blaðið - 15.12.2005, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 ! blaöiö
UNICEF:
Ungbarnadauði
minnstur
hér á landi
Ungbarnadauði er minnstur hér
á landi samkvæmt skýrslu Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) um aðstæður barna í
heiminum. Samkvæmt U5MR staðli,
sem mælir dauðsföll ungbarna
undir fimm ára aldri á hverja
þúsund íbúa er ísland í neðsta sæti
ásamt Singapore. Svíþjóð, Noregur,
Finnland, San Marínó, Slóvenía og
Japan verma sætið þar fyrir neðan.
Algengastur er ungbarnadauði
í Sierra Leone og Angóla. Þá er
ungbarnadauði einnig minnstur
hér á landi þegar horft er á dauðs-
föll barna undir eins árs aldri. ■
Hornafjörður:
3.000 hænur
drápust í
eldsvoða
Um 3.000 hænur drápust þegar
eldur kom upp í hænsnahúsi á
Grænahrauni í Nesjum á Horna-
firði í gær. Að sögn lögreglunnar á
Höfn í Hornafirði barst slökkviliði
tilkynning um eldinn um klukkan
tvö í gærdag. Mikill eldur og reykur
var í húsinu þegar slökkvilið bar að
garði en greiðlega gekk að ráða við
eldinn. Húsið er mikið skemmt að
innan en annars heillegt. Eldsupp-
tök eru ókunn en sérfræðingar
munu rannsaka svæðið í dag.
Grænahraunsbúið er einn stærsti
eggjaframleiðandi á svæðinu. ■
Fimm starfsmönnum sagt upp
Varnarliðið vill lækka
laun starfsmanna
Vilja lœkka laun um allt að 90 þúsund krónur. Kristján Gunnarsson segir aðflestir starfs-
menn varnarliðsins horfi nú í kring um sig með nýja vinnu.
Ef flugherinn tekur við rekstri Kef lavíkurflug vallar gæti það þýtt fjölgun starfa hjá
Varnarliðinu.
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
heldur áfram að segja upp fólki, en
fimm starfsmönnumþess hefur verið
sagt upp frá og með næstu mánaða-
mótum. Varnarliðið hefur sagt upp
talsverðum fjölda starfsmanna á und-
anförnum misserum, sem dæmi um
það vinna nú aðeins um 30 einstak-
lingar í snjóruðningsdeild varnar-
liðsins en starfsmenn voru um 60
þegar mest var. Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur segir að þrátt fyrir
fækkun starfsmanna í þeirri deild, sé
ennþá horft í rekstrarkostnað. Hann
segir að varnarliðið hafi farið fram á
að þeir starfsmenn sem ennþá vinni
hjá deildinni fái mun lægri laun en
áður fyrir sömu vinnu.
Héraðsdómur:
Fréttablaðið sýknað
af kröfum Jónínu
Refsikröfu Jónínu Benedikts-
dóttur á hendur ritstjóra Frétta-
blaðsins var vísað frá dómi í gær.
Dómurinn synjaði einnig kröfu
Jónínu þess efnis að lögbann sem
sett var á birtingar einkagagna úr
hennar fórum yrði staðfest.
Vísað frá dómi
Dómur var kveðinn upp í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær í máli Jón-
ínu Benediktsdóttur gegn 365 prent-
miðlum og ritstjóra Fréttablaðsins,
Kára Jónassyni. Jónína krafðist
tess að dómari staðfesti lögbann
)að sem sett var á birtingu Frétta-
)laðsins á einkagögnum úr hennar
fórum, auk þess sem sú ákvörðun
Svafa Einarsdóltir
íslensk list er góS gjöf
Gallerí Fold • Kringlunni og Rauðarárstíg
OpiS í Kringlunni alla daga
til jóla kl. 10-22
Opið á Rauðarárstíg
alla daga til jóla til kl. 22
Sjáumst í Galleríi Fold
Rauöarárstíg 14, sími 551 0400
Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is
Myndatexti: Sigurjón M. Egilsson, frétta-
ritstjóri Fréttabiaösins, fylgdist meö í hér-
aðsdómi í gær og var greinilega ánægöur
meö úrskurö dómarans.
sýslumanns um töku gagnanna úr
fórum stefnda, yrði staðfest. Einnig
krafðist hún þess að Kári Jónasson
ritstjóri Fréttablaðsins yrði gerð
ýtrasta refsing fyrir að hafa án sam-
þykkis stefnanda, komist yfir og
skýrt opinberlega frá efni téðra einka-
gagna. Ennfremur krafðist hún þess
að stefndu yrði í sameiningu gert að
greiða henni fimm milljónir króna
í miskabætur ásamt dráttarvöxtum
auk þess sem stefndu yrði gert að
greiða allan málskostnað.
