blaðið - 15.12.2005, Side 22

blaðið - 15.12.2005, Side 22
22 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 ! blaóió BMiöMki Afkynjun og pólitiskur rétttrúnaöur Einar Karl Haraldsson hefur verið stjórnarformaður Hjálpar- starfs kirkjunnar í fimm ár og situr í sóknarnefnd Hallgríms- kirkju. Hann hefur í áratugi verið yfirlýstur vinstri maður. Ýmsum finnst trú og vinstri mennska ekki fara saman en Einar Karl segist lengst af ævi hafa tekið trúna aivarlega. „Sem barn fór ég í kirkju með ömmu minni á Akureyri og starfaði með æsku- lýðsfélagi kirkjunnar þar. Svo fjarlægðist ég trúna í mennta- skóla og á róttæknisárunum. í mótmælunum sem fylgdu í kjölfar Víetnam stríðsins var ég mjög óánægður með afstöðu kirkjunnar og ég hafði svo mikið við að ég gekk úr henni. En fyrir tilviljun, sem reyndist mikii gæfa, byggðum við hjónin hús með nú- verandi biskup og smám saman drógumst við inn í starfið í Hall- grímskirkju og gengum aftur í þjóðkirkjuna. Fyrir mér er kirkju- starfið eins og kontrapunktur í lífinu. Þangað sæki ég bæði félagsskap og andlega uppörvun. Maður getur verið með alls konar yfirlýsingar í trúmálum en trúna þarf að rækta eins og annað.“ Ertu einlægur trúmaður (dag? „Ég býst við að lífsviðhorf mitt byggist á trú, já.“ Ekki allt sem sýnist Hversu mikla eymd hefurðu séð í starfi þínu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar? „Ég hef séð hungur og sveltandi börn. Ég fór í minnisstæða ferð til Indlands fyrir þremur árum og til Mósambik og Malaví fyrir tveimur árum. Kirkjan er víða að störfum í afskekktustu, dreifbýlustu og harð- býlustu stöðum heims. Þetta eru gíf- urlega öflug hjálparsamtök og starfa í beinu samstarfi við heimafólk. Ein- kenni hjálparstofnanna kirkjunnar er að þær puða lengi eftir að sviðs- ljósið er farið af svæðunum eftir hamfarir og hungursneyðir og hafa mikið úthald. Við höfum til dæmis verið í samstarfi við samtökin Social Action Movement á Indlandi í þrettán ár.“ Hvernig líðurþér þegarþú kemur til lands eins og Indlands, sérð mikla eymd og veist að það er einungis hœgt að hjálpa broti afþessufólki? „Eg ræddi þetta við föður Martin, kaþólskan prest, sem er meðal leið- toga í Social Action Movement í Madras á Indlandi og spurði hvað ég ætti að gera, neyðin blasti alls staðar við og hvort maður ætti að draga pening upp úr vasa sínum og gefa næsta manni. Hann sagði að það ætti ekki að gera neitt slíkt, ef við ættum peninga aflögu skyldum við láta fólk sem þekkti aðstæður fá þá í hendur. Hlutirnir eru nefni- lega ekki alltaf eins og þeir sýnast. Betlarar á Indlandi eru oft betlarar gagnvart útlendingum en sölumenn gagnvart Indverjum. Ef þú kemur á svona stað og hefur ekki þekkingu á umhverfinu þá er mjög líklegt að mest af því sem þú gerir sé bara kák. Maður hefur séð að þegar umheimur- inn fær áhuga á einhverju svæði eftir hamfarir eða neyð þá brestur á sam- úðarfull hjálparbylgja en stór hluti af fyrstu aðgerðunum fer fyrir lítið. Það er verið að senda kornflexpakka og alls konar lúxusdót til fólks sem hefur aldrei séð neitt þvílíkt og veit ekkert hvað það á að gera við það. Þess vegna er þekking á aðstæðum og reynsla ásamt góðum tengslum við heimafólk svo mikilvæg.“ Hættuleg einstaklingshyggja Víkjum að (slensku kirkjunni. Erhún of íhaldsöm, til dæmis ( viðhorfi til hjónabands samkynhneigðra? „Mér finnst að kirkjan þurfi og eigi að fá tíma í það mál. Eg fagna frumvarpi á Alþingi um réttarstöðu samkynhneigðra þar sem staðfest samvist fær sömu réttarstöðu og hjónaband og réttur til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar er veittur að fullu. Mér óar hins vegar hráþýðing- arnar úr kynjafræðunum sem lætt er inn í frumvarpið. Það gætir hér tilhneigingar til pólitísks rétttrún- aðar eins og oft gerist þegar verið er að sækja rétt fyrir minnihlutahópa. Þá eru allir sem gera athugasemdir við framkvæmdina dæmdir sem andvígir þeim hópum. Við þekkjum þetta vel úr vinstri hreyfingunni í gamla daga en þar var