. A meðan þegir DV „blaðið sem þorir þegar aðrir þegja“ þunnu hljóði. Oft hafa forsíður þess blaðs verið lagðar undir ómerkilegri mál.... Sv o virðist sem stjórn- arformað- ur Árvak- urs skrifi almennt leiðara og þjóðfé- lagsrýni Morgunblaðsins. Að minnsta kosti er erfitt að draga aðra ályktun eftir að hafa lesið Staksteina þess blaðs í gær. Þar er fullyrt að leiðaraskrif Blaðs- ins um Jón Baldvin Hannibals- son séu komin frá Sigurði G. Guðjónssyni, stjórnarformanni Árs og dags. Þá rifjast það líka upp að Sigurði voru eignuð skrif Blaðsins um fjölmiðlamálið í sumar og vildu hinir ýmsu sér- fræðingar, m.a. á Morgunblað- inu, meina að Sigurður hefði heldur betur breytt um kúrs. Það má vel vera að stjórnarfor- menn annarra fjölmiðla sjái um skrif í þeirra eigin blöðum, það er hins vegar ljóst að Sigurður G. kom hvergi nærri umræddum skrifum í Blaðinu - var hvorki spurður álits né hafði yfirleitt nokkuð með þessi mál að gera. Hvað halda menn eiginlega að hlutverk stjórnarformanns sé? Talandi um Jón Bald- vin. Titringur er á mörgum vígstöðvum og verður gamli kratahöfðing- inn Jón Baldvin sérstakur gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils á sunnudag. Það bíða eflaust margir spenntir eftir þessu við- tali, enda útilokaði Jón hreint ekki endurkomu í íslensk stjórn- mál þegar Blaðið ræddi við hann í vikunni. Egill Helgason hefur annars verið í Kraká i Póllandi að undanförnu og Jón Baldvin hefur sömuleiðis verið á þvæl- ingi um Evrópu. Hvað meinarðu, hvar er bíllinn? Þetta ER bíllinn

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.