blaðið - 15.12.2005, Side 46

blaðið - 15.12.2005, Side 46
461 FÓLK FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 blaöi6 SMÁ borgarinn INNFLUTTIR FORSTJÓRAR Það hefur færst f vöxt undanfarin ár að flytja inn erlent vinnuafl, m.a. frá Asíu og Austantjaldslöndum. Þetta vinnuafl ku vera ódýrara en hið íslenska. Vinnuaflið þarf minna tímakaup og er til í að vinna lengur. Stundum þarf ekki að borga þeim lífeyri og jafnvel er hægt að sleppa við að greiða skatta af launakostn- aði þeirra, sem þýðir að launatengd gjöld vinnuveitandans minnka til muna. Þetta fólk kemur hingað í raun bara til að vinna. Nánast eins og vinnudýr: Smiðir, verkamenn, iðnaðarmenn, starfskonur á elliheimilum og ræstingarfólk. Allt þetta fólk ertil í að koma hingað á litlu eyjuna til að spara fyrirtækjaeigendum kostn- að og gefa þeim meira í eigin vasa. Þau græða, við græðum, allir græða! En hvað með fslenska forstjóra? fslenskir forstjórar eru á allt, allt, allt of háum launum og þetta vita allir! Á meðan pólskir verkamenn moka sandi úr skurðum uppi á Kárahnjúkum er seðlum mokað í vasa forstjóranna. Fimm milljón- irá mánuði verða að koma fvasa þessara manna um hver einustu mánaðamót til þess að þeirgeti nú keypt smjör og brauð og borgað fasteignagjöldin. Þvf laust þessari augljósu spurningu niður f huga Smáborgarans og hann spratt upp líkt og elding hefði kveikt á, fram til þessa, dof- inni hugsun hans: AF HVERJU FLYTJUM VIÐ EKKI INN FORSTJÓRA?! Þá fyrst erum við að tala um sparnað! For- stjóri frá Litháen þarf ekki nema svona hundrað og tuttuguþúsundkall á mánuði í laun. Hann er til í að vinna myrkranna á milli, búa í blokkarfbúð og tekur sér aldrei frí. Já. Þetta er lausin. Innfluttir smiðir, innfluttir forstjórar og svo jú auð- vitað, konur f fleiri stöður, en eins og allir vita þarf líka að borga þeim 30% minni laun en körlum. Enn betra væri að finna heppilega kvenforstjóra. Litháenskir og pólskir kvenforstjórar myndu þá bæta hlut kvenna í fslenskum fjölmiðlum og íslenskir karlar gætu stofnað ráð og nefndir sem funda í gegnum síma á með- an þeir spiluðu golf á Flórída. Það þarf heldur ekkert milljónir til þess. Ein og hálftil tvær á mánuði duga. Afgangurinn fer í hlutabréf og annað skemmtilegt í stað þess að greiða forstjórum laun. Hvað höfum við verið að hugsa?! HVAÐ FINNST ÞÉR? Gylfi Arnbjörnsson, framkvœmdastjóri ASl. Er ísland of flókið? „Nei það held ég ekki. Ég held að það sé nú svona nokkuð viðurkennt, að í alþjóðlegum samanburði þá séu íslendingar frekað „afslappaðri" en margar aðr- ar þjóðir, þó það sé ýmislegt sem betur megi fara. En ég geri ráð fyrir að þú sért að vitna til nefndarinnar sem nýverið var skipuð og ég á sæti í. Sú nefnd er svona rétt að fara í gang og við erum að fara yfir stöðuna. En við höfum ekki upplifað það þannig að ísland sé sérstaklega flókið.“ Gylfi á sæti í nýstofnaðri nefnd sem forsætisráðherra skipaði og er ætlað að undirbúa aðgerðaráætlunina „Einfaldara Island". Meginmarkmiðið verður einföldun laga og reglna hér á landi. Línur Gwyneth koma upp um hana Gwyneth Paltrow viðurkenndi loksins að hún væri ófrísk þegar hún rakst á gamlan vin sinn, Orlando Bloom. Gwyn og maður hennar Chris Martin höfðu enn ekki staðfest að þau ættu von á öðru barni sínu. Orlando hafði ekki séð Gwyneth í svolítinn tíma og var steinhissa á því hve stór barmur hennar var orðinn. Hún brosti bara og svaraði: „Ég veit þau eru stór. Þetta er nú það besta við að vera ófrískur. Ég elska hvernig ég lít út.“ Og þegar einhver sem til heyrði óskaði henni til hamingju svaraði hún: „Ég er svaka hamingju- söm stúlka í dag, og hlutirnir gætu ekki verið betri, mér líður mjög vel, takk.“ Svo klappaði hún á bumbuna og bætti við: „Ég vildi bara að Chris gæti verið með mér.