samkeppni um það hver væri mestur sósíalist- inn. í því efni voru hreintrúarmenn, bókstafstrúarmenn og réttrúnaðar- menn og svo voru aðrir sem voru taldi miðjumenn eða hægrimenn og voru lítils metnir. Þetta verður skelfilega leiðinlegt form af stjórn- málabaráttu og þar er ekki rúm fyrir neina gagnrýna hugsun. Það sem ég gagnrýni er það að til þess að ná fram réttindum samkyn- hneigðra virðist talið nauðsynlegt að leggja niður hugtökin karl og kona. Þeim orðum virðist helst eiga að útrýma úr íslenskri löggjöf. Rlkið á einungis að viðurkenna einstak- linga. Ekki er talið æskilegt að tala um föður og móður því það veldur erfiðleikum í sambúð fólks af sama kyni. Þess vegna á bara að tala um foreldri. Þarna eru menn að taka út viðmið sem við höfum lengi haft. Það er verið að afkynja lögin! Er það þetta sem við viljum? Ég efast um að menn hafi reiknað dæmið til enda. Næsta krafa á þing- inu er sú að taka fyrir hjúskapar- lögin og tryggja að þar sé einungis talað um hjúskap einstaklinga, ekki karls og konu. Spurt hefur verið hvort það sé nokkuð 1 verkahring ríkisins að skipta sér af því hvernig einstaklingar búa saman. Aðalat- riðið sé að sambúðin sé skráð og fái öll réttindi. Er þá nokkuð því til fyrirstöðu að karlmenn búi við fjöl- kvæni ef einstaklingar í þeim hópi velja það? Er nokkuð að því að konur búi við fjölveri ef einstaklingar í þeim hópi vilja það? Ég tel að rökræn útleggingin á þessari lagahugsun leiði okkur aftur á vit miðalda. Við mættum hugleiða það að á sama tíma er í Afríku og Asíu og víða annars staðar barist gegn fjölkvæni og reynt að bæta rétt- arstöðu kvenna með því að koma þeim út úr slíkri kúgun. Svo getur maður spurt sig hvaðan þessi róttæka einstaklingshyggja sé komin. Hún kemur væntanlega úr kynja- fræðum sem hafa verið í tísku und- anfarana áratugi. Þetta er svo rót- tæk einstaklingshyggja að henni er hægt að jafna til síngirni róttækrar frjálshyggju og hætt er við að hún snúist í fyllingu tímans gegn kvenna- baráttunni. jafnréttisbaráttan lyfti konunni úr gleymsku aldanna, aflaði viðurkenningar á hlutverki hennar 1 menningu og atvinnulífi og setti kröfuna um jafnan rétt og jöfn laun á oddinn. Nú berst róttæk- asti armur kvennahreyfingarinnar fyrir því að afkynja konuna rétt í þann mund sem hún er að ná sér á strik í okkar samfélögum. Baráttan tekur á sig furðulegustu myndir. Forsætisráðherra Islands má ekki einu sinni senda bráðmyndarlegum lögfræðinema, sem orðið hefur hlutskarpastur í mánaðarlöngu at- vinnuviðtali, hamingjuóskir 1 nafni þjóðarinnar. Ég styð forsætisráðherra og ríkis- stjórnina heils hugar í því að hrófla ekki við hjúskaparlögunum núna. Það er ærið verkefni fyrir þingið að hugsa ráðgerðar réttarbætur til enda og ræða þann ágreining sem varð í nefndinni um ættleiðingar og tæknifrjóvganir til botns meðal ann- ars með hliðsjón af framtíðarhags- munum barna.“ Hræsni og röng stefna Þú ert ekki enn búinn að svara þessu um kirkjuna, viltu það ekki? „Ég skil ekki þá kröfu að það sé nauðsynlegt að búa til einhæfan ramma utanum fjölbreytni mann- lífsins. Svo virðist sem ekki sé nóg að búa til sérstakt kirkjulegt ritúal fyrir samkynhneigða heldur er þess krafist að það heiti hjónaband og hjónavígsla. Af hverju er nauðsyn- legt að „afbyggjá' þá merkingu sem þetta fyrirbæri hefur haft í menn- ingu okkar, sögu og trú? Ég leyfi mér að vera íhald í þeim efnum um leið og mér finnst að vígja megi og blessa önnur form sambúðar. Kirkjan ætlar að afgreiða málið árið 2007. Hún er hluti af alþjóðasamtökum og þarf að geta rökstutt niðurstöðu sína með guðfræðilegum vísunum. Það væri mikill skaði ef þingið færi að skipa kirkjunni fyrir, jafnvel þótt það sé gert undir yfirvarpi frjáls- lyndis. Slíkt myndi valda klofningi í kirkjunni og yrði líklega upphaf að endanlegum klofningi ríkis og kirkju - sem þarf ekki að vera vont mál út frá sjónarhóli þjóðkirkj- ó' ftt'Cái UíhX ISLENSK BLOM

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.