blaðið - 15.12.2005, Page 15
blaðiö FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005
ÁLIT I 15
■ M netinu
Forsetinn og lýðskrumiö
Mér hefur gjarnan verið hlýtt til
forseta íslands og lít á þann er
situr hverju sinni á Bessastöðum
sem fyrirmynd þjóðar og þann er
leiðbeinir fólki á lífsleið þar sem
margan háska ber að höndum. Það
gladdi mig þegar sá annars ágæti
forseti, Ólafur Ragnar Grímsson,
boðaði í nýársávarpi sínu í upphafi
árs að hann ætlaði að taka upp bar-
áttu gegn stærsta böli samtímans,
eiturlyfjavandanum.
Þetta var fyrirheit um raunveru-
lega baráttu gegn því sem drepur
börnin okkar og veldur hvarvetna
harmi. Forsetinn á Bessastöðum
ætlaði í krossferð gegn vágesti sem
í daglegu tali nefnist dóp.
En vonir mínar um efndir hafa
dofnað eftir því sem liðið hefur á
árið. Ekkert hef ég heyrt eða séð
sem bendir til þess að forsetahjónin
hafi stigið út af búgarði sínum og
gengið á meðal þegna sinna til að
vinna gegn ógæfunni.
Reynir Traustason á www.mannlif
is
Myndarbragur Alfreðs
Um daginn létum við í Heim-
dalli í ljós óánægju okkar með að
Alfreð Þorsteinssyni, forseta borgar-
stjórnar, væri falið að hafa yfirum-
sjón með bygginu nýs sjúkrahúss
hér í Reykjavík. Um er að ræða gífur-
lega fjármuni sem honum er treyst
fyrir og því er mjög mikilvægt við
getum haft trú á því að hann fari
vel með þá fjármuni, enda eru þetta
skattpeningarnir okkar.
Alfreð hefur sinnt keimlíku hlut-
verki áður. Hann hafði einnig yfir-
umsjón með byggingu höfuðstöðva
Orkuveitunnar og gerði sér lítið
fyrir og tvöfaldaði rúmlega þá upp-
hæð sem áætluð hafði verið til bygg-
ingarinnar. 300 milljónir króna
fóru í garðinn einan. Þó þetta séu
sláandi staðreyndir finnst mér þær
ekki endilega standa upp úr. Það
sem stendur upp úr og ég vona að
sem flestir lesi þetta og velti þessu
vel fyrir sér, er að honum fannst það
fullkomlega eðlilegt. Hann hefur
alla tíð haldið því fram að hann
hafi staðið sig vel í byggingu Orku-
veituhússins. Honum finnst eðlilegt
og raunar glæsilegt að stela af borg-
arbúum 4000 milljónum, ef við
reiknum framúraksturinn varlega
og tökum Linu.net ævintýrið og
skyld dæmi ekki með i reikninginn.
Hvers konar maður hugsar svona?
Voðalega hef ég verið barnalegur
þegar ég hélt að menn byðu sig fram
í opinber embætti til að vinna að
hag borgaranna en ekki til þess að
ræna af þeim peningum og gera svo
lítið úr þeim þegar spurt er hvert
peningarnir fóru.
Hins vegar man ég eftir svipuðu
dæmi þegar Ingibjörg Sólrún ákvað
að verða ekki borgarstjóri. Frétta-
maður spurði hana hvort hún hafi,
í sjónvarpsviðtali, ekki örugglega
lofað því að hún yrði borgarstjóri
næstu fjögur árin. Jújú, það hélt
hún nú. Þá spurði fréttamaður hana
hvort hún ætlaði að vera borgar-
stjóri næstu fjögur árin og hún svar-
aði þvi neitandi. Aðspurð um hvort
hún væri að ganga á bak orða sinna
varð hún hin versta og sagði svo alls
ekki vera. Ég skil ekki þetta dæmi.
Björn Berg Gunnarsson á www.frelsi.
is
Ö gy U uf ujjmni raunniirmjai
Saga SigríÖar Þorvaldsdóttur
skráð af Jóni Hjartarsyni
Áhrifamikil saga söngleikjastjörnunnar
sem missti málið á hátindi frægðar sinnar.
Skemmtileg bók um viðburðaríka ævi hrffandi konu.
Stórt upplag uppselt hjá útgáfunni.
Ef til vill tekst að prenta meira seint í næstu viku.
Penninn,
7.-13. des.
Ævisögur
or.r.nn rnr.unynr
Final Approach
Nú með 20% JÓLA-AFSLÆTTI KR. 23.900,-
TASKA, PUMPA OG AUKA SEIT AF UÍFnnUKJUM nXCJR MEÐ
www.hlad.is v
Hlað ehf. • Bíldshöfóa 12 • S