“ Chris Martin er á tónleikaferðalagi með Coldplay um Bandaríkin. Jennifer í grísk œvintýri Jennifer Aniston vill taka sér tíma frá kvikmyndum til að enduruppgötva grískar rætur sínar. Jen, sem hefur upprunalega eftirnafnið Anastassakis, vill komast til Krítar þar sem faðir hennar John er fæddur. Hún sagði: „Það er alveg pottþétt að ég ætla að taka mér einhvern tíma frá vinnu. Ég mun fara til Grikklands og annarra landa. Ég bjó þar í ár þegar ég var 5 ára. Við bjuggum í Aþenu í sex mánuði, og svo á Krít. Fjölskylda mín á mjög fallegan búgarð þarna, og ég hef einungis einu sinni heimsótt þau.“ Jenni- fer sem er 36 ára og nýskilin við Brad Pitt viðurkenndi að hún gæti ekki beðið eftir að komast í burtu frá Los Angeles. „Það yrði mjög hressandi að komast aðeins út úr þessari litlu kúlu“, sagði hún. Pamela í Dallas út í geim Victoria Principal mun verða fyrsta konan sem verður farþegi í geimskutlu þegar Sir Richard Branson hefur áætlunarferðir út í geim. Fyrrum Dallas- stjarnan, sem er orðin 59 ára, er ein af 120 manns sem hafa borgað 115 þúsund sterlingspund til að komast 70 mílur frá jörðu út í geiminn. Eðlisfræðingur- inn Stephen Hawking og Star Trek-leikarinn William Shatner eru meðal 40 þúsund annarra sem eru spennt fyrir hinu tveggja og hálfrar klukkustunda ferðalagi, en ferðirnar hefjast árið 2008. Vinur Stephen Hawking sagði í gær: „Hann hefur alltaf dreymt um að komast út í geim. Hann eyddi ævinni í að skrifa um geiminn, og nú vill hann skjótast út í hann.“ eftir Jim Unger Og varstu nokkuð lengur að taka strætó en þú hefðir verið á bílnum? 2-28 © Jim Unger/dist. by United Medla, 2001 HEYRST HEFUR... Egill Helgason ræðir um Jón Baldvin á heimasíðu sinni: „Ég er skensaður í DV fyrir að eiga viðtal við Jón Baldvin, sagt að ég eigi að skammast mín, hann sé gömul lumma, spillt- ur í þokkabót. Samt er það svo að þetta viðtal vakti mikla at- hygli. Stjórn- málamenn- irnir bregðast reyndar svo- lítið einkenni- lega við, þá e i n k u m félagar Jóns í Samfylking- unni - þeir árétta mjög sterklega að hann sé ekkert á leiðinni í pólitík aftur en það sé dásamlegt að njóta krafta hans. Þeim finnst greinilega undir niðri að karl- inn ógni sér. Því miður virðist fyrsta eðlisávísun flestra þing- manna að hugsa fyrst af öllu um sætið sitt.“ Og Egill heldur áfram í hug- leiðingum sínum: „1 eina tíð var gert mikið grin að skema- tískum málflutningi Jóns Bald- vins - í fyrsta lagi, í öðru lagi o.s.frv. Þar braust fram gagn- fræða- og menntaskólakennar- inn sem hann var í eina tíð. Ég held að alþýðu- flokksmenn hafiverið orðnir pínu þreyttir á ræðum hans undir lokin. En vissulega kann Jón betur en allir sem nú stunda pólitík á íslandi að setja hlutina í sögulegt og alþjóðlegt samhengi, gefa þeim heimspeki- lega vídd. Sumir segja að þetta hafi verið ein af ástæðunum fyr- ir því að Jón og Davíð gátu ekki unnið saman. Davíð vildi koma sér beint að hlutunum meðan Jón var náttúraður fyrir pólit- ískt hugarflug.“ Sjónvarpskona ársins, Silvía Nótt, segist vera ólétt eft- ir hinn heimsfræga leikstjóra Quentin Tarantino, en hann kom hingað til lands í byrjun vetrar. Tarantino veit víst ekkert af erfingjanum verðandi þar sem Silvía segist ekki hafa náð í hann. Silvía hringdi inn í útvarpsþáttinn Kóngurinn og fíflið á Xfm og sagði raunasögu sína. Hún lét víst nýjasta tengdason Islands hafa rangt símanúmer fyrir mis- tök þegar fundir þeirra áttu sér stað. Það er því ljóst að meira en flugeldar munu koma Tarant- ino á óvart þegar hann kemur aftur til íslands um áramótin. Sá umdeildi menningar- blaðamaður DV, Páll Baldvin Baldvinsson hefur ágætan aðgang að fréttum úr kvikmyndaheiminum sem starfsmaður Kvikmyndasjóðs meðfram starfisínu. Þettaþótti koma ve! á daginn skömmu áður en sýna átti heimilda- myndina Skuggabörn. Forsíðu- uppsláttur DV fjallaði um að í myndinni kæmu fram morð- ingi og væntanlegt fórnarlamb hans og í framhaldinu var lögð fram krafa um lögbann. Þykir mörgum einsýnt að menningar- blaðamaðurinn, sem hafði séð myndina í Kvikmyndastofnun, hefði lagt fréttadeildinni lið með upplýsingum sem hann fékk í hinu starfinu. Meint laus- mælgi hans mun valda nokkr- um áhyggjum...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.