blaðið - 15.12.2005, Side 10

blaðið - 15.12.2005, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 I blaöiö Eldsvoðinn á Englandi Okumaður tank- bíls yfirheyrður Skoðunarferðir um hamfarasvæði Lögregla á Bretlandi yfirheyrði í gær ökumann tankbíls sem kann að hafa átt þátt í því að gríðarleg sprenging varð í olíubirgðastöðinni í Buncefi- eld. Félagi bílstjórans sagði í viðtali við breska götublaðið The Sun að hann hefði orðið var við fnyk af bens- íni þegar hann kom til stöðvarinnar og að fyrsta sprengingin hefði átt sér stað þegar hann var nýbúinn að drepa á vél bílsins. Bob Woodward, forstöðumaður Breska vinnueftirlitsins, sagði að of snemmt væri að segja til um hvað hefði valdið sprengingunni en verið væri að rannsaka það. Stofnunin Slökkviliðsmenn virða fyrir sér olíutank sem eyðilagðist I brunanum mikla í Buncefield-olíubirgðastöðinni. hefur á undanförnum árum sent olíu- birgðastöðinni tvær áminningar um endurbætur en ekki gert alvarlegar athugasemdir við aðbúnað hennar. Ferðaþjónustufyrirtæki í New Orleans hefur skipulagt sérstakar skoðunarferðir um svæðin sem urðu illa úti í hamförunum í haust. Fyrirtækið hefur hingað til staðið fyrir skoðunarferðum um söguleg hverfi borgarinnar, kirkjugarða og mýrar en mjög hefur dregið úr aðsókn í þær eftir að um 8o% borg- arinnar fór á kaf í vatn í kjölfar fellibylsins Katrinar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að hugmyndin hafi komið til vegna óánægju þeirra með hve uppbyggingarstarf stjórn- valda gengi hægt fyrir sig. Skoðunar- Skipulagðar hafa verið sérstakar skoðun- arferðir um hverfi New Orleans borgar sem urðu illa úti í hamförunum I haust. ferðin tekur þrjár klukkustundir og renna io% gjaldsins til samtaka sem vinna að uppbyggingarstarfi vegna Katrínar. Gregory Hoffman, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að fólk geri sér ekki grein fyrir því tjóni sem orðið hafi fyrr en það sjái það með eigin augum. Margir hafa gagnrýnt ferðirnar enda eru enn tugir þúsunda borgarbúa dreifðir um land allt og sjá megi önnur fórn- arlömb hamfaranna á götum borgar- innar þar sem þau búa við slæmar aðstæður. *AF öuu\r NÝJUM JÓLA&ÓKUM OPYRA2TA 6ÆFU2POK ^ (5UNNAR HBR&VZINN "£& HBF LBN&I BB&IP BFTHZ FBBBARIBÖK UM LÍFB&ILPIN O& LAB HANA M&R TIL MIKILLAR ÁNÆGJU. BÓKIN 6/BFU5POR BR ÁTTAVITI BBM VÍBAR VB&INN." VI&PÍB FINNBO&APÓ TT/R OUPNl BFFúZ PORBTBINN J. PAP KBMBT BN&INN FRAM HJÁ &UPNA w Xs/'AF öllum BRLBNPUM V KILJUM HJÁ OKKUR BRU NAB& BÍLABTABPI O& &OTT AP&BN&! Tugum gísla hugsanlega sleppt Stjórnvöld í Kólumbíu eru reiðubúin að draga hersveitir sínar til baka frá svæði í suðurhluta landsins ef það leiðir til þess að marxískir uppreisn- armenn láti lausa 63 gísla sem þeir hafa haldið föngnum. Sumir gísl- anna hafa verið í haldi uppreisnar- manna í allt að sjö ár. 1 hópnum er meðal annars fyrrverandi forseta- frambjóðandi og þrír bandarískir ríkisborgarar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu nokkurra Evrópuþjóða sem miðar að því að koma samningavið- ræðum á milli stjórnvalda og upp- reisnarmanna af stað á ný. „Ég viður- kenni að hér er um eftirgjöf af hálfu ríkisstjórnarinnar að ræða,“ sagði Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu. Ekki hefur heyrst hvort uppreisnarmenn gangi einnig að þessum tillögum en þær koma að nokkru leyti til móts við kröfur þeirra. Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, og Luis Carlos Restrepo, friðarfulltrúi, ræöa viö fjölmiðlafólk I forsetahöllinni I gær. Fuglaflensa í Úkraínu Rannsóknir hafa leitt í ljós að ali- fuglar sem fundust dauðir í Úkraínu voru haldnir hinu banvæna H5N1- afbrigði fuglaflensu. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur staðfest að þetta banvæna afbrigði veirunnar hafi fundist á Krímskaga. Forseti lands- ins lýsti yfir neyðarástandi á svæð- inu fyrir tveimur vikum. Veiran hefur ekki greinst þar í mönnum en sýni hafa verið tekin og bóluefni dreift. Þá hafa nokkur þorp verið sett í sóttkví út af ástandinu og um 50.000 alifuglum hefur verið fargað. Fuglaflensan sem hefur orðið nærri 70 manns að bana í Asíu hefur Staöfest hefur veriö aö alifuglar sem dráp- ust f Úkrafnu voru haldnir H5N1-afbrigði fuglaflensu. einnig greinst i nágrannaríkjunum Rúmeníu og Rússlandi.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.