Héraðsdómari komst hins vegar
að þeirri niðurstöðu að refsikröfu á
hendur Kára Jónassyni skyldi vísað
frá dómi og skal málskostnaður falla
niður í þeim þætti málsins. Kröfu
Jónínu um að lögbann yrði staðfest
með dómi var synjað sem og kröfu
um staðfestingu á ákvörðun sýslu-
manns um töku gagna. Miskabóta-
kröfu á hendur stefndu var einnig
vísað frá.
Kári Jónasson var að vonum
ánægður með niðurstöðu Héraðs-
dóms. „ Þetta er náttúrulega bara
sigur og sýnir að við höfðum á réttu
að standa enda birtum við bara það
sem var fréttnæmt í þessum tölvu-
póstum og slepptum því sem var per-
sónulegt og leituðum staðfestingar
áður en við birtum nokkuð.“
Áfrýja til Hæstaréttar
„Ætli það sé ekki best að segja sem
minnst,“ segir Jónína í samtali við
Blaðið. „Málinu verður áfrýjað til
Hæstaréttar og ég treysti því að
menn þar á bæ skilji málið.“ Jónína
segist ekki trúa öðru en því, að lög-
bann á birtingu tölvupóstanna sé
því enn í gildi. Að sögn Hróbjarts
Jónatanssonar, lögmanns Jónínu,
mun málinu verða skotið til Mann-
réttindardómstólsins í Strassbourg
taki Hæstiréttur undir niðurstöðu
Héraðsdóms. ■
Reyna að verjast launalækkunum
„Varnarliðið er með kröfu hjá svokall-
aðri kaupsjárnefnd varnarsvæða þar
sem farið er fram á að laun þeirra
starfsmanna sem eftir eru hjá deild-
inni verði lækkuð verulega. Mér
sýnist að ítrasta krafan um lækkun
þýði að laun einstakra manna geti
lækkað um allt að 90 þúsund krónur
á mánuði“.
í umræddri nefnd eru þrír ein-
stakingar, einn frá Alþýðusambandi
Islands, einn frá Samtökum atvinnu-
lífsins og oddamaður sem er skip-
aður af ráðherra. Nefndin hefur að
sögn Kristjáns úrslitaáhrif á kjör
starfsmanna varnarliðsins.
„Við höfum reynt að verjast og
mætt á fundi hjá nefndinni," segir
Kristján ennfremur en segist óviss
um niðurstöðu hennar. „Mér finnst
mjög skrítið að á sama tíma og aðrir
vinnuveitendur eru að þoka sér upp
og hækka laun þá reyni fulltrúar
varnarliðsins að lækka laun starfs-
manna sinna“.
Fjölgað gæti á ný
Fram hefur komið að áformað sé að
flugher Bandaríkjamanna taki við
rekstrinum á Keflavíkurflugvelli af
sjóhernum. Kristján segir það góðar
fréttir, því það gæti þýtt að í stað upp-
sagna muni menn þvert á móti sjá
íjölgun starfa hjá Varnarliðinu.
„Hjá sjóhernum eru mun fleiri fjöl-
skyldumenn en hjá flughernum. Það
liggur fyrir að meiri þjónustu þarf
við einstaklinga, því íjölskyldufólkið
þjónustar sig meira sjálft ef svo má
að orði komast" segir Kristján. „Það
þarf t.d. frekar að elda ofan í þennan
hóp og þvo af honum, og þannig gæti
flugherinn kallað á fleiri hendur í
Hœstaréttardómarar:
Illa staðið að
ráðningum
Val á hæstaréttardómurum á
fslandi er ekki nógu aðskilið frá
framkvæmdavaldinu, samkvæmt
nýrri skýrslu Mannréttindarstjóra
Evrópuráðsins um mannréttindi
á íslandi. f skýrslunni eru gerðar
noklcrar athugasemdir við stöðu
mannréttindamála á fslandi og m.a.
sett út á lengd gæsluvarðhalds, með-
ferð flóttamanna og að sjálfstæðar
mannréttindastofnanir hér á landi
séu f) ársveltar og of veikburða. ■
Hciðskirt (5 Léttskýjað ^ Skýjað Alskýjað
5
Rignlng, lítilsháttar /// Rigning 9 9 Súld jJc'T* Snjókoma
9 ^
*
Slydda Snjóél
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinkl
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
NewYork
Orlando
Osló
Parfs
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublfn
Glasgow
08
10
06
01
05
06
01
06
07
07
12
-15
-06
15
02
07
01
06
04
14
07
08
/ //
0£
///
///
2°
'//
/ //
3°
'//
/ //
'//
/ //
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum fró Veðurstofu íslands
'//
/ //
-13°
Á morgun
-7°